Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.12.2015, Qupperneq 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Ævilíkur Íslendinga nú eru 82,1 ár sam-kvæmt nýlegum tölum frá embætti land-læknis. Í nýrri skýrslu frá sama embætti má lesa að miðgildi biðtíma eftir augasteinsaðgerð sé 39 vikur. Heildarfjöldi (fjöldi augna) á biðlista fyrir sömu aðgerð var 3.895 í október 2015. Aðalástæða augasteinsaðgerðar er ský á auga- steini sem veldur verulegri sjónskerðingu og lélegum lífsgæðum. Á Vesturlöndum er ský á augasteini sjúkdómur gamla fólksins og eykst tíðni hans verulega með hækkandi aldri. Um áttrætt er helmingur fólks kominn með sjúkdóminn og í mörgum tilvikum er þá blinda bein afleiðing hans. Lækning felst í skurðaðgerð þar sem augasteinninn er fjarlægður og gerviaugasteinn settur inn í augað í hans stað. Að öllu jöfnu tekur aðgerðin sjálf fimm til tíu mínútur og sjúklingur getur farið heim strax að henni lokinni. Árangur er oftast mjög góður og margir fá fulla sjón á viðgerða auganu. Má með sanni segja að augasteinsaðgerð sé ein best heppnaða aðgerð læknisfræðinnar hvað varðar árangur miðað við kostnað. Það er Íslendingum til vansæmdar að láta gamla fólkið bíða svona lengi eftir lítilli skurðaðgerð sem getur bætt líf þess svo um munar. Áttræð mann- eskja á ekki mörg ár eftir og því er ansi nöturlegt til þess að hugsa að hún verði ekki sæmilega sjáandi til æviloka. Við Íslendingar sýnum ekki gamla fólkinu næga virðingu, eins og margar aðrar þjóðir gera, og þetta sem hér að ofan er lýst er ein birtingarmynd þess. Þetta fólk á langa starfsævi að baki og hefur þá greitt sína skatta og gjöld. Fyrir þá sem sífellt eru að býsnast út af kostnaði við heilbrigðisþjónustu má benda á að oft léttir nýja sjónin fólki lífið og öll umönnun verður auðveldari og um leið ódýrari. Almannatryggingar voru hugsaðar sem ein grunnstoð samfélagins. Nú eru komnir brestir í þessa stoð. Ef þú átt peninga getur þú oft borgað aðgerðina að fullu og stytt þannig biðtímann fyrir sjálfan þig. Stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslend- ingur. Þjóðarskömm Ingimundur Gíslason augnlæknir á eftirlaunum Það er Íslend- ingum til vansæmdar að láta gamla fólkið bíða svona lengi eftir lítilli skurðaðgerð sem getur bætt líf þess svo um munar. Andlitskrem fyrir þurra húð Fæst í apótekum · Engir parabenar · Engin ilmefni · Engin litarefni Náttúruöflin minntu hressilega á sig í gær og fyrradag með tilheyrandi fréttum af fjúkandi þökum, rafmagnsleysi og niðurfellingu flugs ásamt öðru. Ómiss-andi þáttur í þessari umfjöllun er hlut-verk björgunarsveitanna. Björgunar- sveitir sinntu hátt á fjórða hundrað verkefnum í óveðrinu sem gekk yfir landið og hátt í átta hundruð manns komu að óveðursaðstoð, lokunum vega, aðstoð við veitufyrir- tæki og viðbragðsstöðu. Við búum á svæði þar sem allra veðra er bókstaflega von. Það er engin leið að geta verið viss um að verið sé að klæða sig eftir veðri að morgni, oftar en ekki er tíðin allt önnur að kvöldi. Svitakóf á skrifstofunni og tilheyrandi ofkæling stuttermaklæddra vinnufélaga vegna galopinna glugga er algeng. Útivist getur undir ákveðnum kringum- stæðum einfaldlega verið stórhættuleg. Björgunarsveitirnar hafa það formlega hlutverk að starfa að björgun, leit og gæslu í þágu almennings. Þær bjarga mannslífum og verðmætum og verkefnin eru fjölbreytt, allt frá björgun úr snjóflóðum eða sjávar- háska til leitar að týndu fólki eða sjúkragæslu á ýmsum viðburðum. Íslensku björgunarsveitirnar hafa unnið óteljandi afrek í gegnum tíðina. Mannslífin