Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 22
Saknar Gunnu Dísar n Svekktur yfir að hafa ekki birst í Skaupinu E ins og nafnið gefur til kynna verða þetta hlut- ir og fólk sem mér þyk- ir áhugavert,“ segir út- varpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson sem hefur tekið sér mánaðarfrí frá útvarps- þættinum vinsæla Virkum morgnum til að taka upp nýjan sjónvarpsþátt. Þátt- urinn er óbeint framhald af Andra á flandri og ber nafnið Andraland. „Í þetta skiptið er ég ekki að ferðast um á hús- bíl og verð ekki heldur með hund með mér. Núna verð ég innan borgarmarkanna og gef viðmælendum mín- um lengri tíma. Þetta verður líka miklu fróðlegra en áður,“ segir Andri og bætir við að hann muni til dæmis ganga í starf fangavarðar á Áttunni á Skólavörðustígnum. „Svo fer ég að veiða með Geira Sæm eitíspoppara og heimsæki mann sem safnar skrítnum hlutum í plastumbúðum, sem er alveg magnaður. Svo er það eitt og annað,“ segir hann og bætir við að áhuga- verða karaktera sé ekki að- eins að finna úti á landi. Andraland verður sýnt í lok febrúar og í mars á RÚV. Meðan á tökum stendur fyllir Gunna Dís í skarð Andra með hinum ýmsu staðgenglum en þessa vikuna er það leikarinn Gunnar Hansson sem stend- ur vaktina. Andri mætir þó í hljóðverið alla föstudaga svo aðdáendur hans þurfa ekki að örvænta. Aðspurður segist Andri búast við því að Gunna Dís sé kát með skiptin. „Hún er bara guðslifandi fegin að losna að- eins við mig. Ég sakna henn- ar samt en það er ágætt að taka sér smáfrí frá hvort öðru. Ef þetta væri kostur í alvöru samböndum myndu örugg- lega allir gera það. Taka sér frí hvort frá öðru í einn mán- uð á ári.“ Vísað var til Andra á flandri í áramótaskaupinu og Andri var alsáttur við skaup- ið. „Það er mikill heiður að vera hluti af skaupinu. Ég var samt mest svekktur yfir að það lék mig enginn. Það hefði verið gaman. Ég veit ekki hver hefði verið bestur í hlutverkið, einhver þrek- lega vaxinn, fallegur íslensk- ur karlmaður. Ekkert annað kæmi til greina.“ 22 Fólk 4. janúar 2012 Miðvikudagur Fögnuðu nýju ári í Ameríku Fjölmiðlamaðurinn Þór- hallur Gunnarsson fagn- aði nýju ári á Times Square í New York ásamt konunni sinni glæsilegu, flugfreyj- unni Brynju Nordquist. Parið hefur því átt kost á að berja stórstjörnuna Lady Gaga augum þar sem söngkonan var í aðalhlutverki ásamt borgarstjóranum Michael Bloomberg þegar talið var niður í nýja árið. Fjölmiðla- maðurinn Egill Helgason, sem einnig starfar hjá Sjón- varpinu, var einnig staddur í Ameríku þegar nýja árið gekk í garð en samkvæmt fésbókinni var Egill staddur í Boston. Heilsan alltaf í fókus Nú þegar landsmenn fjöl- menna í líkamsræktarstöðv- arnar til að brenna jóla- syndunum er um fátt annað rætt en heilsuátak og hollt mataræði. Líkamsræktar- og útvarpsmaðurinn Ívar Guð- mundsson segist hins vegar vilja eyða orðinu „heilsu- átak“ úr íslenskri tungu. Að hans sögn á heilsan ekki að vera átak heldur ávallt í fókus. „Þetta er svipað og ef maður færi í bílaátak. Að hafa bílinn í lagi í janúar og september en láta hann svo grotna niður þess á milli,“ skrifar Ívar á fésbókarsíðu sína og hefur eflaust rétt fyrir sér. Andraland Nýr þáttur Andra Freys heitir Andraland og er óbeint framhald af Andra á flandri. U m fátt annað er rætt fyrstu daga ársins en áramótaskaupið 2011 sem þótti óvenju beitt. Hörðustu skot- unum var skotið að Bjarna Benediktssyni. Þar var flutt lagið Gull af mönnum og gert grimmt grín að landsfundi Sjálfstæðis- manna og Bjarna Benedikts- syni formanni flokksins. Skop- ast er að þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis í íslenskum stjórn- málum og að Bjarni Benedikts- son hafi verið endurkjörinn formaður. „Það eru allir búnir að gleyma Vafningsdrullunni og Sjóvár-svindlinu og N1-rugl- inu og fylgistapinu og fjárhag flokksins og öllu þessu drasli og bara maka á mig atkvæð- um!