Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 4. janúar 2012 Ráðinn framkvæmdastjóri n Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson var metinn hæfastur umsækjenda Þ orvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, AEF. Þegar DV ræddi við Þorvald Lúðvík um hádegisbil á þriðjudag vildi hann hvorki staðfesta ráðn- inguna né neita henni, þrátt fyr- ir ítrekaðar spurningar. „Ég er ekki til viðtals núna,“ sagði Þorvald- ur Lúðvík við DV og sagðist vera á fundi. Hann vísaði á Geir Kristin Aðalsteinsson, stjórnarformann At- vinnuþróunarfélagsins, og kvaddi síðan. Geir Kristinn staðfestir ráðn- inguna. Hann segist hafa beðið Þor- vald um að tilkynna ekki um ráðn- inguna sjálfur. Ráðningarferlið var í höndum Capacent. 37 sóttu um stöðuna og voru 10 umsækjendur boðaðir í viðtal. Meirihluti stjórnar AEF ræddi síðan við fjóra umsækj- endur sem þóttu helst koma til greina. Geir Kristinn segir að það hafi síðan verið öll stjórnin sem tók ákvörðun um að ráða Þorvald Lúð- vík. Geir segir að Þorvaldur Lúðvík hafi verið hæfasti umsækjandinn, bæði í prófum sem lögð voru fyrir umsækjendur og í viðtölum. „Hann var hæfasti umsækjandinn og þess vegna var hann ráðinn.“ Þorvaldur hætti hjá Saga Capi- tal í febrúar á síðasta ári. Í tilkynn- ingu segir Geir Kristinn: „Vegna fyrri starfa sinna hjá Saga Fjárfestingar- banka og sem framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi til ársins 2006 hef- ur Þorvaldur Lúðvík aðstoðað sér- stakan saksóknara í rannsóknum embættisins á málefnum Glitnis og Kaupþings. Stjórn AFE hefur kynnt sér þau mál og þykir ekki ástæða til að efast um hæfi hans vegna þeirra rannsókna. Þorvaldur Lúðvík Umdeild fortíð hans í bankakerfinu kom ekki í veg fyrir að hann væri ráðinn í starfið. Hættir að borða í mótmælaskyni þann tíma fyrst hún var með þjónustu í húsinu fyrir svo við gætum haldið áfram að fara til hans en það fékkst ekki. Þess vegna þurftum við að segja samningnum upp. Svo gat hann ekki fengið meira fjármagn frá borginni.“ Hún segir að það þurfi að hlúa betur að þessum málaflokki. „Fólk dreymir um að fá meira rými fyrir sig sem manneskjur. Ef það gæti fengið persónulegan aðstoðarmann þyrfti það ekki að haga lífi sínu eftir þeirri þjónustu sem það fær. Í sumum tilfellum þarf fólk að vera að komið í rúmið klukkan átta á kvöldin en það er ekki hægt að koma aftur fyrr en klukkan tíu morguninn eftir. Sumir gefast upp og reyna að sætta sig við það sem þeir hafa. En svona einkafyrirtæki verður til af því að það er þörf fyrir það að fólk geti stýrt þjónustunni betur sjálft. Það er ekkert sem segir að aldraðir þurfi að fara á elliheimili eða að ungt fólk sem fatlast þurfi að fara í rúmið klukkan átta. Þetta er spurning um lífsgæði og það að fá að stýra lífi sínu sjálfur, réttinn til að lifa mannsæm- andi lífi. Þetta er réttindabarátta.“ mikið eftir. Auðvitað er erfitt að fara í gegnum þetta með honum en ég vil frekar gera það en að sitja hjá í fýlu yfir því að hann ætli þessa leið. Frekar vil ég styðja hann og hjálpa honum.“ M injasafnið er í hræðilegri stöðu í dag. Það er bara í niðurníðslu og það er ekkert hugsað um það,“ segir Kristinn Þór Egils- son, sonur Egils Ólafssonar sem kom á fót minjasafni í sínu nafni að Hnjóti við Patreksfjörð. Safnið er nú í eigu Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðarhrepps og Kristinn fullyrð- ir að sveitarfélögin hafi látið það drabbast niður síðustu ár. Hann vill meina að langvarandi vand- ræði safnsins megi að miklu leyti rekja til persónulegra deilna hags- munatengdra aðila og því hafi ekki ríkt sátt um úrlausn og meðferð ým- issa mála. Kristinn segir minjasafn- ið eins og það er í dag ekki uppfylla kröfur viðurkennds safns þrátt fyrir að vera skráð sem slíkt. „Gjafabréfið er mjög skýrt“ Safnið er í grunninn 65 til 70 ára gamalt að sögn Kristins en var þó ekki vígt formlega fyrr en árið 1983. Á sama tíma gaf faðir hans Aust- ur-Barðastrandarsýslu, sem nú