Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Blaðsíða 12
U mfangsmikil morðrann- sókn er hafin eftir að lík konu fannst á landareign Elísabetar Bretlandsdrottningar í Sand- ringham á nýársdag. Lík konunnar fannst í skóglendi í um 1,6 kílómetra fjarlægð frá drottn- ingarbústaðnum í Sandringham í Nor- folk-sýslu. Konungsfjölskyldan hafði einmitt varið jólunum þar og var því skiljanlega brugðið. Það var gangandi vegfarandi sem var að viðra hund sinn á fyrsta degi nýs árs sem fann líkið við bæinn Anmer og hafði samband við lögreglu. Lögreglu- rannsókn er á frumstigi en breskir fjöl- miðlar greina frá því að lögreglan hafi byrjað á því að fara í gegnum skrár sín- ar yfir fólk sem er saknað í sýslunni og gömul óleyst sakamál. Verið þarna í langan tíma Enn er á huldu með hvaða hætti konan lést en farið er með málið sem morð- mál. Lögreglumenn girtu umsvifalaust af svæðið og var líkið flutt á QE-sjúkra- húsið í Kings Lynn. Yfirrannsóknarlög- reglumaðurinn Jes Fry ávarpaði fjöl- miðla á blaðamannfundi í Anmer þar sem hann sagði rannsóknina á algjöru frumstigi. „Þetta gæti reynst flókin og erfið rannsókn því líkið virðist hafa legið þarna í dágóðan tíma. Kringumstæð- urnar benda til að hér sé um morðmál að ræða.“ Vettvangsfulltrúar og rannsóknar- menn íklæddir hvítum samfestingum fínkembdu svæðið í kringum líkfund- arstaðinn í sólarhring eftir að málið kom upp. Breska pressan sýnir málinu skiljanlega mikinn áhuga af því að lík- ið fannst á landareign drottningarinn- ar en Daily Mail greinir meðal annars frá því að líkið hafi fundist steinsnar frá Royal Stud-búgarðinum þar sem kon- unglegir veðhlaupahestar eru ræktað- ir. Drottningin fer reglulega í útreiðar- túra um svæðið. Annað líkið á einu ári Talsmaður Buckingham-hallar hefur neitaði að tjá sig um líkfundinn og sagði að lögreglan færi alfarið með málið. Auk þess að hafa varið jólunum í Sandringham þá eru Elísabet Bret- landsdrottning og eiginmaður henn- ar, Filippus prins, búsett í bústaðnum um þessar mundir ásamt jarlinum og greifynjunni af Wessex og tveimur börnum þeirra. Í gærmorgun sást meira að segja til Elísabetar á hestbaki við Sandring- ham og virtist hún ekki mikið vera að stressa sig á stöðunni. Rúmlega 200 manns búa í Sandringham, þar á með- al bændur, skógræktarfólk, veiðiverðir og garðyrkjumenn. Svæðið er að auki vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Það sem vekur ekki síður athygli er að í mars á síðasta ári fannst lík 69 ára bandarísks einfara um 90 metra frá Buckingham-höll. Mað- urinn, sem hét Robert Moore, var hugfanginn af drottningunni og hafði komið sér fyrir á lítilli óað- gengilegri eyju í St. James‘s Park- garðinum við höllina. Hann kom til Bretlands árið 2007 og er talinn hafa búið á eyjunni þar til hann lést þar ári síðar. 12 Erlent 4. janúar 2012 Miðvikudagur Hægrimenn kjósa í Iowa n Mikil spenna í aðdraganda forsetakosninga M itt Romney var sagður standa vel að vígi fyrir kjör- fund repúblikana í Iowa-ríki, sem fram fór á þriðjudags- kvöldið. Flokksmenn Repúblikana- flokksins mættu þá á kjörfund til að lýsa yfir stuðningi við þann sem þeir vilja sjá sem forsetaframbjóðanda flokksins. Mitt Romney og Ron Paul eru sagðir njóta mests fylgis. Iowa er lykilríki í þeim skilningi að sá frambjóðandi sem sigrar þar er líklegur til að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins á landsþingi repúblikana síðsumars. Í aðdraganda kjörfundarins hefur í skoðanakönnunum komið fram að Mitt Romney standi vel. Forskot hans á Ron Paul, sem er fulltrúadeildar- þingmaður frá Texas, er þó naumt. Rick Santorum, fyrrverandi öldunga- deildarþingmaður frá Pennsylvaníu, er í þriðja sæti en hann hefur verið á