Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Ó lafur Ragnar Grímsson, fráfar- andi forseti Íslands, hefur þjón- að þjóð sinni betur en margur annar. Forsetinn er að sjálf- sögðu refur sem hefur teflt póli- tíska skák lengst af starfsferli sínum. Sumpart hefur hann verið ósvífinn og komist upp með það. Þar nægir að vísa til þeirra ára sem hann var þingmaður og síðar fjármálaráðherra og stóð með- al annars að umdeildri einkavæðingu, sjálfur sósíalistinn. Ólafur Ragnar hefur níu pólitísk líf. Hann hefur farið um hæstu tinda og dýpstu dali á ferli sínum. Fyrst eftir hrun töldu margir að hann væri búinn að vera. Dekur hans og hags- munatengsl við útrásarvíkinga höfðu verið með slíkum endemum að allir hlutu að staldra við. Hann hengdi á þá fálkaorður, gaf þeim að borða á Bessa- stöðum og mærði þá í ræðu og riti. En Ólafur Ragnar Grímsson lét ekki bugast undan reiði þjóðarinnar og áfellisdómi rannsóknarnefndar Alþingis. Forsetinn mætti á fundi vítt og breitt um landið og tók við skömmum almennings af kjarki og æðruleysi. Pólitík er list hins ómögulega. Fæstir hefðu trúað því í árslok 2008 að Ólafur Ragnar ætti eftir að að öðlast fyrirgefn- ingu þjóðarinnar og ná áður óþekkt- um vinsældum. En það tókst honum með því að hoppa á vinsældavagninn. Hann skipti um vini. Útrásarvíkingar voru gerðir útlægir frá Bessastöðum en mótmælendum boðið til stofu. Hann vísaði umdeildum lögum um Icesave til þjóðarinnar og tók þannig fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar og meiri- hluta Alþingis. Í þeirri ákvörðun fólst að forsetinn var sjálfur andvígur þeim samningum sem ætlað var að koma skikk á óreiðuskuldir sem sprottnar voru af óstöðvandi græðgi eigenda Landsbankans. Þjóðin fylgdi að sjálf- sögðu óbeinni leiðsögn forsetans og felldi samningana. Skiljanlega sam- þykkir fólk ekki auknar álögur, hversu skynsamlegt sem það væri að fara þá leið. Vandinn er hins vegar sá að ekki sér enn fyrir endann á Icesave. Málið er nú komið til kasta ESA. Niðurstaðan þar mun skera úr um það hvort for- setinn hafi gert mistök með því að leiða þjóðina út í það að hafna samningum. Og líklega er þetta mál helsta ástæða þess að hann dregur sig nú í hlé í stað þess að halda áfram eitt kjörtímabil enn. Það er engin sérstök ástæða til þess að þrýsta á Ólaf Ragnar um að gefa kost á sér áfram. Ólafur Ragnar á að baki litríkan feril sem forseti og það ber að þakka honum allt það sem vel var gert. En jafnframt verða menn að draga lær- dóm af mistökum hans. Ólafur Ragnar hefur teygt og togað hlutverk forsetans og skapað sér þannig hlutverk langt umfram fyrri forseta Íslands. Sumir segja að það hafi verið til góðs. Þetta á sérstaklega við um að hann skuli hafa virkjað þjóðaratkvæðagreiðslur og þannig beint lýðræði. Það breytir ekki því að nauðsynlegt er að setja embætti forseta Íslands þann ramma sem fólk vill að verði vettvangur forsetans. For- setar framtíðarinnar verða að hafa skýr- ar línur til að starfa eftir. Nú skal vanda til valsins á þeim sem verður næstur til Bessastaða. Vertu sæll, Ólafur Ragnar. Þetta er orðið gott. Árni beislaður n Árni Páll Árnason, fyrrver- andi ráðherra, kvaddi ekki stól sinn með neinum sérstökum glæsibrag. Greinilegt var að ákvörðun Jóhönnu Sig- urðardóttur var honum þungbær og hann er til margs líklegur. Innan stjórnar- liðsins heyrist nú að líklegt sé að Árni Páll verði beislaður með þeim hætti að hann fái í sárabót embætti formanns þingflokksins sem losnar við það að Oddný Harðardóttir verður fjármálaráðherra. Bálreiður Kristján n Vanstillt viðbrögð Kristjáns Möller alþingismanns við fréttaflutningi DV vegna upp- stokkunar í ríkisstjórn koma fáum á óvart. Kristján var áður