skiptist í Vesturbyggð og Tálkna- fjarðarhrepp, safnið, með ákveðn- um skilmálum þó. Samráðsnefnd þessara sveitarfélaga hefur séð um að byggja utan um safnið og greiða rekstrarkostnað af húsnæðinu. Eftir að hafa gefið sýslunni safnið hélt Egill áfram að viða að sér mun- um í það en var aldrei á launum né fékk krónu fyrir framlag sitt, að sögn Kristins. Í fyrstu þurfti Egill sjálf- ur jafnframt að greiða starfsmanni safnsins úr eigin vasa. Kristinn segir málið enn sorglegra fyrir vikið. „Það sem menn verða að gera sér grein fyrir er að gjafabréfið er mjög skýrt. Þar skrifuðu fulltrúar viðkom- andi sveitarfélaga á sínum tíma und- ir ákveðna skilmála og þeim ber að fara eftir þeim. Sem þeir hafa ekki gert,“ segir Kristinn. Þegar faðir hans féll skyndilega frá í október árið 1999 átti eftir að skrásetja alla tvö þúsund muni safnsins. Deilur í áratug Minjasafnið að Hnjóti skiptist í raun í tvö söfn. Það er minjasafnið sjálft og svo Flugminjasafn Egils Ólafsson- ar. Kristján segist sjálfur hafa haldið báðum söfnunum gangandi eftir að faðir hans dó. Flugminjasafnið var opnað haustið 2000 og stóð hann í þeirri meiningu að strax í kjölfarið yrði farið í að skrá bæði munina og þær sagnfræðilegu upplýsingar sem þeir hafa að geyma. Það hefur hins vegar ekki enn verið gert og Kristinn hefur áhyggjur af því að þekkingin kunni að glatast. Hann hefur staðið í deilum við sveitarfélögin tvö út af málinu í rúm- an áratug og hefur meðal annars verið gefið að sök að hafa ekki vilj- að láta heimildirnar af hendi. Hann segir það hins vegar mjög erfitt þar sem þær séu að mestu leyti í kollin- um á sér. „Ég er eini aðilinn sem býr yfir þessari þekkingu og vitneskju því ég vann með honum allan þennan tíma,“ útskýrir Kristján. Hann ítrekar þó að fjölmargir hafi komið að stofn- un safnsins með föður hans. Fór fyrir héraðsdóm Málið gekk svo langt síðasta haust að Minjasafnið krafðist þess fyr- ir Héraðsdómi Vestfjarða að fá að gera aðfararbeiðni að ýmsum mun- um sem Kristinn telur persónulega í sinni eigu. Um var að ræða tólf muni en héraðsdómur heimilaði Minja- safninu einungis að taka einn þeirra muna úr vörslu Kristins. „Þetta snýst um að ráðamenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar- hrepps skuli vera svona illa að sér í málefnum Egils Ólafssonar að þeir þurfi að fara með mál fyrir dómstól þrátt fyrir að það sé búið að leggja fram allar upplýsingar um þetta mál.“ Málið þaggað niður Ákveðin tímamót urðu jafnframt í málinu í október þegar Jón Magnús- son, heiðursborgari Vesturbyggðar, boðaði að eigin frumkvæði til fundar að Hnjóti um stöðu safnsins. Hann lagði upp með ákveðna sáttatillögu í samráði við Kristin sem sveitarfélög- unum var boðið að taka. Kristinn segir þó ekkert hafa heyrst frá þeim eftir það og lítur hann svo á að ver- ið sé að reyna að þagga málið niður. Meðal annars vegna klúðursins sem átti sér stað fyrir héraðsdómi. Það getur Kristinn ekki sætt sig við. „Ég hef sagt við mína sveitunga marga hverja að það verði ekki liðið af minni hálfu að við munum skilja við safnið með þessum hætti.“ Hann segir nauðsynlegt að höggvið sé á þennan hnút og allir aðilar sam- mælist um að gera safnið aðgengi- legt fyrir þá starfsmenn sem komi til með að vinna þar í framtíðinni. „Ég er alltaf að standa vörð um safnið sem stofnun. Ég er ekki að gera þetta fyrir mig,“ segir Kristinn að lokum. n Kristinn Þór er ósáttur við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp n Segir nauðsynlegt að skrásetja safnmuni á Hnjóti n Málið fór fyrir héraðsdóm Minjasafn í niðurníðslu „Ég hef sagt við mína sveitunga marga hverja að það verði ekki liðið af minni hálfu að við munum skilja við safn- ið með þessum hætti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Patreksfjörður Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti stendur við Patreksfjörð. Kristinn Þór, sonur Egils, segir safnið vera í niðurníðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.