Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 14
14 Neytendur 4. janúar 2012 Miðvikudagur M argar verslanir byrjuðu með útsölu í vikunni og ætla má að landsmenn reyni að gera góð kaup á hinum ýmsu vörum. Í Kringlunni og Smáralind hófst út- salan í byrjun vikunnar og stendur yfir út janúar. Að venju taka svo við götumarkaðir þegar útsölulok verða. DV fékk upplýsingar um þá afslætti sem nokkrar verslanir bjóða upp á en segja má að algengasti afsláttur- inn sé á milli 30 til 40 prósent. Nokkr- ar verslanir hafa lækkað verð á öllum vörum en sums staðar voru valdar vörur á allt að 75 prósenta afslætti. Þannig gæti fólk fundið ný jakkaföt á 70 prósenta afslætti og sjónvarp á 65 prósent lægra verði en áður. Mun lækka enn meira Þeir kaupmenn sem rætt var við voru sammála um að útsölurnar hafi far- ið vel af stað og margt hafi verið um manninn. „Þetta lítur vel út og fólk var greinilega farið að bíða eftir út- sölunni,“ sagði einn þeirra og annar nefndi að salan hefði verið ótrúlega góð strax fyrsta daginn. Þeir voru einnig sammála um að verðlækk- anir séu með svipuðu sniði og fyr- ir ári. Einnig má búast við að verð lækki enn frekar eftir því sem líður á mánuðinn. Það verður því væntan- lega hægt að gera betri kaup síðar en auðvitað er sú hætta til staðar að flík- in eða hluturinn sem óskað er eftir verði uppseldur. Fyrir alla fjölskylduna 66°Norður er með útsölumarkað í Faxafeni en þangað fara eldri vörur allt árið um kring. Þar má fá eldri týpur af flíkum á 30 til 50 prósenta af- slætti. Cintamani er með svipað kerfi en útsölumarkaðurinn er í Garða- bæ. Þar má finna eldri vörur á af- slætti sem er um það bil 30 til 40 pró- sent. Debenhams býður upp á afslátt á milli 30 og 70 prósenta á völdum vörum. Þar fengust þær upplýsingar að þetta væri stærsta útsalan fram til þessa. Afsláttur er svipaður og áður en þær vörur sem fara á útsölu eru mun fleiri. „Við sáum hvað eftir- spurnin var mikil og settum fleiri nýj- ar vörur á útsölu,“ segir starfsmaður Debenhams. Hjá ZO-ON er 20 til 40 prósenta afsláttur á flest öllu. Útsalan í Hagkaupi er á svipuðum nótum og undanfarin ár en þar er boðið upp á verðpunkta sem gefa allt frá 30 til 50 prósenta afslátt. Eins eru einstaka til- boð í boði. Snyrtivörur Í Make Up Store fara valdar vörur á útsölu og eru á 20 til 70 prósenta af- slætti. Þar má finna bæði eldri og nýjar vörur, meðal annars það sem kom nýtt inn fyrir jólin. Body Shop býður að mestu leyti upp á 40 til 50 prósenta afslátt en sumar vörur eru þó með 60 prósenta afslætti. Það eru aðallega jólavörurn- ar sem fara á útsölu en einnig koma inn gamlir gullmolar sem verslunin pantar inn fyrir útsölurnar. Það eru hlutir sem eru hættir í daglegri sölu en koma inn tvisvar á ári þegar útsöl- ur byrja. Þar fengust þær upplýsing- ar að afsláttur sé svipaður og áður en vöruúrvalið sé meira. Herrarnir Dressmann býður afslátt upp á 50 til 70 prósent af völdum vörum og eru það aðallega peysur og gallabux- ur. Valin jakkaföt og Rolling Stones- peysur eru með 70 prósent afslátt, svipað og hefur verið áður. Þegar líður á útsölu bætast 3 fyrir 2-tilboð við. Í Boss eru allar vörur á 30 pró- senta afslætti en það er sama tilboð og var í fyrra. Þar er búist við að út- salan standi langleiðina út janúar. Herragarðurinn býður einnig 30 pró- senta afslátt á öllum vörum en sam- kvæmt venju er búist við að hann fari upp í 40 prósent á völdum vörum þegar líður á útsöluna. „Það fer að- eins eftir því hvernig landinn tekur í útsölurnar,“ sagði starfsmaður þar. Í Jack & Jones er boðið upp á 3 fyrir 2 út þessa viku en í næstu viku hefst útsalan. Þá verða allar flíkur á 30 pró- senta afslætti. Börnin Í Englabörnunum fást allar vörur á 30 prósenta afslætti en afsláttur mun hækka og fer stighækkandi eftir því sem líður á útsöluna. Í Polarn O. Py- ret er 40 prósenta afsláttur af öllum vörum nema útifatnaði. Hann er á 