Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 11
baráttan um bessastaði Fréttir 11Miðvikudagur 4. janúar 2012 Góð tengsl Fáir stjórnmálamenn á Íslandi búa yfir jafn góðu tengslaneti og Ólafur Ragnar. Hvað hann mun taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti er alls óvíst. Möguleikar hans eru þó nánast ótakmarkaðir. Mynd SiGtryGGur Ari Milljón dala tengsl n tengsl Ólafs sögð milljón dala virði n Starf hjá Sameinuðu þjóðunum hugsanlega á döfinni n Forsetinn gríðarlega verðmætur fyrir andstæðinga ESB U m framtíðaráform Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Ís- lands sem segist ætla að láta af embætti í sumar, eru ýms- ar kenningar. Viðmælendur DV telja flestir afar ólíklegt að forsetinn ætli sér aftur í stjórnmálin með því að leiða nýtt stjórnmálaafl gegn ESB-að- ild. Fáir stjórnmálamenn á Íslandi búa yfir tengslaneti af sömu stærðargráðu og Ólafur Ragnar en meðal vina hans eru meðlimir Kennedy-fjölskyldunnar í Bandaríkjunum og Gandhi-fjölskyld- unnar á Indlandi en auk þeirra fyrrver- andi forsetar, utanríkisráðherrar og virt- ir vísindamenn í flestum heimsálfum. Þá er ekki hægt að líta fram hjá tengslum Dorrit Moussaieff en tengslanet hennar er sagt allavega jafnstórt og Ólafs Ragn- ars. Stofnun Ólafs ragnars Gríms- sonar Staða Ólafs Ragnars er því sterk og ekki ólíklegt að hann ætli sér stóra hluti eftir að hann lætur af embætti forseta. Við- mælendur DV telja í því samhengi að líklegt sé að forsetinn ætli í uppbyggingu eigin stofnunar sem verði með svipuð- um hætti og Clinton-stofnun fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna Bill Clinton. Ólafur hefur orð á sér fyrir einstaka hæfileika til að greina eigin stöðu og er sagður hugsa marga leiki fram í tímann. Ekki er talið ólíklegt að Ólafur Ragnar hafi tryggt sér starf hjá stórum alþjóða- samtökum eða stofnun. Þar eru Sam- einuðu þjóðirnar sérstaklega nefndar en starf hjá stofnuninni færi vel með uppbyggingu stofnunar Ólafs. Forsetinn hefur góð tengsl inn í bandarísk og asísk stjórnmál og er góður vinur doktors Raj- endra K. Pachauri sem stýrir IPCCC, vís- indanefnd Sameinu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar. Sá möguleiki er nefndur að Ólaf- ur hafi tryggt sér starf í gegnum tengsl sín við Pachauri. Forsetinn hefur látið sér málefni norðurslóða, opnun sigl- ingaleiða og nýtingu náttúruauðlinda á svæðinu sérstaklega varða. Þá hefur hann verið talsmaður aukinnar nýting- ar vistvænna orkugjafa. Sé það tilfellið er líklegt að Ólafur Ragnar hafi allavega vilyrði fyrir slíku starfi, enda langur að- dragandi að störfum hjá Sameinuðu þjóðunum. Staða hjá Sameinuðu þjóð- unum er líkleg til að styrkja stofnun for- setans, sem er gríðarlega þekktur á al- þjóðavísu, sé miðað við aðra íslenska stjórnmálamenn en þyrfti ef til vill að styrkja nafn sitt lítillega. Það á sérstak- lega við í Evrópu en forsetinn hefur raunar bakað sér nokkrar óvinsældir þar meðal annars vegna framgöngu sinnar í Icesave-málinu. Aðgangur að fjármagni Árið 2008 kom bókin Saga af forseta – Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímsson- ar eftir Guðjón Friðriksson út. Þar er tengslaneti forsetans lýst og haft eftir ónefndum forystumanni bandarísks at- vinnulífs að ekki væri til það stórfyrir- tæki í Bandaríkjunum sem ekki myndi greiða Ólafi milljónir fyrir þann aðgang sem