Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 46
Handbolti „Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guð- mundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambands- ins, IHF, að vísa íslenska dómarapar- inu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með mark- línutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tækn- in. Hann leitar fulltingis mynda- vélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guð- mundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guð- mundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá ein- hverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóða- sambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þess- ari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom Við munum tryggja að þetta hafi ekki áhrif á þeirra störf innan IHF Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. FréttAblAðið/StEFán 365.is Sími 1817 SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 13. DES. KL. 20:10 Þá er komið að fyrsta þætti Audda í þáttaröðinni um atvinnumennina okkar. Auddi heimsækir landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem leikur með Cardiff í Wales. Æskan, atvinnumennskan, landsliðið og EM í Frakklandi, ekki missa af skemmtilegum þætti um Aron Einar. ATVINNUMENNIRNIR OKKAR ARON EINAR GUNNARSSON HEFST 13. DESEMBER NÝ ÞÁTTARÖÐ Þrír sigrar í þremur leikjum hjá danska kvennalandsliðinu Áfram á sigurbraut Dönsku stelpurnar unnu glæsilegan níu marka sigur á Serbíu á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í gærkvöldi og hafa því unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu. Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu unnu á sama tíma 40-19 sigur á Kasakstan. Danmörk og Rússland, sem vann Noreg í fyrsta leik, eru einu liðin á mótinu sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. FréttAblAðið/AFP Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ Skíði Landsliðskonan Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tímabilið vel en hún komst á verðlaunapall á tveim- ur fyrstu mótum tímabilsins. Bæði mótin voru svigmót og fóru fram í í Sunday River sem er í Maine-fylki í Bandaríkjunum. Freydís Halla vann fyrra mótið þar sem hún var með besta tímann í báðum ferðum. Í seinna mótinu í gær þá endaði Freydís í öðru sæti en þá var hún með besta tímann í seinni ferðinni. Bandaríska stelpan Mardene Haskell var aðeins þrettán sek- úndubrotum á undan Freydísi í mótinu í gær en kanadísk stelpa var í öðru sæti þegar Freydís vann mótið á mánudagskvöldið. Freydís Halla er þar með búin að fá gull og silfur í fyrstu tveimur mótun- um auk þess að ná besta tímanum í þremur af fjórum ferðum. Frábær byrjun á tímabilinu hjá Garðbæ- ingnum. – óój Gull og silfur hjá Freydísi Höllu Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tíma- bilið mjög vel. Mynd/SKÍ 9 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m i ð V i k U d a G U r26 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 9 B -1 C 0 4 1 7 9 B -1 A C 8 1 7 9 B -1 9 8 C 1 7 9 B -1 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.