Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 52
Mættu og taktu númer Bækur Líkvaka HHHH Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson Útgefandi: Sæmundur Kápuhönnun: Davíð Þór Guðlaugsson Prentun: Svet Print 196 bls. Mannvonskan birtist í óteljandi myndum í þessari voluðu veröld og það er hætt við að án hennar færi lítið fyrir bókmenntum. Þannig hafa illmenni bók- menntanna alla tíð heillað og laðað til sín lesendur ekki síður en hetjur og góðmenni. Í upphafi bókarinnar Líkvaka eftir Guð- mund S. Brynjólfsson vísar höf- undur til orða W. Somerset Maug- ham um þrjóta í skáldsögum sem segir meðal annars: „Þegar höf- undurinn er að klæða sögupers- ónu sína af holdi og blóði, er hann um leið að glæða lífi þann þátt af sjálfum sér, sem ekki getur birzt á annan hátt. Sköpunargleði hans er áþekkust því, sem fargi sé létt af honum.“ Og samkvæmt þessum orðum hlýtur gríðarlegu fargi að vera létt af höfundi Líkvöku. Mannvonskan, grimmdin og hryllingurinn er að mörgu leyti alls ráðandi en þannig er það líka víða í samfélagi manna og það sem Guðmundi tekst einkar vel upp við að draga fram er hvernig eitt leiðir af öðru í þessari sköp- unarsögu morðingja frá barns- aldri til verknaðar. Hér er illska hvorki sjálfsprottið afl né eðlis- lægt ástand heldur samfélagslegt og kennt fyrirbæri. Líkvaka hefst á því að morðingi situr, eða öllu heldur liggur, yfir líki manneskju sem hann myrti. Þaðan streymir til lesandans rödd sögumannsins Engilberts sem talar án afláts og þrátt fyrir allt mótlætið í lífinu eða eins og hann segir sjálfur og gamli sveitapresturinn kenndi honum: „Það er gott að tala.“ Sögumaður rifjar upp martraðakennda æsku, uppfulla af illsku og ofbeldi fullorðna fólksins og rekur áfram ævi sína fram til þeirrar stundar þar sem sagan hefst. Einföld hringrás og skýr atburðarás þar sem eitt leiðir af öðru og lesandinn öðlast bæði samúð og sam- kennd með geðveik- um morðingja með sundurtætta sál af illsku heimsins. Guðmundur S. Brynjólfsson er fantagóður og lipur penni. Stíllinn er þéttur og afdráttarlaus og fellur ákaflega vel að persónu sögumanns sem er í senn vel gefinn en stórskemmdur einstak- lingur en fyrst og síðast afsprengi ofbeldisfulls samfélags. Kafl- arnir eru stuttir og viðburðaríkir sem gefur sterka tilfinningu fyrir takmarkaðri einbeitingu sögu- manns ásamt þunga þess sem lýst er hverju sinni hversu erfitt er að dvelja við slíkar minningar. Þrátt fyrir þessa knöppu nálgun tekst Guðmundi vel að láta sögu- mann draga upp skýra mynd af persónum sem snerta líf hans með einum eða öðrum hætti og sér- staklega eftirminnilegar eru lýs- ingar á sveitaprestinum og konu hans. Guðmundur er greinilega á heimavelli þegar hann lýsir góðu fólki í litlu þorpi úti á landi. Með því að láta hinn brotna og skemmda Engilbert segja söguna kemst Guðmundur líka burt frá öllum samtímalegum rétttrúnaði þar sem sögumaður getur leyft sér að láta gamminn geisa þvert á við- teknar skoðanir og lífssýnir samfélags sem telur sig umburðarlynt en fellir þó oft þunga dóma yfir þeim sem standa utan garðs. Þar nýtur dálítið gamaldags og illkvittinn húmor Guðmundar sín vel í laumulegum setningum sem sögumaður eins og rétt missir út úr sér á óvæntustu stöðum. Líkvaka býr yfir slíkum óhugnaði að rétt er að vara viðkvæmar sálir við lestri bók- arinnar. Vandi Líkvöku er helst að óhugnaðurinn verður eftir því sem á líður helst til leiðigjarn og þvingaður. Því hefði betur farið að láta hringnum lokið öllu fyrr því innan verksins er að finna forvitnilegar pælingar um eðli mannsins, mannlífsins, guðdóm- inn og