“ segir Bjarni, sigri hrós- andi eftir kjör sitt, í túlkun áramótaskaupsins. Bjarni Benediktsson for- maður Sjálfstæðisflokksins var ekki ánægður með atriðið. „Þetta var háð án ádeilu,“ sagði hann um skaupið í sam- tali við blaðamann og segist annars ekkert vilja tjá sig um þá revíu sem skaupið er. ,,Það var margt skemmti- legt í áramótaskaupinu enn annað ekki,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, á Facebook- síðu sinni. „Ég er þeirrar skoð- unar að: það sé ekki í lagi að hæða fólk fyrir persónuleg málefni (eins og hvert sé fað- erni ófædds barns), ekki sé í lagi að nota fatlaða einstak- linga til að gera grín að þjóð- þekktu fólki undir formerkj- um kynbótastefnu, ekki sé í lagi að staðhæfa að menn hafi framið stórfellt lögbrot án þess að nokkur fótur sé fyrir því, að ekki sé í lagi að nota sorgleg- ustu atburði í sögu Noregs í einhverju sprelli“ Ánægð með viðbrögðin Leikstjóri áramótaskaupsins er Gunnar Björn Guðmunds- son og handritshöfundar ásamt honum þau Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirs- son, Hjálmar Hjálmarsson, Örn Úlfar Sævarsson og Bald- vin Z.  Anna Svava Knútsdótt- ir segir eðlilegt að einhverjir þeirra sem verða fyrir barðinu á skaupinu eigi bágt með að leyna sárindum sínum. Sjálf segist hún hins vegar lítið heyra af neikvæðri gagnrýni. „Ég er reyndar mjög ánægð með viðbrögð sem ég hef feng- ið við áramótaskaupinu í ár. Varðandi atriði með fötluð- um einstaklingum þá er rétt að taka það fram að þau voru fengin sérstaklega til að leika í skaupinu og það var enginn að gera grín að þeim. Þau stóðu sig einna best af öllum leikur- um í áramótaskaupinu í ár og áttu stórleik. En svo það sé á hreinu þá er þetta grín. Þetta er skemmtiþáttur og þótt við styðjumst við raunveruleikann er hann bjagaður til að þjóna gríni. Jóhanna Sigurðardóttir segir auðvitað ekki „fokkins“ í öðru hverju orði og þar fram eftir götunum!“ Karnival okkar tíma Örn Úlfar Sævarsson tek- ur undir með Önnu Svövu og er stoltur af árangrinum. „Áramótaskaupið svarar al- gjörlega fyrir sig sjálft,“ seg- ir hann. „Skaupið er karnival okkar tíma, tækifæri fyrir al- þýðuna í landinu til setjast í öndvegi eina kvöldstund og hlæja að alls kyns leiðtogum hvort sem er í stjórnmálum, listum eða fjölmiðlum. Ég er bara mjög ánægður og stoltur af því að hafa fengið að taka þátt í þessu erfiða en skemmti- lega verkefni.“ n Beitt áramótaskaup n Hörðustu skotin að Sjálfstæðisflokknum n Bjarna Benediktssyni fannst grínið innihaldslaust n Tryggvi Þór ósáttur við skaupið n Handritshöfundar ánægðir Sjálfstæðismenn sárir yfir skaupinu Bjarni í pontu á landsfundi Bjarni Benediktsson táraðist meðan hann flutti eftirminnilega ræðu á landsfundi sjálfstæðismanna árið 2011. Ekki í lagi Ekki í lagi að nota fatlaða einstaklinga til að gera grín að þjóðþekktu fólki, segir Tryggvi Þór Herbertsson. Gagnrýni á fatlaða leikara á ekki rétt á sér „Það var enginn að gera grín að þeim. Þau stóðu sig einna best af öllum leikurum í Áramótaskaupinu í ár,“ segir Anna Svava sem er ánægð með viðtökurnar. Gull af mönnum Hörðustu skotunum í skaupinu í ár var beint að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagði grínið enga ádeilu. Ástir aðstoðarmanna: Eyddu jólun- um í París Kristján Guy Burgess, að- stoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utan- ríkisráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Steingríms J. Sig- fússonar atvinnuvegaráð- herra, eru nýtt og glæsilegt par í stjórnsýslunni. Ástar- sambandið sem hófst fyrir nokkru er hið innilegasta en parið eyddi jólunum í borg ástarinnar, París.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.