20 prósenta afslætti sem er tilboð með- an á útsölunni stendur. Skór Bianco Footwear býður 40 prósenta afslátt af völdum vörum og 10 pró- sent af nýjum vörum. Þær upplýsing- ar fengust að afsláttur hækki líklega þegar líður á útsölur eins og annars staðar. Í BossaNova eru valdir skór á 30 til 40 prósenta afslætti. Það er meirihlutinn en þó ekki þeir sem komu inn rétt fyrir jól. Þegar líður á útsölur mun afsláttur hækka í 50 pró- sent og svo enn meira þegar götu- markaðurinn í Kringlunni byrjar. Í Ecco eru valdar týpur af skóm á 30 prósenta afslætti en það eru allt nýj- ar týpur og í Kaupfélaginu eru valdir skór á 40 prósenta afslætti. Tækjabúðir Í Sony Center er reynt að setja af- slátt á allt en þar má fá 10 til 20 pró- senta afslátt á stærri hlutum, svo sem sjónvörpum, tölvum, spjaldtölvum og svo framvegis. Smávaran er þó á upp undir 40 prósent. Sjónvarps- miðstöðin býður afslátt á milli 15 og 60 prósenta á völdum vörum. Þar er hægt að gera góð kaup á til að mynda sjónvörpum og til dæmis hefur 50 tommu Panasonic-sjónvarp lækkað úr 350.000 í 230.000. Mikið af sjón- vörpum og öðrum raftækjum svo sem heimabíóum, hljómtækjum og hátölurum er á góðu verði. Önnur smáravara er flest á 15 prósenta af- slætti. Heimilistæki býður allt frá 10 til 75 prósenta afslátt af langflestum vörum. Sjónvörpin eru með á milli 5 til 25 prósenta afslátt en mestur af- sláttur er til dæmis á pottum. Útsalan stendur í þrjár vikur en ekki er hefð fyrir því að lækka verðið í lokaútsölu. Epli.is er með ýmsa fylgihluti á af- slætti og hafa þeir lækkað um 15 til 50 prósent. Tölvurnar sjálfar eru ekki á afslætti en til dæmis eru tölvutösk- ur á helmingsafslætti og einnig má fá þar myndavél á 43 prósenta afslætti. Unglingarnir Outfitters Nation býður upp á 30 til 40 prósenta afslátt á öllum vörum nema nýjum. Eins eru sérvaldar gallabuxur á útsölunni. Í Smash er um það bil helmingur á 40 prósenta afslætti og afgangurinn, nýjar vörur sem teknar voru inn fyrir jól, eru á 10 prósenta af- slætti. Dömurnar Í Company´s eru allar vörur á 40 pró- senta afslætti en gera má ráð fyrir að verð lækki enn frekar þegar líður á mánuðinn. Friis Company býður 40 prósenta lækkun á öllum vörum nema nýjum. Auk þess eru í verslun- inni tilboðsskálar með hlutum á til dæmis 500 krónur. Langflestar vörur í Warehouse eru á 40 prósenta afslætti en einnig má finna nokkrar á 70 pró- senta afslætti. Þar er einnig tilboðsslá með flíkum á 1.500 til 3.500 krónur en það eru einungis þær sem komu inn fyrir jól sem eru ekki á afslætti. Í Top Shop er boðið upp á 30 til 70 prósenta afslátt á völdum vörum sem mun væntanlega hækka eftir því sem líð- ur á útsölu. Þar eru flestar vörur á af- slætti til að rýma fyrir nýjum vörum. Gyllti kötturinn selur allan fatnað og skó á 50 prósenta afslætti núna fyrir utan sokkabuxur og skartgripi. Það má jafnvel búast við að afsláttur verði enn meiri eftir því sem á líður. Þar endar útsalan á svokölluðum poka- dögum en þá er hægt að kaupa stór- an poka á 15.000 krónur og lítinn á 10.000 krónur en fyrir þann pening má fylla pokann af fötum. Heimilið Hjá IKEA fengust þær upplýsingar að útsala verði á vörum í öllum deild- um að undanskildum veitingastað og sænska matarhorninu. Það sé um það bil fjórðungur af vöruúrvali IKEA. Afslátturinn er mismikill milli vöru- númera en er á bilinu 10–70 prósent. Í Rúmfatalagernum eru valdar vörur úr öllum flokkum á 10–70 prósenta afslætti. n Hægt að gera góð kaup á útsölunum í ár n Það má fá 50 tommu sjónvarp á 65 prósenta afslætti n Jakkaföt á 75 prósenta afslætti n Verð mun lækka enn frekar í mörgum búðum Gerðu góð kaup á útsölunum Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Þetta lítur vel út og fólk var greinilega farið að bíða eftir ústölunni. Í Kringlunni Það var fjöldi viðskiptavina í Kringlunni á upphafsdegi útsölunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.