settur af sem ráðherra og fékk ekki ráðuneyti að þessu sinni en afar ólíklegt er að hann sitji nokkurn tímann aftur á ráð- herrastól. Til þess að núa salti í sárið er Steingrímur J. Sigfús- son gerður að atvinnuvegaráð- herra og gefst færi á að landa Vaðlaheiðargöngum, verk- smiðjum á Bakka við Húsavík og jafnvel samningi við Nubo um fjárfestingu í ferðaþjón- ustu í Þingeyjarsýslum. Gangi þetta eftir mun Steingrímur hafa styrkt stöðu sína í Norð- austurkjördæmi umtalsvert fyrir næstu kosningar og eftir situr Kristján, bálreiður. Óbundinn Ólafur n Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, olli talsverðu upp- námi á nýársdag þegar hann í ræðu sinni sagðist ekki myndu fara aftur í fram- boð en þess í stað beita sér óbundinn í þjóðmálunum. Þetta hefur orðið mörgum til- efni til þess að velta vöngum yfir krossgötum forsetans. Telja einhverjir að hann ætli nú að snúa aftur á þing og hefja sig þaðan upp á stól for- sætisráðherra. Viðbúið er að Ólafur vilji leggjast á árarnar með Davíð Oddssyni og Styrmi Gunnarssyni um að forða Ís- landi frá ESB. Sjúkur Bjarni n Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, var fjarri góðu gamni á gaml- ársdag þegar leiðtogar flokkanna létu ljós sitt skína í Krydd- síld Stöðvar 2. Lét Bjarni þau boð út ganga að hann væri með pest og mætti varaformaður í hans stað. Bjarni mun hafa veikst nóttina áður en hann var að sögn í miklum glaumi á veit- ingastaðnum Grillmarkaðn- um fram eftir nóttu og bar þá engin sérstök sjúkdómsein- kenni. Vakti nærvera hans og ónefnds víkings útrásarinnar talsverða athygli enda lá þeim hátt rómur. Daginn eftir var hann síðan á sjúkrabeði. Svo kallaði hann mig fífl Tobba Marinós var ánægð með áramótaskaupið. – DV Vertu sæll, Ólafur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Útrásarvík- ingar voru gerðir útlægir frá Bessastöðum F yrir margt löngu var farið að lýsa fjölmiðlaumfjöllun um erfiðleika fólks sem „tilfinn- ingaklámi“. Þannig þótti mest rökhugsandi borgurum þessa lands tilfinningar ekki eiga erindi í umræðuna, sem slíkar. Fremur ætti að tala í rökum. „Já, þú fékkst krabbamein og misstir barnið þitt, en hvaða rök eru það í umræðu um útgjöld til heilbrigð- ismála?“ gæti þetta fólk sagt í hneyksl- unartóni, yfir tilfinningakláminu í fjöl- miðlunum. Hagfræðingurinn, þingmaðurinn og nýyrðasmiðurinn Tryggvi Þór Her- bertsson kynnti nýtt hugtak í febrúar 2009 þegar honum þóttu gagnrýnend- ur ríkisstjórnarinnar ýkja skuldir Ís- lands. „Mér hefur sýnst að menn séu að klæmast á þessari tölu yfir 2.000 milljarðar til að geta sagt sem svaka- legasta sögu. Ég hef kosið að kalla þetta kreppuklám; því svakalegri sögu sem menn segja þeim mun meiri at- hygli fá þeir,“ sagði hann. Upp á síðkastið hefur hugtakið færst nær merkingu tilfinningakláms. Það er aðallega notað til að lýsa bar- lómi skuldsettra húsnæðiseigenda og annarra greiðslu- og neysluheftra ein- staklinga. Bubbi Morthens vakti máls á þessu á flasbók sinni á dögunum: „Nú keppast miðlar við að segja okkur sög- ur af fátæku fólki. Kreppuklámið tekur á sig allskonar myndir.“ Kenningin um kreppuklám gengur út á að sjónarhóll fátækra eigi minna erindi í opinbera umræðu eftir því sem einkaneysla eykst almennt. Fólk beinir athygli sinni að harmi fólksins, vegna þess að það hneigist til kærleika. Líkingin við klám hlýtur að fela í sér að til sé vægari og ásættanlegri útgáfa. Ef það er til kreppuklám hlýtur að vera til kreppuerótík. Svona eins og þegar Bubbi kvartaði undan erlendu hús- næðislánunum sínum og yfir að hafa tapað á hlutabréfum í FL Group og Sony Ericsson. Þar sér maður rétt svo undir pilsfaldinn á kreppuharminum, en fær ekki „full exposure“. Maður, sem