Fréttablaðið - 09.12.2015, Page 48
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Ástkær maðurinn minn, sonur,
bróðir, mágur og tengdasonur,
Gísli Bjarnason
tæknifræðingur,
Gaukshólum 2,
lést á Landspítalanum 29. nóvember.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 11. desember kl. 11.
Þóra Björk Róbertsdóttir
Bjarni Kristbjörnsson
Guðrún Inga Bjarnadóttir
Kristbjörn Bjarnason Steinunn Björg Jónsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir Óskar Garðar Hallgrímsson
Róbert Árnason Þórgunnur Þórarinsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Auður Brynjólfsdóttir
lést þann 21. nóvember 2015
á Hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey. Við þökkum starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Markar og Hjartadeildar
Landspítalans fyrir umönnun og auðsýnda alúð og hlýju.
Brynjólfur Björnsson Unnur Svava Ágústsdóttir
Ásta Björk Solis Joe Solis
Arna Björnsdóttir Valur Geirsson
Ástrós Bryndís Björnsdóttir Þorbergur Einarsson
börn og barnabörn.
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jónína Halldóra Einarsdóttir
Hvassaleiti 157, Reykjavík,
lést þann 1. desember á
hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík.
Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju
föstudaginn 11. desember kl. 11.
Rósamunda Gerður Bjarnadóttir
Guðrún Hildur Bjarnadóttir
Gísli Jón Bjarnason Guðbjörg Aðalsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Þorgerður Þorgeirsdóttir
hússtjórnarkennari,
sem andaðist 27. nóvember
síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 11. desember
kl. 15.
Magnús Gíslason Guðrún Halldórsdóttir
Rósa Gísladóttir Þórhallur Eyþórsson
Gísli Magnússon
Vilborg Magnúsdóttir
Þorgerður Þórhallsdóttir
Helga Gunndís Þórhallsdóttir
Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir
Okkar innilegustu þakkir færum við
öllum þeim sem auðsýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Tryggva Þorsteinssonar
læknis,
sem lést hinn 23. nóvember síðastliðinn.
Hjördís Björnsdóttir
Guðjón Sch. Tryggvason Sigrún Stefánsdóttir
Laufey Tryggvadóttir Þorgeir S. Helgason
Hildur Tryggvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir minn,
Sigurður Gunnarsson
andaðist sunnudaginn 6. desember í
Brákarhlíð, Borgarnesi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórður Sigurðsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðbjörg Kristrún
Guðmundsdóttir Roesel
sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
19. nóvember, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju föstudaginn 11. desember
kl. 13.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Mæðrastyrksnefnd eða Kvennaathvarfið.
Roy Richard Roesel Jr.
Tamara Lísa Roesel Michele Trappella
Nanna B. Benediktz Guðmundur B. Stefánsson
Helgi Þór Guðmundsson Kirstín Dóra Árnadóttir
Birgir Hlynur Guðmundsson og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Lárus Jónsson
sem lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi 29. nóvember, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 11. desember kl. 13.00.
Guðrún Jónsdóttir
Jón Ellert Lárusson Sigrún Ásdís Gísladóttir
Hólmfríður Kristjánsdóttir
Marta Kristín Lárusdóttir Guðmundur Valsson
Jónína Sigrún Lárusdóttir Birgir Guðmundsson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
1794 Skúli Magnússon er skipaður landfógeti, fyrstur Íslendinga.
1926 Sjö hús brenna til kaldra kola á Stokkseyri, og er þá upp
talinn meirihluti þorpsins. Ekki verður manntjón.
1956 Hamrafell, stærsta skip Íslendinga fram til þessa, kemur til
landsins. Er skipið svo gríðarstórt að það getur einungis lagst við
höfn á einum stað, og er það í Hafnarfirði.
1982 Ásmundur Sveinsson myndhöggvari deyr, þá 89 ára gamall.
1982 Kvikmyndin E.T. er frumsýnd í Laugarásbíói, og er um að
ræða Evrópufrumsýningu.
1996 Sameinuðu þjóðirnar hleypa af stokkunum átakinu Olía fyrir
mat í Írak.
2010 Nýr Icesave-samningur milli Bretlands og Íslands er kynntur
á blaðamannafundi.
