Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 38
Svipmynd
haukur hinrikSSon
Haukur Hinriksson hefur verið
ráðinn lögfræðingur Knattspyrnu-
sambands Íslands. Þar mun hann
starfa í mótadeild. „Þetta er í raun
og veru mjög fjölbreytt verkefni.
Starfslýsingin er þannig að ég er
í sambandi við milliliði, ég sé um
uppfærslu á reglugerðum, ég er
með á borðinu hjá mér samninga-
mál og félagsskiptamál og ýmis
tilfallandi verkefni í raun og veru,“
segir Haukur þegar hann er beðinn
um að lýsa nýja starfinu sínu. Hann
segir þetta vera nýtt starf og ekki
hafi verið starfandi lögfræðingur
hjá KSÍ. Þó hafi staðið til í nokk-
urn tíma að ráða lögfræðing. Hann
byrjar í starfinu þann 4. janúar
næstkomandi.
Haukur útskrifaðist með ML-gráðu
í lögfræði frá Háskólanum í Reykja-
vík síðastliðið vor, en var jafnframt í
skiptinámi í París árið 2014. Haukur
var aðstoðarmaður lögmanna á Lög-
fræðistofu Suðurnesja sumarið 2014
en hefur verið sölumaður hjá heild-
verslun Ólafs Gíslasonar & Co frá
útskrift.
Haukur lætur vel af náminu í
Háskólanum í Reykjavík. Uppsetn-
ing námsins sé svolítið frábrugðin
því sem er í HÍ, því að í HR sé meira
lagt upp úr raunhæfum verkefnum í
stað 100 prósent prófa í lok annar. Í
lokaritgerð skrifaði hann um skulda-
jöfnun afleiðusamninga við gjald-
þrotaskipti eða slitameðferð. Hann
segir áhugamál sín á sviði lögfræði
því mjög fjölbreytt. En hann hafi
ekki þurft að hugsa sig tvisvar um
þegar starfið hjá KSÍ bauðst. „Þetta
er áhugamál númer eitt, það er fót-
bolti.“
Haukur er Akureyringur í húð og
hár, fæddur þar og uppalinn. „En
foreldrar mínir eru hins vegar báðir
að sunnan,“ segir Haukur. Það hafi
því ekki verið neitt mál að flytja
suður þegar lögfræðinámið hófst.
Haukur á ekki langt að sækja knatt-
spyrnuáhugann, því afi hans var lög-
fræðingur og spilaði með íslenska
landsliðinu í fyrsta landsleik Íslands
árið 1946. Hann hét Þórhallur Ingi-
bergur Einarsson og varð meðal
annars Íslandsmeistari með Fram.
Haukur hefur sjálfur spilað fót-
bolta. Þrjú tímabil spilaði hann
í fyrstu deild, með KA og Þrótti í
Reykjavík og einnig spilaði hann í
annarri deild. Eftir að hann byrjaði í
mastersnámi í lögfræði spilaði hann
líka í fjórðu deild.
Áhugamálin fyrir utan fótboltann
eru aðrar íþróttir. Þá helst snjóbretti,
golf og veiði, en einnig hefur Haukur
mikinn áhuga á ferðamennsku. Sá
áhugi kviknaði þegar hann var í
skiptináminu í París. „Þá tókst mér
að ferðast til átta landa í leiðinni. Það
var tiltölulega auðvelt að finna flug
og þá kviknaði mikill áhugi á ferða-
mennsku,“ segir Haukur og bætir við
að það sé sérstaklega gaman að sjá
ólíka menningu. Hann segir áhuga-
verðustu heimsóknina hafa verið til
Slóvakíu. jonhakon@frettabladid.is
Fótbolti er áhugamál númer eitt
Haukur Hinriksson verður lögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands. Hann er Akureyringur í húð og
hár. Áhugann á knattspyrnu og lögfræði sækir hann til afa síns sem spilaði með fyrsta landsliði Íslands.
Haukur Hinriksson er fæddur og uppalinn á Akureyri, en flutti til Reykjavíkur þegar hann hóf háskólanám. FRéttAblAðið/GVA
danska hótelkeðjan Guldsmeden rekur hótel í danmörku,
noregi, Frakklandi og á Balí.
Auður Finnbogadóttir hefur verið
skipaður formaður stjórnar Sam-
keppniseftirlitins. Skipunin gildir
frá 1. desember 2015 til 26. ágúst
2017. Auður er viðskiptafræðingur
frá University of Colorado í Banda-
ríkjunum og með MBA-próf frá
Háskólanum í Reykjavík. Á sama
tíma skipaði ráðherra Eyvind G.