sem þær hafa bjargað eru óteljandi, hetjusögurnar hver annarri ótrú- legri og þjóðin getur verið og er þakklát fyrir það fórnfúsa starf sem sjálfboðaliðar björgunarsveitanna inna af hendi þegar vá knýr dýra hér á þessu óútreiknanlega skeri. Með fjölgun ferðamanna fjölgar verkefnum björgunarsveit- anna. Hingað til hefur það ekki tíðkast að þeir tryggi sig sérstaklega, til að mynda ef þeir ætla sér inn á hálendið, en slíkt fyrirfinnst til að mynda í Ölpunum. Á þessu ári fengu sveitirnar í gegnum Slysavarnafélagið Landsbjörg 165,2 milljónir frá ríkinu. Samkvæmt fjár- lögum munu 167,6 milljónir falla í þeirra skaut á næsta ári. Í flestum vestrænum löndum eru það ríkisreknir herir sem kallaðir eru út til að sinna björgunarstörfum, en á Íslandi eru það sjálfboðaliðar. Björgunarsveitirnar eru að mestu fjármagnaðar með sjálfsaflafé, söfnunum og sölumennsku. Þannig má segja að björgunarsveitirnar spari ríkinu ómældar upphæðir á ári hverju. Rekstur björgunarsveita er eðli málsins samkvæmt dýr. Það þarf bíla, búnað og tæki ásamt sífelldri þjálfun og endurmenntun. Kröfur sem gerðar eru til björgunar- sveitarmanna eru miklar og allt þetta er gert meira og minna án aðkomu ríkisins. Þrátt fyrir það eru sveitirnar gríðarlega stór hluti almannavarnakerfis hins opinbera. Það er skylda okkar landsmanna að styðja og styrkja björgunarsveitirnar. Dagar eins og þeir í upphafi vikunnar minna á hversu ómetanlegt starf sjálfboðaliða sveitanna er og dagar þar sem náttúran eða slys valda manntjóni minna okkur enn frekar á það. Betur ætti að standa að fjármögnun sveitanna af hálfu hins opinbera – mun betur. En þangað til leggjum við okkar af mörkum hvert og eitt – maður veit nefnilega aldrei hvenær röðin kemur að manni sjálfum. Styrkjum sveitirnar Í flestum vestrænum löndum eru það ríkis- reknir herir sem kallaðir eru út til að sinna björg- unarstörfum, en á Íslandi eru það sjálfboðaliðar. Loðin tekjuáætlun Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögur sínar við fjár- lagafrumvarp næsta árs. Þar eru lagðir til margir útgjaldaaukandi liðir líkt og fjármögnun Land- spítalans, hækkun barnabóta, örorku og lífeyris. Auðvitað er þetta jákvætt en einhvers staðar þarf fjármagnið að koma frá. Einn- ig er að finna tillögur að tekjuöflun, meðal annars auknar tekjur vegna skattaeftirlits upp á fjóra milljarða. Vænta má að þar verði meira fé sett í starfsemi Ríkisskattstjóra til að koma í veg fyrir undanskot frá skatti. Tillagan er áhugaverð en það hlýtur að vera vafasamt að áætla svo nákvæmt að úr atlögu gegn skattsvikum megi hljóta umrædda upphæð. Siðferðisleg skylda Þetta er annað árið í röð sem stjórnar andstaðan leggur fram sam- eiginlegar fjárlagatillögur. Þetta er afar áhugaverð nýlunda sem minnir á skuggaríkisstjórn í Bretlandi sem leggur fram móttillögur gagnvart ríkjandi valdhöfum. Stjórnarand- staðan sjálf segir að með þessu sé hún að tefla fram skýrum valkosti við ríkisstjórnina. Árni Páll Árnason hefur sagt að ef ríkisstjórn fellur í kosningum beri stjórnarandstöðu siðferðisleg skylda til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn. Miðað við öflugt samstarf stjórnarandstöðu- flokkanna virðist löngu vera búið að ákveða að mynda þá ríkisstjórn eftir næstu kosningar þrátt fyrir að þeir flokkar muni ekki ganga bundnir til kosninga. stefanrafn@frettabladid.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r16 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 A -F E 6 4 1 7 9 A -F D 2 8 1 7 9 A -F B E C 1 7 9 A -F A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.