hann hefði í Indlandi og Kína. Er það orðað þannig að tengsl Ólafs séu milljón dala virði. Sem forseti á Ólaf- ur Ragnar rétt á talsverðum launum til æviloka og þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af því að ná endum saman. Þá eru auðævi Dorritar ónefnd en for- setafrúin er vel tengd og afar auðug. Dorrit hefur skapað sér orð hér á landi sem einn helsti talsmaður íslenskra lista og menningar og er sögð nýta tengsl sín við auðmenn og viðskiptalíf til hins ýtr- asta í þágu landsins. Ljóst er að með eig- inkonu sinni býr Ólafur Ragnar yfir gríð- arlegum auð sem mun nýtast í baráttu hans. Mun ekki leiða framboð gegn ESB Framboð með nýju stjórnmálaafli er tal- ið of áhættusamt fyrir Ólaf Ragnar sem ekki geti hætt á að verða óbreyttur þing- maður í stjórnarandstöðu. Það verður þó að teljast ansi líklegt að forsetinn leggi samtökum andstæð- inga lið þegar að því kemur að kjósa um aðild Íslands. Þátttaka Ólafs Ragnars yrði gríðarlegur akkur fyrir baráttumenn gegn aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Orðum Ólafs Ragnars fylgir vigt og tengslanet hans er eins og áður sagði gríðarlegt. Þá er hæfileiki Ólafs til að greina stjórnmálaástandið ómetanlegt fyrir nei-hreyfinguna ákveði hann að leggja baráttunni lið. Fyrir hreyfingu að- ildarsinna yrði virk þátttaka Ólafs Ragn- ars mikið reiðarslag. Síðustu mánuðir Ólafs ragnars „Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs,“ sagði Ólafur við lok nýársávarpsins. Nokk- ur óvissa ríkti í fyrstu um hvort túlka mætti orð forsetans sem svo að hann hygðist klára kjörtímabilið en ekki sitja lengur. „Ólafur Ragnar gerði þjóðinni tilboð í ávarpinu,“ sagði Eiríkur Berg- mann, prófessor í stjórnmálafræði, og átti þá við að Ólafur hygðist leiða stjórnmálaafl inn á þing. Stjórnmála- fræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson túlkaði orð forsetans hins vegar á þá leið að hann væri raunar að kalla eft- ir áskorun um að halda áfram. Sé það raunin er ljóst að áætlun Ólafs Ragnars hefur heppnast enda þegar verið skor- að á forsetann. „Ekki er talið ólíklegt að Ólafur Ragnar hafi tryggt sér starf hjá stórum alþjóðlegum samtökum eða stofnun Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Andri Snær Magnason Ari Gunnarsson Ari Trausti Guðmundsson Árni Páll Árnason Ásdís Rán Bergþór Pálsson Björk Guðmundsdóttir Bogi Ágústsson Dorrit Moussaieff Edda Björgvinsdóttir Egill Helgason Einar Garðar Hjaltason Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðbjartur Hannesson Guðfinna Bjarnardóttir Guðmundur Andri Thorsson Guðni Ágústsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Hákon Þór Sindrason Heiðdís Steinsdóttir Hjálmar Jónsson Hörður Torfason Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jakob Frímann Magnússon Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Bjarnason Jón Ormur Halldórsson Jón Þór Ásgrímsson Kristín Ingólfsdóttir Mugison Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur Stefánsson Rannveig Rist Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Sigríður Þorgeirsdóttir Sigurður Pálsson Stefán Haukur Jóhannesson Stefán Jón Hafstein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Vilhjálmur Bjarnason Þorsteinn Már Baldvinsson Þóra Arnórsdóttir Þórarinn Eldjárn Þórólfur Árnason Þau voru líka nefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.