Fréttablaðið - 09.12.2015, Page 46
Handbolti „Við erum mjög svekktir
með þessa niðurstöðu,“ segir Guð-
mundur B. Ólafsson, formaður
Handknattleikssambands Íslands,
við Fréttablaðið um ákvörðun
Alþjóðahandknattleikssambands-
ins, IHF, að vísa íslenska dómarapar-
inu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi
Elíassyni, frá störfum á HM kvenna
sem nú stendur yfir í Danmörku.
Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6
í leik Frakklands og Suður-Kóreu
þegar síðarnefnda liðið skaut að
marki. Ákvörðunin var rétt hjá
Antoni, en einhverra hluta vegna,
kannski að hans frumkvæði, var
ákveðið að skoða skotið með mark-
línutækni. Danskur eftirlitsmaður
leiksins fékk ekki senda á skjá sinn
nógu skýra mynd þótt boltinn væri
augljóslega langt inni í markinu og
var markið ekki skráð. Leiknum
lyktaði með jafntefli, 22-22, og
höfðu þessi mistök því mikil áhrif.
IHF leysti málið með því að vísa
öllum starfsmönnum leiksins frá
störfum á HM, allt frá dómurum
til eftirlitsmanns og ritara. Þar að
auki fór sambandið í algjöra vörn
og ákvað að nota marklínutæknina
ekki oftar á mótinu.
„Anton gerir ekkert rangt. Hann
dæmir mark og virðist vilja fá það
skoðað betur en til þess er nú tækn-
in. Hann leitar fulltingis mynda-
vélarinnar til að vera öruggur í sinni
ákvörðun og þar liggja mistökin.
Við erum mjög ósátt við að okkar
mönnum sé refsað fyrir þetta því
þetta er á engan hátt þeim að kenna.
Fyrir mér er þetta bara fljótfærni
eftirlitsmannsins og þetta kallaði
ekki eftir uppsögnum,“ segir Guð-
mundur.
Anton Gylfi og Jónas eru fremsta
dómarapar landsins og hafa dæmt
nokkra stórleiki í Meistaradeildinni
á þessu tímabili. Hún heyrir undir
evrópska handboltasambandið en
þá voru þeir líka í stóru verkefni á
vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guð-
mundur segir sambandið ætla að
passa upp á að þeir fái ekki mínus
í kladdann fyrir þessi mistök sem
þeim urðu ekki á.
„Við munum vinna örugglega í
því að tryggja innan IHF að þetta
hafi engin áhrif á þeirra störf. Við
munum styðja þá í öllu og byrja
á því að ræða við IHF til að fá ein-
hverjar skýringar á því hvers vegna
þessi ákvörðun var tekin. Að mínu
mati eru þetta ekki þeirra mistök,“
segir Guðmundur, sem hafði ekkert
heyrt í forráðamönnum alþjóða-
sambandsins í gær.
„Það er stjórnarfundur hjá okkur
á morgun [í dag]. Þar tökum við
þetta fyrir og munum óska eftir
svörum frá IHF og mótmæla þess-
ari ákvörðun,“ segir Guðmundur B.
Ólafsson. – tom
Við munum tryggja að þetta hafi ekki
áhrif á þeirra störf innan IHF
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. FréttAblAðið/StEFán
365.is Sími 1817
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 13. DES. KL. 20:10
Þá er komið að fyrsta þætti Audda í þáttaröðinni um
atvinnumennina okkar. Auddi heimsækir landsliðsfyrirliðann
Aron Einar Gunnarsson sem leikur með Cardiff í Wales.
Æskan, atvinnumennskan, landsliðið og EM í Frakklandi,
ekki missa af skemmtilegum þætti um Aron Einar.
ATVINNUMENNIRNIR OKKAR
ARON EINAR GUNNARSSON
HEFST
13. DESEMBER
NÝ
ÞÁTTARÖÐ
Þrír sigrar í þremur leikjum hjá danska kvennalandsliðinu
Áfram á sigurbraut Dönsku stelpurnar unnu glæsilegan níu marka sigur á Serbíu á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í gærkvöldi og hafa
því unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu. Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu unnu á sama tíma 40-19 sigur á
Kasakstan. Danmörk og Rússland, sem vann Noreg í fyrsta leik, eru einu liðin á mótinu sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. FréttAblAðið/AFP
Við erum mjög ósátt
við að okkar
mönnum sé refsað fyrir þetta
því þetta er á engan hátt
þeim að kenna.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ
Skíði Landsliðskonan Freydís Halla
Einarsdóttir byrjar tímabilið vel en
hún komst á verðlaunapall á tveim-
ur fyrstu mótum tímabilsins. Bæði
mótin voru svigmót og fóru fram í í
Sunday River sem er í Maine-fylki í
Bandaríkjunum.
Freydís Halla vann fyrra mótið
þar sem hún var með besta tímann
í báðum ferðum. Í seinna mótinu í
gær þá endaði Freydís í öðru sæti
en þá var hún með besta tímann í
seinni ferðinni.
Bandaríska stelpan Mardene
Haskell var aðeins þrettán sek-
úndubrotum á undan Freydísi í
mótinu í gær en kanadísk stelpa
var í öðru sæti þegar Freydís
vann mótið á mánudagskvöldið.
Freydís Halla er þar með búin að fá
gull og silfur í fyrstu tveimur mótun-
um auk þess að ná besta tímanum
í þremur af fjórum ferðum. Frábær
byrjun á tímabilinu hjá Garðbæ-
ingnum. – óój
Gull og silfur hjá
Freydísi Höllu
Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tíma-
bilið mjög vel. Mynd/SKÍ
9 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m i ð V i k U d a G U r26 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-1
C
0
4
1
7
9
B
-1
A
C
8
1
7
9
B
-1
9
8
C
1
7
9
B
-1
8
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K