miklu flugi undanfarið. Þegar öllu er á botninn hvolft ríkir mikil óvissa um hver mun standa uppi sem sigurveg- ari í Iowa. Fréttaskýrendur í Bandaríkjun- um segja að ef Romney vinni í Iowa og svo í New Hampshire eftir viku, sé hann í afar sterkri stöðu. Í kosn- ingabaráttu sinni hafi hann reynt að höfða til íhaldssamra flokksmanna Repúblikanaflokksins. Nú muni koma í ljós hversu langt sú áhersla muni fleyta honum. Einnig má nefna að Newt Ging- rich, fyrrverandi forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, hefur mikið forskot á Romney í Suður-Karólínu, þar sem forsetakosningar fara fram eftir þrjár vikur. Af viðbrögðum stuðningsmanna Romney má sjá að honum stafar ógn af Gingrich. Því er alls óvíst hvaða hægrimanni repú- blikanar stilla upp gegn sitjandi for- seta, Barack Obama. baldur@dv.is „Ég hata Bandaríkin!“ Maðurinn sem lögreglan í Los Angeles hefur handtekið, grun- aðan um að hafa kveikt í yfir 50 bílum, húsum og byggingum síðan fyrir helgi þar í borg, er 24 ára Þjóðverji. Tímaritið LA Weekly greinir frá því að eftir að lögreglan stöðvaði för hans í gær hafi hann hrópað: „Ég hata Bandaríkin!“ Maðurinn heitir Harry Burkhart og greina bandarískir fjölmiðlar frá því að hann sé bálreiður yfir því að til standi að vísa móður hans úr landi. Í bíl Burkharts fundust eldfæri en ekki hafa borist tilkynningar um íkveikjur af þeirri stærðargráðu og hann er sakaður um síðan hann var handtekinn. Yfirvöld áætla að tjón af völd- um skemmdarverkanna nemi 3 milljónum dala, þar sem tugir bif- reiða, húsa og annarra eigna hafa skemmst. Áður en Burkhart var handtekinn á þriðjudag náði hann til að mynda að kveikja í 12 bílum til viðbótar að því er talið er. Flestir Þjóðverjar með atvinnu Opinberar tölur um atvinnuleysi í Þýskalandi sýna að atvinnuleysi hefur ekki verið minna í landinu frá árinu 1991, eða í rúm 20 ár. Í desember fór hlutfallið úr 6,9 prósentum niður í 6,8. Nú eru því „aðeins“ 2,88 milljónir Þjóðverja án atvinnu en alls búa liðlega 82 milljónir í landinu. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, er talað um að hagfræðingar í Þýskalandi spái því að lítill hagvöxtur verði í land- inu á þessu ári og að samhliða lækkandi launum gæti atvinnu- leysi aukist á nýjan leik. Elliheimili fyrir homma og lesbíur Spænskir eldri borgarar vinna nú að því hörðum höndum að stofna fyrsta elliheimilið á Spáni sem ætlað er samkynhneigðum. Frá þessu greinir á vef The Guardian en þar segir að samkynhneigð- ir sem fari inn á elliheimili þurfi oft að fara inn í skápinn aftur. Svo mikið sé um fordóma á meðal eldri Spánverja. Þeim hafi á yngri árum verið kennt að samkynhneigð væri sjúkleg eða glæpsamleg. Elliheim- ilið, sem verður að líkindum reist í Rivas-Vaciamadrid, litlum bæ við Madrid, verður þó ekki aðeins fyrir samkynhneigða heldur verður það öllum opið. Gert er ráð fyrir að heimilið verði komið í gagnið 2014 en forsprakkinn Federico Armenteros hyggur á frekari útrás þessarar hugmyndar sinnar. Hann segist horfa til Benidorm og Sitges sem er vinsæll áningarstaður sam- kynhneigðra. lík á lóð drottningar „Líkið virðist hafa legið þarna í dágóðan tíma n Lík konu fannst í skóglendi á landareign Bretlandsdrottningar Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Líkamsleifar fundust hér Sandringham Á lóð drottningar Hér má sjá hversu stutt frá drottningarbústaðnum í Sandringham líkið fannst. Óhugnanlegt Elísabet drottning sótti guðsþjónustu í St. Mary Magdalene-kirkjunni í Sandringham á jóladag. Hér sést hún mæta í kirkjuna ásamt Edward prins. Mynd ReuteRs M y n d G o o G Le M A p s Óvissa Staða Mitt Romney er sterk en alls ekki örugg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.