Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 10
baráttan um bessastaði 10 Fréttir 4. janúar 2012 Miðvikudagur Davíð Oddsson Aldur: 63 ára  Menntun: Lögfræðingur Maki: Ástríður Thorarensen n Bakgrunnur: Davíð er einn sigursælasti og vinsælasti, en um leið umdeildasti, stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Hann var borgar- stjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004, utanríkis- ráðherra frá 2004 til 2005 og for- maður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005. Davíð gegndi stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans 2005 til 2009 en hefur frá því í sept- ember 2009 stýrt Morgunblaðinu. n Það sem fólk hafði að segja: „Kann að hafa stjórn á landinu.“ „Hann er mesti leiðtogi sem Íslands hefur alið af sér.“ n Hvað segir Davíð? „Nei, hef ekki spáð í þetta, Ég er í öðru,“ sagði Davíð þegar leitað var til hans um mögulegt framboð. Ómar Ragnarsson Aldur: 71 árs  Menntun: Atvinnuflug- mannspróf  Maki: Helga Jóhannsdóttir n Bakgrunnur: Ómar er einn þekkt- asti fjölmiðlamaður þjóðarinnar en í seinni tíð hefur hann snúið sér að stjórnmálum. Hann var fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi frá árinu 1969. Barátta hans fyrir náttúruvernd hefur vakið athygli víða en hann var einn af stofnendum stjórnmálaflokksins Íslandshreyf- ingarinnar sem síðar rann inn í Sam- fylkinguna. Hann var einn þeirra sem valinn var sem fulltrúi í stjórnlagaráð. n Það sem fólk hafði að segja: „Heill, skynsamur, með bein í nefinu, mannasættir og fjölhæfur.“ „Fáir sem þekkja betur skapið í þjóðarsálinni.“ n Hvað segir Ómar? „Ég er upp fyrir haus í verkefnum sem ég er að velta vöngum yfir, en ekki þessu,“ sagði Ómar við DV.is og virtist ekki vera að íhuga framboð. Herdís Þorgeirsdóttir Aldur: 57 ára  Menntun: Doktor í lögum, með lögmannsréttindi og stjórnmála- fræðingur  Hjúskaparstaða: Fráskilin n Bakgrunnur: Herdís hefur gegnt stöðu prófessors við Háskólann á Bifröst. Í júlí árið 2009 var Herdís kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og starfar fyrir Evrópuráðið á sviði mannréttinda. n Hvað segir Herdís? „Það er heiður að vera nefnd í þessu sambandi,“ segir Herdís þegar blaðamaður DV tilkynnti henni að fjöldi lesenda hefði tilnefnt hana sem mögulegan eftirmann Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Herdís vildi ekki segja til um hvort hún íhugi framboð en ítrekaði að henni þætti heiður að hugsað hafi verið til hennar. Þorsteinn Pálsson Aldur: 57 ára  Menntun: Lögfræðingur Maki: Ekkill n Bakgrunnur: Þorsteinn hefur gegnt embætti fjármála-, forsætis-, sjávarútvegs- og dóms- og kirkju- málaráðherra. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi árið 1983 og gegndi stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins á árunum 1983 til 1991. Hann rit- stýrði fréttablaðinu Vísi á árunum 1975–1979 og Fréttablaðinu á ár- unum 2006–2009. Hann er fulltrúi í samninganefnd Íslands sem fer með samningaviðræður við Evrópusam- bandið. n Hvað segir Þorsteinn? „Ég hef ekki velt því fyrir mér,“ sagði Þor- steinn þegar DV náði tali af honum. Jón Gnarr Aldur: 45 ára  Menntun: Grunnskólapróf Maki: Jóhanna Jóhannsdóttir n Bakgrunnur: Jón er einn þekktasti grínisti landsins en hann hefur komið víða við. Sjálfur segir hann að hann hafi fyrst fundið sína hillu sem starfs- maður á Kópavogshæli á níunda áratug síðustu aldar. Hann hefur starfað sem leigubílstjóri en árið 1994 hóf hann störf í útvarpi ásamt Sigur- jóni Kjartanssyni. Síðan hefur hann starfað í sjónvarpi og komið fram á sviði. Árið 2009 stofnaði Jón Besta flokkinn sem hann leiddi til sigurs í borgarstjórnarkosningum ári síðar. n Það sem fólk hafði að segja: „Öfgalaus húmoristi og veit meira en flestir halda.“ „Með hjartað á réttum stað.“ n Hvað segir Jón? „Ég er náttúrlega bara nýbúinn að frétta að fólk sé að stinga upp á mér sem forseta og auð- vitað finnst mér það gleðilegt, það kitlar aðeins,“ sagði Jón Gnarr borgar- stjóri við fréttastofu stöðvar 2. Páll Skúlason Aldur: 68 ára  Menntun: Heimspekingur Maki: Auður Birgisdóttir n Bakgrunnur: Páll er hvað þekktastur fyrir að hafa starfað sem rektor Háskóla Íslands á árunum 1997 til 2005. Hann hafði áður starfað sem lektor og síðar prófessor við í heim- speki við skólann. Nafn Páls hefur áður verið nefnt í tengslum við for- setaframboð en hann hefur hingað til ekki gefið kost á sér. Páll hefur skrifað nokkurn fjölda heimspekirita og hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands. n Það sem fólk hafði að segja: „Hefur allt það sem þarf til að gegna embætti forseta Íslands.“ „Klár, heiðvirður og vandaður í alla staði.