Gunnarsson í aðalstjórn Sam-
keppniseftirlitins og þau Ingva
Má Pálsson, og Jóhönnu Katrínu
Magnúsdóttur sem varamenn. – sg
Nýr formaður
stjórnar
auður FinnBoGadóttir
Birna Hlín Káradóttir hefur verið
ráðin yfirlögfræðingur hjá Fossum
mörkuðum hf. og mun hefja störf í
janúar. Birna Hlín útskrifaðist með
kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla
Íslands árið 2006. Frá árinu 2009
hefur hún gegnt starfi yfirlögfræð-
ings, fyrst hjá Straumi-Burðarási,
svo Straumi fjárfestingabanka og nú
síðast hjá sameinuðum banka MP
og Straums. – sg
Fossar fá nýjan
yfirlögfræðing
Birna hlín
SiGurBjörn inGimundarSon
Sigurbjörn Ingimundarson hefur
verið skipaður varaformaður í
stjórn Íbúðalánasjóðs og Valdimar
Valdemarsson fastamaður í stjórn.
Sigurbjörn lauk BA-námi í lög-
fræði frá Háskólanum í Reykjavík
2010, og lagði stund á framhalds-
nám í lögfræði við HR á árunum
2010 til 2013. Hann leggur nú stund
á MBA-nám við Háskóla Íslands.
Sigurbjörn vinnur nú sem fram-
kvæmdastjóri þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins. Hann hef ur líka
starfað hjá LOGOS lög mannsþjón-
ustu, Lands virkj un og Garðabæ. – sg
varaformaður
í stjórn ílS
„Það eru framkvæmdir á fullu í hús-
inu núna og við stefnum að því að
opna í maí 2016,“ þetta segir Linda
Jóhannsdóttir, en hún ásamt manni
sínum, Ellerti Finnbogasyni, ætlar
að opna lífræna „boutique“ hótelið
Eyja Guldsmeden við Brautarholt
10-14. Þau hafa rekið saman Luna
apartments síðan árið 2003.
Hótelið verður rekið í samstarfi
við dönsku hótelkeðjuna Guld-
smeden, sem rekur m.a. hótel í Dan-
mörku, Noregi, Frakklandi og á Balí.
„Við hjónin eigum hótelið og rekum
það alveg sér, en með samstarfinu
nýtum við þegar áunna þekkingu,
ferla og kerfi sem nýtist vel í okkar
rekstri,“ segir Linda.
Húsnæðið sem áður var skrif-
stofuhúsnæði er 2.070 fermetrar og
verður hótelið búið 65 herbergjum.
Lögð er áhersla á lífrænan rekstur
og vistvernd m.a. með því að versla
við innlenda aðila sem eru með
lífræna vottun eða uppfylla gæða-
staðla. „Ísland er tilvalið land til
þess að huga meira að umhverfinu,
við erum með hreint vatn og góðar
matvörur. Þó þær séu ekki endi-
lega lífrænar, eru þær beint frá býli
og hollar og góðar. Svo leggjum við
mikið upp úr því að minnka sóun,
meðal annars matarsóun. Við
notum heldur ekki spillandi efni
eða plastvörur. Við hvetjum gesti
til að drekka hreina, tæra íslenska
vatnið beint úr krananum, en þess
utan bjóðum við upp á ótakmarkað
vatn og sódavatn frítt fyrir gesti,“
segir Linda.
„Það hefur orðið mikil vakning
í umhverfismálum í heiminum en
fólk er ekki endilega að velja hót-
elið út af því,“ segir Linda. Mark-
hópurinn er því fjölbreyttur enda
lagt mikið upp úr því að hótelið sé
persónulegt og með persónulega
þjónustu. „Eyja Guldsmeden hotel
verður frábrugðið þeim hótelum
sem hafa verið opnuð undanfarið
með öðruvísi karakter og áherslu,“
segir Linda. -sg
Skrifstofum í Brautarholti breytt í hótel
Hótelið verður í húsnæði við brautarholt 10-14 og verður búið 65 herbergjum.
FRéttAblAðið/GVA
Þá tókst mér að
ferðast til átta landa í
leiðinni. Það var tiltölulega
auðvelt að finna flug og þá
kviknaði mikill áhugi á
ferðamennsku.
9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r8 markaðurinn
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-3
4
B
4
1
7
9
B
-3
3
7
8
1
7
9
B
-3
2
3
C
1
7
9
B
-3
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K