Fréttablaðið - 31.12.2014, Page 56
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 48
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
TÓNLIST ★★★★ ★
Coolboy
Oyama
12 TÓNAR
Það var virkilega spennandi á sínum tíma þegar
heyrðist af tilvist Oyama, íslenskrar hljómsveitar
sem spilaði skóglápstónlist (e. shoegaze). Þær hafa
nefnilega ekki verið margar sveitirnar sem hafa
fetað þessa vandasömu braut effekta og marglaga
hljóðmúraðrar gítarsúpu; allt saman keyrt áfram af
þéttri bassalínu og taktföstum trommuleik. Oyama
tók slaginn og gaf út frumburð sinn í fyrra, stutt-
skífuna I Wanna, en Coolboy, sem kom út á haust-
mánuðum 2014, er þeirra fyrsta breiðskífa.
Nokkuð var rætt um Oyama á árinu þegar lögin
sem líta dagsins ljós á Coolboy voru frumflutt á
tónleikum – jafnvel talað um að hljómsveitin hefði
breytt algerlega um hljóðheim frá fyrra verki –
sem er líklega ofmat, sem betur fer. Réttara væri
að segja að Oyama er enn á sömu braut skóglápsins
en þéttari … betri. Að sækja sér áhrif til sveita eins
og My Bloody Valentine, Ride eða Slowdive er hæg-
ara sagt en gert og nauðsynlegt að vanda til verka.
Upptökustjóri plötunnar, hinn
góðkunni gítarleikari Pétur Ben,
vinnur mikið afrek á plötunni og
greinilegt að framlag hans hefur
skipt miklu máli í að fullkomna
hljóðheim plötunnar en hann er,
tja … mjög pró. Það verður ein-
faldlega að viðurkennast. Þar er
ekki síður mikilvægt framlag
Júlíu Hermannsdóttur og Úlfs
Alexanders Einarssonar, ein-
hvers konar Rachel Goswell
og Neil Halstead Íslands, sem
syngja og radda (með góðri
aðstoð effekta) fullkomlega
til að búa til sveimkennda
þoku sem svífur yfir öllu saman.
Bergur Thomas Andersen fær einnig hrós fyrir
að gersamlega negla hlutverk bassaleikara skó-
glápssveitar.
Erfitt er að velja bestu lög plötunnar sem er í
heild mjög jöfn. Þó eru „The Cat Has
Thirst“, „Siblings“ og „Another Day“
slagarar sem slíkir, þá sérstaklega
melódísk gítarsúpa undir lok síðast-
nefnda lagsins sem hreinlega öskrar
á tónleikaheimsókn, loka augunum og
hreyfa sig í slow-motion – í sömu fót-
sporunum, eins og árið væri 1992.
Björn Teitsson
NIÐURSTAÐA: Eina skóglápshljómsveit Íslands stendur
undir nafni og hefur greinilega tekið miklum framförum
á skömmum tíma.
Allt á réttri leið
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
HOLLYWOOD REPORTER
Jólamyndin 2014
Vinsælasta teiknimynd allra tíma
Aftur í bíó um jólin
Gleðilegt nýtt bíóár
Miðasala á:
UNBROKEN KL. 7.15 – 10
THE HOBBIT 3 3D KL. 2 – 4.15 – 5.30 – 9 – 10.10
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 2 – 4.45 – 6.45
EXODUS KL. 9
MOCKINGJAY– PART 1 KL. 2 – 7
MÖRGÆSIR ÍSL TAL KL. 2 – 4.30
HOBBIT 3 3D 48R KL. 1 – 2.30 – 4.30 – 6 – 8 – 9.30 – 11
HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 1 – 4.30 – 8 – 11
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 1 – 3.30 – 5.45 – 8
EXODUS KL. 6 – 9.30
MOCKINGJAY – PART 1 KL. 10.20
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 1 – 3.30
JÓ LAMYND FJÖ LSKYLDUNNAR
- EMPIRE
SÝNINGARTÍMAR GILDA FRÁ OG MEÐ 1. JANÚAR
HOBBIT 3 3D (48R) 2, 4, 5, 7, 8, 10, 11
NIGHT AT THE MUSEUM 2, 5, 8
NIGHTCRAWLER 10:10
BIG HERO 6 2D 1:50
sýnd í 3d 48 rammaS R
LOKAÐ 31. DESEMBER - OPIÐ NÝÁRSDAG! - SÝNINGARTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FYRIR 1. JANÚAR
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
STÆRSTA OPNUNARHELGI
ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
5%
Ég heyrði á tal afgreiðslustúlknanna frammi í búðinni gegnum jólatónlist-
ina. Ég var á bak við tjald að máta kjól,
taldi mig loksins búna að finna jólakjól-
inn. Mér leiðist ekkert að skoða föt í
búðum og hafði eytt bróðurparti kvölds-
ins í Kringlunni á rápi milli verslana.
Stoppaði í millitíðinni til að fá mér
hressingu, kaffifrappó með þeyttum
rjóma og var einmitt að svolgra í
mig síðasta sopann, rjómablandaðan
úr botninum, þegar ég heyrði aðra
afgreiðslustúlkuna segja við hina að
hún hefði ekkert komist í kvöldmat.
Klukkan var langt gengin í tíu.
ÖNNUR afgreiðslustúlka leitaði
lengi á lagernum fyrir mig að
umbúðum sem ekki sæist í gegn-
um svo sá sem var með mér í
búðinni sæi ekki hvað ég var
að kaupa. Ég tafði hana með
þessu en hún rétti mér pok-
ann brosandi og óskaði mér
gleðilegra jóla áður en hún
sneri sér að næsta. Í annarri
verslun gerði stúlkan á kass-
anum grín að sjálfri sér þegar
hún nefndi allt aðra upphæð við mig en
stóð á skjánum, „það er greinilega komið
að háttatíma hjá mér“, sagði hún hlæjandi.
Strákurinn sem afgreiddi mig í Hagkaupi
rétt fyrir lokun baðst afsökunar á stórum
geispa sem hann gat ekki með nokkru
móti hamið. Spurði mig svo hvort ég væri
ekki bara í góðu skapi samt. Á eftir mér
var löng röð af fólki sem hann átti eftir að
afgreiða en ég dólaði mér heim. Kvöldið
hafði verið hið ljúfasta, hjá mér.
Í BLÖÐUNUM las ég lýsingar starfs-
manns í verslun sem hafði verið sleg-
inn utan undir af viðskiptavini. Öðrum
hafði verið úthúðað fyrir að spyrja hversu
marga poka viðskiptavinurinn ætlaði að
nota og fleiri höfðu verið grættir af arg-
andi frekjuhundum. Dónaskapur gagn-
vart afgreiðslufólki er fastur liður í
jólastressinu, svo fastur að búin voru til
sérstök barmmerki til að minna fólk á að
sýna því kurteisi.
ÞAU sem afgreiddu mig dauðlúin undir
kvöld í Kringlunni þurftu þó engin barm-
merki til að minna sig á að brosa til mín.
Ég vona að þau hafi átt notaleg jól.
Langlundargeð lúinna