neyðist til að fara í sumarfrí til Færeyja, er kreppuerótískur. Að taka strætó er kreppuerótík. Að einbeita sér að fjölskyldunni frekar en auðsöfnun er kreppuást. Erótík er bara til að kitla. En klám er sálarlaust og særir. Klámi er ætlað að höfða til hneigða sem allir hafa. Þeir sem neyta kreppu- kláms hljóta að vera haldnir kreppu- losta. Jafnvel eru til kreppufíklar, eins og Tiger Woods er kynlífsfíkill, sem leita merkja um fátækt í öllu sem þeir sjá til að fullnægja kreppulosta sínum. Þeir örvast við að sjá settlegt fólk taka upp dósir. Greiðsluáskoranir eru þeirra kynferðislega áreitni. Betri borgarar álíta þetta fólk vera óheflað og það særir blygðunarkennd þeirra. Undirliggjandi hjá Bubba og öðrum sem tala um kreppuklám fátækra er að þeir þurfi með einhverjum hætti að hylja nekt sína og hemja sig. Að fátækir sem kvarti í fjölmiðlum séu á einhvern hátt óheflaðir og séu að verða sér til minnkunar, líkt og fólk sem leikur í klámmyndum. Klám er eitthvað sem særir blygðunarkennd fólks, eins og illa rökstuddar kvartanir fátækra mis- bjóða Bubba og fleirum. Áramótaskaup Sjónvarpsins 2011 bar merki um annars konar klám; grínklám. Það er óæðra grín sem höfðar til ógöfugra fýsna, fremur en hófstillts húmors og lífsgleði eins og áður var. Dæmi um þetta er „Schaden- freude“, eða meinfýsni – að gleðjast yfir óförum annarra. Rétt eins og góðlát- legt glens er eins og ást milli fólks er meinfýsni klám. Grínklám gengur út á að grínistinn glenni sig sem mest til að fá athygli út á óæðri hvatir við- takandans. Svo riðlast hann á því sem áður þótti fagurt og saurgar það með hneigðum sínum. Þeir sem búa yfir fínustu blæbrigðum blygðunarkennd- ar verða fyrir mestum skaða vegna grínklámsins. Grínklám er til dæmis að hæðast að Sjálfstæðisflokknum eins og var gert í skaupinu. Það sem áður þótti helgt og fagurt, eins og ástin, er vanhelg- að með grínkláminu. Náið samband Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar var skrumskælt með því að láta Davíð neyða Geir til að leika hund. Hjartnæm samstaða og réttlát sigurgleði Bjarna Benediktssonar og annarra sjálfstæðis- manna var höfð að háði. Svona saurgar grín-klámið fegurðina, eins og kyn- lífsklám saurgar fegurð og sakleysi mannslíkamans. Alveg eins og fátæka fólkið er miklu fallegra þegar það held- ur sér saman og er ekki að opinbera eymd sína fyrir betri borgurum þessa lands og særa blygðunarkennd fólks. Kreppuklám og grínklám „xxx Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 4. janúar 2012 Miðvikudagur Svarthöfði Fleiri tegundir kláms Stjórnmálaklám Þegar stjórnmálamenn klæmast á vinsælum aðgerðum eins og að lækka skatta, þegar ríkissjóður er nálægt gjald- þroti og verður að borga niður himinháar skuldir og æsa þannig upp fólk. Þjóðernisklám Þegar Framsóknarflokkurinn lét vöðvabúnt lyfta mann- hæðarháum íslenskum fána á landsfundi sínum og þegar Ólafur Ragnar Gríms- son klæmist um íslenska þjóð og fróar þjóðernisstolti fólks yfirdrifið. Snobbklám Þegar fólk fær fróun út úr því að vera hluti af elítu og skipulagðir eru snobbklámkenndir atburðir þar sem fínasta fólkið sýnir sig öðrum og aðrir horfa löngunaraugum á eins og pervertar á klám. Líkamsræktarklám Þegar fólk breytir sjálfu sér í vöðva- og brúnku- ræktunareiningar til að sýna sig öðrum, sem horfa löngunaraugum á, sumir hverjir. Trúarklám Þegar prestar og aðrir fullnægja fýsnum sínum og annarra um heilagleika og eilíft líf með því að höfða til ýmiss konar hvata fólks, en þó síst kynferðislegra. Lilja Mósesdóttir segir Þráin Bertelsson hafa sýnt sér dónaskap í áramótauppgjöri Útvarps Sögu. – DV Mér fannst það sjúklega fyndið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.