“ n Hvað segir Páll? „Nei ég hef ekkert skoðað þetta,“ sagði Páll. Ólafur Ragnar Grímsson Aldur: 68 ára  Menntun: Stjórnmála- fræðingur Maki: Dorrit Moussaieff n Bakgrunnur: Ólafur er forseti Íslands en hann lýkur sínu fjórða kjör- tímabili í embætti á árinu. Hann var fyrst kjörinn forseti árið 1996. Áður hafði hann setið á þingi á árunum 1978 til 1983 og svo aftur 1991 til 1995. Á árunum 1988 til 1991 var hann fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Ólafur var fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í stjórnmálafræði en hann starfaði um árabil sem lektor og síðar prófessor við Háskóla Íslands. n Það sem fólk hafði að segja: „Hann hefur staðið sig vel sem verndari lýðræðis á Íslandi.“ „Hann hlustar á þjóðina.“ Kristinn Sigmundsson Aldur: 61 árs  Menntun: Líffræðingur og óperusöngvari  Maki: Ásgerður Þórisdóttir n Bakgrunnur: Kristinn er einn af okkar fremstu óperusöngvurum. Hann er menntaður líffræðingur frá Háskóla Íslands en hann var kennari áður en hann hóf söngnám. Hann nam fyrst við Söngskólann í Reykjavík en síðar við óperudeild Hochschule für Musik und dar- stellende Kunst í Vínarborg. Hann hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk bæði hér heima og erlendis. n Það sem fólk hafði að segja: „Hann gæti hafið embættið til þeirrar virðingar sem það hafði.“ „Hefur þá kosti sem þjóðhöfðingi þarf að hafa.“ Ragna Árnadóttir Aldur: 45 ára  Menntun: Lögfræðingur Maki: Magnús Jón Björnsson n Bakgrunnur: Ragna var dóms- málaráðherra í minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinn- ar eftir hrun. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og var sama ár ráðin sem lög- fræðingur við nefndadeild Alþingis. Árið 1995 var hún svo ráðin sem sérfræðingur við skrifstofu Norður- landaráðs þar sem hún starfaði til ársins 1999. Í dag starfar Ragna sem skrifstofustjóri hjá Landsvirkjun. n Það sem fólk hafði að segja: „Stóð sig vel í ráðherraembætti, var málefnaleg og ekki pólitísk.“ n Hvað segir Ragna? Ekki náðist í Rögnu vegna málsins en í samtali við fréttavefinn Smuguna í fyrra sagði Ragna að sér þætti vænt um þann hlýhug sem henni væri sýndur, en þá bar nafn hennar einnig á góma í sambandi við forsetaembættið. Þorvaldur Gylfason Aldur: 61 árs  Menntun: Hagfræðingur Maki: Anna Karitas Bjarnadóttir n Bakgrunnur: Þorvaldur hlaut yfirburðakosningu í atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþings en hann var síðar skipaður í stjórnlagaráð. Hann er með doktorsgráðu í hagfræði en hann er starfandi prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað nítján bækur og á annað hundrað ritgerðir. Þorvaldur hefur starfað fyrir Seðlabanka Íslands og hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. n Það sem fólk hafði að segja: „Gáfaður, óháður, með sterka sið- ferðisvitund.“ „Vel menntaður en ekki pólitíkus.“ n Hvað segir Þorvaldur? „Þessa dagana hef ég hugann við að koma nýrri stjórnarskrá í gegn,“ segir Þorvaldur sem neitaði að tjá sig um málið að öðru leyti. Salvör Nordal Aldur: 50 ára  Menntun: Heimspekingur n Bakgrunnur: Salvör er einn af höfundum siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í vinnslu skýrslunnar en hún var valin til setu í stjórnlagaráði. Salvör hefur komið víða við í störfum sínum en hún er forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Ís- lands og menntuð í heimspeki. Þá hefur Salvör einnig starfað sem blaðamaður og verið framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík og Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. n Það sem fólk hafði að segja: „Skelegg, heiðarleg, vel menntuð með ríka réttlætiskennd.“ „Óumdeild.“ DV óskaði eftir tilnefningum frá lesendum um hverjir ættu að bjóða sig fram til forseta. Þessir einstaklingar fengu flestar tilnefningar. Listinn er birtur í stafrófsröð og endurspeglar ekki hversu margar tilnefningar hver og einn fékk. Davíð Oddsson hefur „ekki spáð“ í hvort hann ætli fram. Fáir vilja gefa upp afstöðu sína varðandi hugsanlegt framboð. Páll Óskar Hjálmtýsson Aldur: 42 ára n Bakgrunnur: Tónlistarmaðurinn Páll Óskar er einn ástsælasti popp- tónlistarmaður þjóðarinnar. Páll Óskar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum og gegn einelti. Hann hefur sérstaklega barist fyrir réttindum samkynhneigðra en hann kom út úr skápnum þegar hann var sextán ára. n Það sem fólk hafði að segja: „Heiðarlegur og skynsamur maður sem kemur vel fyrir.“ n Hvað segir Páll Óskar? „Það er óneitanlega mikill heiður að fólk skuli stinga upp á manni. Ég er mjög hrærður,“ segir Páll um málið en segir þó forsetastarfið ekki heilla sig. Hann hafi eitt sinn hitt Ólaf Ragnar í veislu þar. Páll bað Ólaf að gefa sér stutta lýsingu á því sem fælist í starfi forsetans. „Í stuttu máli, þá heillaði það mig ekki,“ segir Páll sem segist vera á góðum stað í lífinu í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.