2010 Lilja Mósesdóttir brýtur blað í sögu þingsins, er hún situr hjá
í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp. Er það mögulega í fyrsta
skipti í sögunni sem stjórnarþingmaður greiðir ekki atkvæði með
fjárlagafrumvarpi.
Merkisatburðir
„Mér finnst kirkjugarðar aðalmálið,
ég tala svo sem ekki fyrir munn félags-
ins,“ segir Guðný Zoëga, fornleifa- og
mannabeinafræðingur hjá Byggðasafni
Skagfirðinga, sem flytja mun erindið
Gluggað í garða og byggir það á rann-
sókn skagfirskra miðaldakirkjugarða.
Tilefnið er ársfundur Hins íslenzka
fornleifafélags 2015 sem haldinn er á
Þjóðminjasafninu í dag.
Guðný segir Íslendinga almennt
mjög áhugasama um fornleifafræði
og það skipti gríðarlegu máli, þar sem
bagalegt sé þegar menn grafi eitthvað í
burtu til að forðast vesen. „Við verðum
að nálgast þetta á jákvæðan hátt. Allt
er þetta sameign okkar allra í jörðinni
okkar og það skiptir máli að kynna
þetta vel,“ útskýrir Guðný og bendir
á að þó gaman sé að grafa, sé það ekki
eini tilgangur fornleifarannsókna.
„Hægt er að rannsaka svo margt við
gröftinn, svo sem hvað fólk var að gera,
hvað það borðaði, voru umhverfiserfið-
leikar og jafnvel erfðatengsl.“
Beinir Guðný sjónum að kirkju-
görðum á þessum ársfundi eins og áður
sagði. „Við byrjuðum Skagfirsku kirkju-
rannsóknina árið 2008, að hluta til
vegna þess að fornir kristnir grafreitir
voru að koma upp í framkvæmdum.
Við vildum skrá þetta, leita og stað-
setja áður en stórvirkar vinnuvélar létu
til sín taka.“ Úr varð að nú þegar hefur
Guðný ásamt teymi sínu hlotið styrk og
liðsinni frá Bandaríkjunum, og grafið
upp fjöldann allan af kirkjugörðum.
Hefur hópurinn meðal annars fundið
kirkjugarð „með manni og mús“ eins og
hún orðaði það.
En hver er helsti munurinn á kirkju-
görðum þá og nú? Varla getur munur-
inn verið svo mikill. „Munurinn er
gífurlegur,“ svarar Guðný. „Þarna er
um að ræða garða frá elleftu öld og eru
garðarnir teknir upp í kjölfar kristni-
tökunnar. Garðarnir voru fimmtán til
tuttugu metrar í þvermál, hringlaga og
lítil viðarkirkja höfð í miðjunni. Um
var að ræða fjölskyldukirkjugarða þar
sem heimilisfólkið sá alfarið um að
jarðsetja sitt fólk, sem jafnan dó heima,
og gerði allt, hvort sem var að smíða
kistuna eða grafa,“ útskýrir Guðný og
heldur áfram: „Í dag deyja flestir inni á
sjúkrastofnunum og fagaðilar sjá um
þetta ferli. Við höfum þannig fjarlægt
dauðann frá eðlilegu lífi.“
Guðný segist ætla að fjalla um rann-
sóknina á fundinum, og ætlar sér að
gera það á léttu nótunum, enda sé ekki
ástæða til annars. „Ég held að fólk hafi
mikinn áhuga á fólki, og ég held þú
komist ekki nær því en akkúrat svona.“
gudrun@frettabladid.is
Fjallar á léttum nótum
um miðaldakirkjugarða
„Fornleifar eru sameign okkar allra,“ segir Guðný Zoëga, fornleifa- og mannabeinafræð-
ingur, sem mun halda erindi á ársfundi Hins íslenzka fornleifafélags í dag.
Guðný segir alla þá sem ekki hræðist bein velkomna á Þjóðminjasafnið í dag. Fundurinn
hefst klukkan 16.00 og er öllum opinn.
9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r28 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
tímamót
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-0
8
4
4
1
7
9
B
-0
7
0
8
1
7
9
B
-0
5
C
C
1
7
9
B
-0
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K