Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Miðvikudagur 4. janúar 2012 Feitustu bitarnir F élagaskiptaglugginn í Evrópuboltanum hefur verið opnaður á ný. Í janúar geta liðin versl- að með leikmenn eins og þau vilja og á þessum árs- tíma fara jafnan af stað miklar getgátur um hver fari hvert. Breska blaðið The Guardi- an tók saman lista yfir feitustu bitana sem gætu skipt um lið í janúar. n Búist við fjöri á leikmannamarkaðnum í janúar n DV tekur saman þá sem helst eru orðaðir við önnur félög Daniele De Rossi 28 ára ítalskur miðjumað- ur sem er metinn á um 20 milljónir. De Rossi spilar með Roma en er samn- ingslaus í lok tímabilsins og er talið víst að stóru liðin séu alvarlega að skoða að kaupa þennan snjalla landsliðsmann. Carlos Tevez Vandræðagemsinn frá Argentínu er frábær leikmaður þegar hann er ekki í bullandi mótþróa við allt og alla. Hann hefur engan áhuga á að vera lengur hjá Manchester City og því er óumflýjanlegt að hann verði seldur í janúar. Hann gæti farið til AC Milan eða Paris St. Germain fyrir um það bil 35 milljónir punda. Cheik Tioté Jafnvel þó að hann sé nýlega genginn til liðs við Newcastle frá FC Twente, eru stórliðin í ensku úrvalsdeildinni strax farin að sýna honum áhuga. Þessi 25 ára miðjumaður hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni og sýnt að hann hefur það sem þarf til að standa sig í þessari deild. Hann mun aldrei fara fyrir minna en 15 milljónir punda. Lukas Podolski Leikmaður sem hefur farið hamförum í þýsku úrvalsdeildinni í vetur, með 14 mörk í 15 leikjum fyrir FC Köln. Podolski á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum og því gæti verðið á þessum frábæra leikmanni lækkað verulega. Arsenal er sagt í startholunum að kaupa Podolski. Jan Vertonghen 24 ára miðvörður sem stendur vaktina í varnarlínu Ajax. Eftir að Maarten Stekelenburg fór til Roma síðasta sumar var Vertonghen gerður að fyrir- liða Ajax. Manchester City, Tottenham og Arsenal eru öll sögð hafa varnar- manninn sterka undir smásjánni. Hann myndi sennilega fara fyrir um það bil 10 milljónir punda. Nicolas Gaitán 23 ára kantmaður sem hefur verið einn af lykilmönnunum í liði Benfica sem komst upp úr riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu. Mikið er rætt um framtíð Gaitáns í portúgölskum fjölmiðlum en hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United, þrátt fyrir að Benfica hafi neitað því. Þessi ungi kantmaður myndi væntanlega kosta um 30 milljónir punda. Frank Lampard Á ekki alveg upp á pallborðið hjá André Villas- Boas, þjálfara Chelsea. Lampard hefur verið lykilmaður í liði Chelsea undanfarin ár en er nú orðinn 33 ára og framtíð hans er óráðin – sér- staklega ef Villas-Boas heldur áfram að stýra Chelsea. Lampard hefur verið orðaður við Tottenham og Real Madrid, en þar myndi hann hitta fyrir sinn gamla þjálfara, José Mourinho. Lampard er metinn á um 8 milljónir punda. Fernando Torres Spænski framherjinn er eitt stærsta floppið í sögu ensku úrvalsdeildar- innar. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Liverpool í janúar í fyrra fyrir 50 milljónir punda. Hann hefur ekkert getað og skoraði nánast ekkert. Hann gæti því farið á hrakvirði til AC Milan, ef ítalska liðið nær ekki að tryggja sér þjónustu Carlos Tevez. Jack Rodwell Tvítugur miðjumaður Everton sem er orðinn lykilmaður í liðinu og er um það bil að brjótast inn í enska landsliðið. Þessi sterki og kraftmikli miðjumaður hefur verið undir smásjá Manchester United, en orðrómur um kaupin á honum hefur fengið byr undir báða vængi eftir að Darren Fletcher tók sér ótímabundið frí frá knattspyrnu. Hann er ungur og enskur. Það er nokkuð sem Sir Alex Ferguson er hrifinn af. Hulk 25 ára framherji frá Porto er metinn á 40 milljónir punda. Hann skrifaði reyndar undir nýjan fimm ára samning við Porto síðasta sumar, en hefur sagt að hann muni einn daginn fara til stærra liðs. Frakkarnir moldríku í Paris St. Germain eru taldir tilbúnir að borga háar upphæðir fyrir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.