Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.12.2015, Qupperneq 8
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU HÆNU P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 0 2 9 8 5 MenntaMál Af félögum Kennarasam- bands Íslands (KÍ) er aðeins tæpur fimmtungur karlar og fer fækkandi samkvæmt úttekt hagfræðings KÍ. Fjallað er um málið í nýjasta tölu- blaði Skólavörðunnar, tímarits KÍ. Fram kemur að körlum hafi fækk- að hratt í kennarastétt og að konur séu í meirihluta í öllum aðildar- félögum KÍ. „Hlutfallið er jafnast innan framhaldsskólans þar sem „aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu eru konur en langlægst er hlutfallið í leikskólanum,“ segir í Skólavörð- unni, en rúmlega 97 prósent félags- manna Félags stjórnenda leikskóla eru konur. „Þessi mynd hefur verið að breytast hægt og rólega síðustu ár og segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið árið 2006 þegar konur urðu í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í kennarahópi framhaldsskólans.“ Þá kemur fram að á mjög stuttum tíma hafi orðið miklar breytingar á kynjahlutfalli meðal kennaranema, bæði í Háskóla Íslands og Háskól- anum á Akureyri. Konur hafi lengi verið í meirihluta nema, en á síðustu árum hafi kynjahallinn aukist hratt meðal þeirra sem sækja sér réttindi til að kenna í framhaldsskólum. „Um aldamótin voru karlar þar í meiri- hluta (um 53 prósent) en í fyrra, fjórtán árum síðar, voru karlmenn aðeins fjórðungur hópsins.“ Samkvæmt spá Odds S. Jakobs- sonar, hagfræðings KÍ, fer hlutfall karla í hópi félagsfólks KÍ úr 19,6 prósentum nú í 17,3 prósent eftir fimm ár og í 15,9 prósent eftir tíu ár. „Í raun má segja að í mörgum til- fellum hætti eldri karlmenn störfum og í stað þeirra verði ráðnar ungar konur.“ Hröðust er breytingin sögð meðal kennara og stjórnenda fram- haldsskóla, en í dag eru 42 prósent þeirra karlar. Hlutfallið er sagt fara í 35 prósent eftir fimm ár og niður í 25 prósent 2030. Haft er eftir Aðalheiði Steingríms- dóttur, varaformanni KÍ, að við blasi brýn nýliðunarþörf í stéttinni. „Upp gæti komið alvarlegur kennara- skortur ef ekki tekst að mennta nógu marga kennara til starfa,“ segir hún. Þá er haft eftir Guðrúnu Jóhanns- dóttur, formanni Jafnréttisnefndar KÍ, að gangi þróunin eftir gætu nem- endur í skólakerfi framtíðar jafnvel mátt eiga von á að hafa enga karl- kyns kennara allt frá leikskóla upp í háskóla. Þá er rætt við Braga Guðmunds- son, formann kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem bendir á að kennurum sjálfum hafi verið tíð- rætt um bág launakjör. „Og vafalítið hafa þau ráðið einhverju um dapra aðsókn karlmanna í kennaranám,“ segir hann og vonar að með bættum launum og breyttu starfsumhverfi í kjölfar síðustu kjarasamninga verði breyting þar á. olikr@frettabladid.is Karlar bara fimmtungur kennara Ungar konur taka við af eldri körlum og því fækkar körlum í kennarastétt. Kynntar eru niðurstöður nýrrar úttektar í málgagni Kennarasambandsins. ✿ Kynjahlutföll í kennarastétt* Karlar Félag Konur 42,3% Félag stjórnenda í framhaldssk. 57,7% 42,0% Félag framhaldsskólakennara 58,0% 40,9% Fél. kennara og stjórnenda í tónlistarsk. 59,1% 24,5% Skólastjórafélag Íslands 75,5% 22,8% Félag kennara á eftirlaunum 77,2% 17,3% Félag grunnskólakennara 82,7% 3,6% Félag leikskólakennara 96,4% 1,7% Félag stjórnenda leikskóla 98,3% 19,6% alls í Kennarasambandi Íslands 80,4% *Staðan í október 2015. Heimild: Varðan, málgagn KÍ Hraðast hefur fækkað í hópi karlkyns kennara á framhaldsskólastigi, að því er fram kemur í nýjasta hefti Skólavörðunnar, rits Kennarasambands Íslands. Fréttablaðið/ Upp gæti komið alvarlegur kennara- skortur ef ekki tekst að mennta nógu marga kennara til starfa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Hagnýtar jólagjafir Öflugur tjakkur 2.25 T lyftihæð 52 cm 19.995 Viðgerðarkollur hækkanlegur 7.995 Vönduð útskurðarjárn í trékassa 12 stk. Multi Socket 9-21 mm, komið aftur 19.995 Mössunarvél 1200W 16.895 3.995 Vinnuljós LED, hleðslu Útvarps- heyrnahlífar Fjölsög Höfftech 7.995 3.895 8.495 Viðgerðarbretti Verkfærasett 82 stk. 4.995 9 . d e s e M b e r 2 0 1 5 M I Ð V I K U d a G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a Ð I Ð 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 B -3 E 9 4 1 7 9 B -3 D 5 8 1 7 9 B -3 C 1 C 1 7 9 B -3 A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.