Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 4. janúar 2012 Miðvikudagur Hærri aldur er áhættuþáttur n Niðurstöður íslenskra vísindamanna á afdrifum ættleiddra barna H ópur íslenskra sálfræðinga, sál- fræðinema, félagsráðgjafa og lækna stóðu að rannsókn um afdrif barna sem ættleidd eru frá útlöndum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins undir nafninu Afdrif barna á Ís- landi sem eru ættleidd erlendis frá og leiða þær í ljós að þau börn sem eru ættleidd hingað til lands eru líklegri til að sýna einkenni geð- og hegðun- arvanda en önnur börn. Ennfrem- ur leiddi rannsóknin í ljós að hærri aldur við ættleiðingu sem og dvöl á stofnun áður en börnin koma til kjör- forelda virðast vera áhættuþættir og „mikilvægt sé að kjörforeldrar sem og aðrir sem umgangast ættleidd börn séu upplýstir um þetta, því íhlutun snemma gæti bætt stöðu barnanna.“ Íslensk ættleiðing, samtök sem hafa staðið fyrir ættleiðingum erlendra barna hingað til lands, aðstoðaði við útsendingu spurningalistanna sem voru notaðir við rannsóknina og voru þau börn sem tóku þátt í rannsókninni fundin með aðstoð þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl áhættuþátta fyrir ættleið- ingu og ákveðinna geðrænna erfið- leika, metið með stöðluðum kvörðum hjá börnum sem hafa verið ættleidd frá útlöndum, en síðastliðin þrjátíu ár hefur á annan tug barna verið ætt- leiddur til landsins á ári hverju. Í úrtakinu voru foreldrar 276 barna á aldrinum eins til átján ára. Svör bár- ust frá foreldrum 130 barna, og svar- hlutfall var 47 prósent. Höfundar rannsóknarinnar eru Málfríður Lorange sálfræðingur, Krist- ín Kristmundsdóttir félagsráðgjafi, Guðmundur Skarphéðinsson sálfræð- ingur, Björg Sigríður Hermannsdóttir sálfræðinemi, Linda Björk Oddsdóttir sálfræðinemi og Dagbjörg B. Sigurðar- dóttir læknir. hanna@dv.is Snerting er mikilvæg börnum Mikil- vægt er að munaðarlaus börn dvelji sem styst á stofnunum til að koma í veg fyrir geð- og hegðunarvanda. Meint nauðgun Gillz: Rannsókn lýkur í þessari viku „Við ætlum að reyna að ljúka rannsókninni í þessari viku,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, að- spurður um það hvernig rannsókn á nauðgunarkæru sem var lögð fram gegn Agli Einarssyni, Gillz, og kærustu hans miðar. Búist var við því að rannsókninni lyki jafn- vel milli jóla og nýárs en Björgvin segir að það verði vonandi í þess- ari viku. Þá verður málið sent til ríkissaksóknara sem fer yfir gögn málsins og tekur ákvörðun um ákæru. Egill og kærasta hans voru kærð fyrir nauðgun í byrjun des- ember þegar að átján ára stúlka lagði fram kæruna. Stúlkan leitaði á neyðarmóttöku eftir atburðinn í fylgd vinkvenna sinna. Vitni segja að stúlkan hafi verið í miklu upp- námi og óttasleginn. Það hafi ekki farið á milli mála að hún hefði orðið fyrir áfalli. Stúlkan kærði atvikið nokkrum dögum síðar. Stúlkan sem er rétt nýorðin átján ára kannaðist við Egil, en hann var einkaþjálfari hennar. Hún bar því við að hún hefði treyst honum. Hún hitti hann á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og ætlaði stúlkan að verða samferða Agli og kærustu hans á annan skemmti- stað. Vinkona hennar hafi einnig ætlað með en parið meinað henni það. Ferðin hafi hins vegar tekið óvænta stefnu þegar konan end- aði heima hjá manninum, án þess að hafa ætlað sér það. Þar segir hún að ofbeldið hafi farið fram. Egill segir að nauðgunar- ákæran sé aðeins til þess fallin að sverta mannorð hans og eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Björgvin sagðist