Fréttablaðið - 31.12.2014, Side 52

Fréttablaðið - 31.12.2014, Side 52
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 44 DANS ★★★★ ★ Vivid Þjóðleikhúsið DANSHÖFUNDUR: UNNUR ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR. TÓNLIST: VIKTOR ORRI ÁRNASON. DANS ARAR: BERGLIND RAFNS DÓTTIR, ELLEN MARGRÉT BÆHRENZ, ÞÓREY BIRGISDÓTT IR, SIGRÍÐUR ÓLÖF VALDI- MARSDÓTTIR, ELÍN SIGNÝ W. RAGNARS- DÓTTIR Það er inn í fjölbreytta flóru íslenskra dansverka sem Unnur Elísabet frumsýnir verkið sitt Vivid nú á milli jóla og nýárs. Þar heldur hún uppi merkjum meira hefðbundinnar danssköpunar þar sem vel þjálfaðir dansarar tjá með hreyfingum, innan vel gerðrar danssköpunar, hugmynd sem er undirstrikuð með áhuga- verðri tónlist og fallegri umgjörð. Unnur hefur þróað sinn ákveðna stíl í danssköpun á undanförnum árum. Verkin hennar eru oftast mjög sjónræn, þau vísa til kvenlegs veruleika, hreyfingar eru í fyrir- rúmi sem tjáningarform og mikið er lagt upp úr danssmíðinni sem slíkri. Það sést á þessari sýningu eins og öðrum sem hún hefur gert að nostrað er við hvert smáatriði. Hreyfingarnar í verkinu, bæði stórar og smáar, einkennast af mýkt. Mikið er um smáar hreyf- ingar sem krefjast nákvæmni, hraða og sterkrar samhæfingar en þó eru aldrei nein læti. Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best. Dans- ararnir ná góðum tökum á öllu hreyfiefninu og gefa því mikla dýpt. Verkið Vivid gerist í full- komnum heimi að því er virðist en afhjúpar um leið yfirborðs- mennsku, tilfinningaleysi, tóm- leika og endurtekningar. Vísað er í þann heim kvenna þar sem áhersla á yfirborðið skiptir meira máli en það sem undir liggur og ekkert má ógna hinni fullkomnu mynd út á við. Hvítir leikmun- ir, borð og stólar og ljósir bún- ingar undirstrikuðu vel stemn- inguna og það sama má segja um hárgreiðsluna en dansararnir báru allar óaðfinnanlegan hnút í hárinu sem haggaðist ekki sama á hverju gekk. Liturinn og áferð- in á samfestingunum og serkjum dansaranna voru mjög passandi og flott en sniðið minnti þó full- mikið á gríðarstór nærföt sem konur klæðast inni á kvennadeild Landspítalans eftir barnsburð og sloppana sem boðið er upp á þegar farið er í krabbameins- skoðun. Upplifun af dansverkum er eins misjöfn og þau eru mörg. Stund- um eru þau þess eðlis að þau ýta við lífsskoðunum manns, stund- um spila þau á tilfinningarnar og í önnur skipti fá þau mann til að hlæja. Vivid er síðan sú teg- und verks sem er fyrst og fremst nautn að horfa á vegna þess hvað það er vandað þó að það búi einn- ig yfir boðskap sem vert er að hugsa um. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Vandað og vel unnið dansverk. Í fullkomnum heimi VIVID „Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best.“ „Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlis- ins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skiln- ingi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgar- leikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheim- ili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkku- heimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafn- ið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungu- málinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verk- inu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“ Harpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldu- nautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leik- ur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helm er leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“ Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“ Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en manns- eðlið er samt við sig. Þetta er inn- blásið verk, þar kemur undir- vitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdótt- ur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýn- inguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bach- mann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver upp- færsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru. gun@frettabladid.is Skemmtilega plottdrifi ð verk Dúkkuheimili Ibsens var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gær. Leikstjórinn Harpa Arnardóttir segir magnað að skynja samtímann gegnum 135 ára gamalt leikverk. LEIKSTJÓRINN „Okkar Dúkkuheim ili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir Harpa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚR SÝNINGUNNI Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum. MYND/BORGARLEIKHÚSIÐ OPIÐ Í DAG 10-13 LOKA DAGUR ÚTSÖLU ÁRSIN S 75%AFSLÁTTURALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000 TÖLVUVÖRUM Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is ENN MEIRILÆKKUNÁ VÖLDUM VÖRUM MENNING Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.