Fréttablaðið - 09.12.2015, Side 18

Fréttablaðið - 09.12.2015, Side 18
Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað fram- færslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Hús- næði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðu- neytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstof- unnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfja- kostnaður, eru þó lægri en meðal- talsraunkostnaður þessara kostn- aðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upp- hæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Trygginga- stofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðal tali neyslukönnunar Hagstof- unnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta. FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðal- fundum  sínum að hækka ætti lífeyr- inn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á  mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hag- stofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkis- stjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þús- undum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarks- laun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref. Hversu há þarf framfærslan að vera? Á sama tíma og fulltrúar heims-byggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma full- trúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir mark- aðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti. Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar frí- verslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar um þjónustu- viðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana mark- aðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuld- bindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðar- dómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýð- ræðislegar rætur. Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræð- urnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-við- ræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða sam- félagið allt. Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wiki- leaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heims- hluta þótt rökrétt væri að öll heims- byggðin risi upp þegar alþjóðafjár- magnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræð- unum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi! Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, fram- kvæmdastjóri PSI, eftir að upplýs- ingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimur- inn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd. Losun í París, lokun í Genf Ögmundur Jónasson alþingismaður Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem til- löguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi! Björgvin Guð- mundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni 3.250.000 kr. Kia cee’d SW 1.6 Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur. 3.890.000 kr. Kia Carens EX 1.7 Árgerð 2014, ekinn 67 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur. 5.990.000 kr.3.950.000 kr. Kia Sorento ClassicKia cee’d EX 1.6 Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur. Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.4.490.000 kr. Kia Sportage EX Árgerð 2014, ekinn 105 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur. 42.777 kr. á mánuði* 51.777 kr. á mánuði* 50.777 kr. á mánuði* 78.777 kr. á mánuði* Afbo rgun aðe ins: 58.7 77 k r./mán .* *Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**Ábyrgð fylgir! 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r18 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 B -0 D 3 4 1 7 9 B -0 B F 8 1 7 9 B -0 A B C 1 7 9 B -0 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.