Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 8
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn,
matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu
skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
GEFÐU
HÆNU
P
IP
A
R
\T
B
W
A
• S
ÍA
• 1
0
2
9
8
5
MenntaMál Af félögum Kennarasam-
bands Íslands (KÍ) er aðeins tæpur
fimmtungur karlar og fer fækkandi
samkvæmt úttekt hagfræðings KÍ.
Fjallað er um málið í nýjasta tölu-
blaði Skólavörðunnar, tímarits KÍ.
Fram kemur að körlum hafi fækk-
að hratt í kennarastétt og að konur
séu í meirihluta í öllum aðildar-
félögum KÍ. „Hlutfallið er jafnast
innan framhaldsskólans þar sem
„aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu
eru konur en langlægst er hlutfallið
í leikskólanum,“ segir í Skólavörð-
unni, en rúmlega 97 prósent félags-
manna Félags stjórnenda leikskóla
eru konur. „Þessi mynd hefur verið
að breytast hægt og rólega síðustu ár
og segja má að ákveðin kaflaskil hafi
orðið árið 2006 þegar konur urðu í
fyrsta skipti fjölmennari en karlar í
kennarahópi framhaldsskólans.“
Þá kemur fram að á mjög stuttum
tíma hafi orðið miklar breytingar á
kynjahlutfalli meðal kennaranema,
bæði í Háskóla Íslands og Háskól-
anum á Akureyri. Konur hafi lengi
verið í meirihluta nema, en á síðustu
árum hafi kynjahallinn aukist hratt
meðal þeirra sem sækja sér réttindi
til að kenna í framhaldsskólum. „Um
aldamótin voru karlar þar í meiri-
hluta (um 53 prósent) en í fyrra,
fjórtán árum síðar, voru karlmenn
aðeins fjórðungur hópsins.“
Samkvæmt spá Odds S. Jakobs-
sonar, hagfræðings KÍ, fer hlutfall
karla í hópi félagsfólks KÍ úr 19,6
prósentum nú í 17,3 prósent eftir
fimm ár og í 15,9 prósent eftir tíu
ár. „Í raun má segja að í mörgum til-
fellum hætti eldri karlmenn störfum
og í stað þeirra verði ráðnar ungar
konur.“ Hröðust er breytingin sögð
meðal kennara og stjórnenda fram-
haldsskóla, en í dag eru 42 prósent
þeirra karlar. Hlutfallið er sagt fara í
35 prósent eftir fimm ár og niður í 25
prósent 2030.
Haft er eftir Aðalheiði Steingríms-
dóttur, varaformanni KÍ, að við blasi
brýn nýliðunarþörf í stéttinni. „Upp
gæti komið alvarlegur kennara-
skortur ef ekki tekst að mennta nógu
marga kennara til starfa,“ segir hún.
Þá er haft eftir Guðrúnu Jóhanns-
dóttur, formanni Jafnréttisnefndar
KÍ, að gangi þróunin eftir gætu nem-
endur í skólakerfi framtíðar jafnvel
mátt eiga von á að hafa enga karl-
kyns kennara allt frá leikskóla upp
í háskóla.
Þá er rætt við Braga Guðmunds-
son, formann kennaradeildar
Háskólans á Akureyri, sem bendir á
að kennurum sjálfum hafi verið tíð-
rætt um bág launakjör. „Og vafalítið
hafa þau ráðið einhverju um dapra
aðsókn karlmanna í kennaranám,“
segir hann og vonar að með bættum
launum og breyttu starfsumhverfi í
kjölfar síðustu kjarasamninga verði
breyting þar á. olikr@frettabladid.is
Karlar bara
fimmtungur
kennara
Ungar konur taka við af eldri körlum og því fækkar
körlum í kennarastétt. Kynntar eru niðurstöður
nýrrar úttektar í málgagni Kennarasambandsins.
✿ Kynjahlutföll í kennarastétt*
Karlar Félag Konur
42,3% Félag stjórnenda í framhaldssk. 57,7%
42,0% Félag framhaldsskólakennara 58,0%
40,9% Fél. kennara og stjórnenda í tónlistarsk. 59,1%
24,5% Skólastjórafélag Íslands 75,5%
22,8% Félag kennara á eftirlaunum 77,2%
17,3% Félag grunnskólakennara 82,7%
3,6% Félag leikskólakennara 96,4%
1,7% Félag stjórnenda leikskóla 98,3%
19,6% alls í Kennarasambandi Íslands 80,4%
*Staðan í október 2015. Heimild: Varðan, málgagn KÍ
Hraðast hefur fækkað í hópi karlkyns kennara á framhaldsskólastigi, að því er fram
kemur í nýjasta hefti Skólavörðunnar, rits Kennarasambands Íslands. Fréttablaðið/
Upp gæti komið
alvarlegur kennara-
skortur ef ekki tekst að
mennta nógu marga kennara
til starfa.
Aðalheiður
Steingrímsdóttir,
varaformaður KÍ
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Hagnýtar jólagjafir
Öflugur tjakkur 2.25 T
lyftihæð 52 cm
19.995
Viðgerðarkollur
hækkanlegur
7.995 Vönduð
útskurðarjárn í
trékassa 12 stk.
Multi Socket 9-21 mm,
komið aftur
19.995
Mössunarvél 1200W
16.895
3.995
Vinnuljós LED,
hleðslu
Útvarps-
heyrnahlífar
Fjölsög Höfftech
7.995
3.895
8.495
Viðgerðarbretti
Verkfærasett 82 stk.
4.995
9 . d e s e M b e r 2 0 1 5 M I Ð V I K U d a G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a Ð I Ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-3
E
9
4
1
7
9
B
-3
D
5
8
1
7
9
B
-3
C
1
C
1
7
9
B
-3
A
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K