almennt siðferði. Eitthvað sem á alltaf erindi á meðan illsku er að finna í heiminum og á henni er því miður víst enginn skortur. Magnús Guðmundsson Niðurstaða: Óhugnanleg en vel skrifuð bók sem snertir á mörgum samfélagsmeinum og dregur upp áhrifaríka lýsingu á skepnuskap mannsins. Svona verður morðingi til Þetta verður lokaerindi mitt við skólann. Ég er að verða sjö-tugur og ætla að kveðja Umhverfis-og verkfræðideildina um áramótin samkvæmt lands- lögum,“ segir Trausti Valsson skipulagsfræðingur um fyrirlestur sem hann heldur í dag í stofu 132 í Öskju. Á eftir setjast í panel þau Birgir Jónsson dósent, Halldór Eyjólfsson, fyrrv. MS-stúdent Trausta, og Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Auk þess verða leyfðar spurningar úr sal. Fundarstjóri er Guðmundur Freyr Úlfarsson deildarstjóri. Trausti kveðst ætla að fjalla um afmörkuð atriði úr sinni nýju bók sem nefnist Mótun framtíðar, eink- um störfin sem hann sé stoltastur af. „Bókin er starfsævisaga, saman- tekt á því sem ég hef verið að fást við síðustu tuttugu og sjö ár, þó hún byrji á að lýsa fólkinu sem að mér stendur, uppvextinum og skólaárunum,“ segir hann. Trausti var akkúrat með réttu menntunina, doktorspróf í umhverfisskipulagi, þegar hann kom heim frá námi í Bandaríkjun- um 1987 og fékk því fljótlega starf við Umhverfis-og skipulagsdeild HÍ, fyrst sem dósent en fljótlega sem prófessor. „Verkfræðingarnir við deildina höfðu séð í blaðavið- tali að ég hefði þá þekkingu sem felst í því að rannsaka náttúruna til að geta aðlagað vegi, brýr, flug- velli, hafnir og byggð að henni. Það heitir á ensku Design with nature og var dálítið nýtt þá. Áður var yfirleitt byrjað á að fá jarðýtur til að slétta úr svæðum en lítil til- finning var fyrir þeim verðmætum sem felast í landslaginu og að lagni þyrfti til að láta mannvirki falla að umhverfinu.“ Eftir inngönguna í EES byrjuðu Íslendingar að taka við tilskipun- unum frá Brussel. Ein þeirra var um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Það er grundvallar- fag í dag og Trausti aftur í vissu lykilhlutverki innan sviðsins. Sér hann fyrir sér að bókin hans verði kannski kennslubók við deildina? „Ég veit það ekki en mér finnst leiðinlegt að leggjast alveg í leti svo ég bjó til nýtt námskeið fyrir Endurmenntunarstofnun HÍ sem heitir Þróun hugmynda um skipu- lag og hönnun og byrjar eftir ára- mótin. Þessi nýja bók nýtist sem kennslubók þar.“ Fundurinn í Öskju stendur frá klukkan 15 til 16.30 og er öllum opinn. gun@frettabladid.is Ætla að fjalla um störfin sem ég er stoltastur af Farið verður lauslega yfir feril Trausta Valssonar, prófessors í skipulagsfræði, í Öskju síðdegis í dag og sjónum einkum beint að umhverfismálum. Fundurinn er á vegum Umhverfis-og skipulagsdeildar Há- skóla Íslands. Hann er haldinn í tengslum við útgáfu bókarinnar Mótun framtíðar og er öllum opinn. Skipulag með næmi gagnvart náttúrunni, samfélaginu og efnahagslegu umhverfi er sérgrein Trausta Valssonar. FréTTablaðið/STeFán Úr bókinni MóTUn FraMTÍðar Ég var alltaf smíðandi og teiknandi og hafði þó sérstak- lega gaman af að módelera. Snemma eignaðist ég olíuleir sem hægt var að móta aftur og aftur, og hafði mikla unun af að móta mannshausa úr leirnum. Svona hausa mótaði ég líka stundum í snjó úti í garði, á meðan hinir krakkarnir bjuggu til snjókarla með kolamola fyrir augu og gulrót sem nef. 9 . d e s e m B e r 2 0 1 5 m i ð V i k u d a G u r32 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 9 B -1 7 1 4 1 7 9 B -1 5 D 8 1 7 9 B -1 4 9 C 1 7 9 B -1 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.