ekki geta gefið frekari upplýsingar um rannsókn málsins þegar DV leitaði eftir því og sagði málið í farvegi innan lög- reglunnar. K ona, sem hafði haft í hótun- um við starfsfólk og fram- kvæmdastjóra Íbúðalána- sjóðs bæði skriflega og í síma, fór á skrifstofu sjóð- sins rétt fyrir jólin og hafði þar í hót- unum við starfsmann. Konan hót- aði starfsfólki sjóðsins lífláti og hafði sent fjölmörg hótunarbréf þess efn- is. Framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs segir að þrátt fyrir að slíkar hótanir séu ekki mjög algengar komi reglulega upp slík tilfelli. Í alvarleg- um tilfellum er starfsfólki boðin að- stoð og jafnvel að fylgst verði með heimili þeirra til að tryggja öryggi þeirra. Kært til lögreglunnar „En það er rétt, hún sendi líflátshót- anir á mig og aðra starfsmenn,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs. „Fyrst voru þetta hótanir sem bárust starfsfólki í tölvupósti og í síma. Málið var til- kynnt til lögreglu á þeim tíma en síð- an kom konan hérna í afgreiðsluna og var nokkuð æst. Hún ræddi við starfsmann í afgreiðslunni í nokk- urn tíma og þetta fór allt vel á end- anum og hún yfirgaf svæðið án þess að eitthvað frekara gerðist,“ segir Sig- urður og undirstrikar að hótanir séu ólíðandi og að málið hafi verið sent til lögreglu. Slík mál eru alltaf kærð til lögreglu af Íbúðalánasjóði enda ólíðandi að starfsfólki sé hótað með þessum hætti. „Þetta fer í farveg og væntanlega munum við kæra þetta atvik, ef það er ekki þegar búið að gera það,“ segir Sigurður. Mikið álag Starfsfólk Íbúðalánasjóðs vinnur undir miklu álagi og eftir hrun er fólki oft ansi heitt í hamsi þegar það á í samskiptum við sjóðinn. „Eftir hrun hefur það verið meira áberandi að fólk sendi hótanir. Það hafa bor- ist hótanir, bæði beinar og það hefur verið látið að því liggja að um hótun sé að ræða. Þetta beinist oft að ein- stökum starfsmönnum og það hefur verið tekið á því,“ segir Sigurður. „Við bjóðum fólki upp á aðstoð ef það er leitað eftir því,“ segir hann varðandi það hvort starfsfólk fái einhverja að- stoð við að jafna sig eftir slík tilfelli. „Ef þetta er mjög alvarlegt, og það hafa komið upp atvik sem við höfum talið vera mjög alvarleg, þá höfum við boðið fólki að vera með vakt við heimili þeirra,“ segir hann. Það hefur þó ekki komið til þess en í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem hafi ofbeldisdóma á bakinu. „Þá beind- ist hótunin að starfsmanni og fjöl- skyldu hans, en viðkomandi starfs- maður mat það svo að ekki væri þörf á slíkri vakt,“ segir Sigurður. „Við tök- um þetta mjög alvarlega og höfum reynt að styðja við okkar starfsfólk og standa við bakið á því. Það er auðvi- tað ólíðandi að starfsfólk okkar þurfi að sitja undir svona hótunum.“ n Starfsfólki býðst að fá vakt við heimili sín n Fleiri hótanir hafa borist eftir hrun n Ólíðandi að starfsfólk þurfi að sitja undir svona hótunum, segir framkvæmdastjóri Hótaði starfsmönnum Íbúðalánasjóðs lífláti „Ef þetta er mjög alvarlegt, og það hafa komið upp atvik sem við höfum talið vera mjög alvarleg, þá höfum við boðið fólki að vera með vakt við heimili þeirra. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Hótaði framkvæmdastjóra Konan hótaði Sigurði Erlingssyni og starfsfólki Íbúðalána- sjóðs öllu illu og meðal annars lífláti. Starfsfólki býðst gæsla Boðið er upp á vakt við heimili starfsfólks í alvarlegum atvikum. Dæmdur ofbeldismaður hafði í hótunum við starfsmann og fjölskyldu hans. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.