Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Side 2
V ið ættum að vera þokkalega varin þó einstaka tilfelli geti komið upp,“ segir Haraldur Briem sóttavarnalæknir að­ spurður hvort Íslendingar þurfi að óttast alvarleg svínaflensutil­ felli líkt og komið hafa upp í Noregi undanfarnar vikur. Ellefu ára drengur lést úr svínaflensu þar í landi þann 27. desember og fleiri hafa veikst alvar­ lega í Noregi af völdum flensunn­ ar. Svínaflensan, H1N1, lét mikið á sér kræla á haustmánuðum 2009 og greindist hún meðal annars á Íslandi þar sem einn lést og margir veiktust. Álag á heilbrigðiskerfinu Haraldur segir í viðtali við DV að hann hafi verið í samskiptum við kollega sinn í Noregi um flensutilfell­ in sem þar hafa komið upp. Það sé mat sóttvarnalæknis Noregs að það sé alls óvíst hvort svínainflúensan verði að útbreiddu vandamáli þrátt fyrir dauðsfallið á dögunum. „Það hefur verið mikið álag á heilbrigðis­ þjónustunni í Noregi síðustu tvær vikur og ýmsar tegundir af inflúensu í gangi. Henni (sóttvarnalækni Nor­ egs, innsk. blm.) sýndist þetta ekki vera eitthvert sérstakt vandamál og við höfum ekki heldur heyrt neitt af þessu annars staðar frá. Þeir eru á kafi að reyna að greina þetta,“ segir Haraldur en tugir einstaklinga hafa verið lagðir inn á sjúkrahús í Nor­ egi undanfarnar vikur vegna flensu. „Einhverjir hafa greinst með svína­ inflúensu og einhverjir með þessa hefðbundnu árlegu inflúensu.“ Sækir í sig veðrið Haraldur segir að inflúensan hafi ver­ ið að sækja í sig veðrið hér á landi að undanförnu. „Því er ekki að leyna að hún er að sækja í sig veðrið og það hef­ ur verið mikið um ýmiss konar sýk­ ingar,“ segir hann og nefnir meðal annars RS­vírus, kvefveiru, sem getur lagst þungt á ungbörn en einnig full­ orðna. Þá hafi nokkuð borið á háls­ og lungnabólgum og fleiri greinst með inflúensulík einkenni. „Milli jóla og nýárs fór þetta að færast í vöxt og það hefur dálítið mikið verið sótt á Lækna­ vaktina,“ segir Haraldur. Aðspurð­ ur hvort árstíðabundna inflúensan sé erfiðari viðureignar en oft áður seg­ ist Haraldur ekki geta sagt til um það enda hafi enn sem komið er tiltölulega fá tilfelli komið upp. „Bandaríkjamenn hafa óttast að hún geti orðið erfið í ár og eftir því sem maður heyrir í Noregi þá er dálítið álag á heilbrigðiskerfinu þar. Það er samt ekki hægt að fullyrða neitt.“ Bólusetning besta vörnin Besta vörnin gegn inflúensu segir Har­ aldur að sé bólusetning. „Norðmenn eru svekktir yfir því að bólusetningar­ þátttakan þykir ekki hafa verið nógu góð í vetur. Í bóluefninu sem við eigum er svínaflensuþáttur. Við hvetjum því þá sem eru óbólusettir og eru í áhættu­ hópum að láta bólusetja sig,“ seg­ ir hann en einstaklingar sem komnir eru yfir sextugt teljast til áhættuhóps. Í áhættuhópi teljast einnig þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, til dæmis í öndunarfærum, og breytir þá aldur viðkomandi engu. Vill Har­ aldur því hvetja sem flesta sem ekki eru bólusettir til að láta gera það enda virðist inflúensan vera að sækja í sig veðrið í upphafi nýs árs. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Óttast ekki svínaflensu n Svínaflensa í Noregi n Inflúensan sækir í sig veðrið hér á landi„Því er ekki að leyna að hún er að sækja í sig veðrið og það hefur verið mikið um ým- iss konar sýkingar. Flensan kemur Haraldur segir að ekki sé tilefni til að óttast svínaflensuna sérstaklega þrátt fyrir nokkur tilfelli í Noregi. Árstíðabundna inflúensan hafi þó verið að sækja í sig veðrið hér á landi. 2 Fréttir 4.–6. janúar 2013 Helgarblað Sjómaður færði Hildi verndargrip n Tengist hafinu og mikilvægum þáttum í lífi okkar allra Þ að var gott að geta fært henni Hildi svona táknræn­ an verndargrip að gjöf,“ segir Hilmar Sigurbjörnsson sem afhenti Hildi Lilli­ endahl Von hafsins í vikunni. Hálsmenið er kross sem Hilmar hann­ aði en Hildur var, eins og kunnugt er, kosin hetja ársins 2012 af lesendum DV rétt fyrir áramót. Hilmar hefur verið sjómaður í 15 ár og fékk hugmyndina að hönnun­ inni fyrir fimm árum þegar hann fór að setja saman tákn sem tengjast hafinu og og mikilvægum þáttum í lífi okkar allra. Hann segir sterka þýðingu bak við hvert tákn. Tákn­ in sem um ræðir eru kross, akkeri, skipsstefni, áttirnar fjórar, hjarta, stýri, viti og alda. „Þetta á við okk­ ur öll, við erum öll að glíma við ein­ hvers konar áskor­ anir, vandamál eða velgengni en það sem skiptir mestu er að halda áfram. Láta gott af okkur leiða og gefast aldrei upp sama hvað á gengur. Mér finnst þetta eiga vel við hana Hildi sem er hetja fyrir það sem hún hefur gert. Þótt við höfum öll okkar ólíku skoð­ anir þá er það sem mikilvægast er að bera virðingu fyrir skoðunum hvers og eins án þess að vera með svívirðingar í garð hvers annars, okkar vegna og barnanna okkar,“ segir hann að lokum. n Verndargripur Hilmar og Hildur við afhendingu gjafarinnar. Eignalaus gosverksmiðja Gosverksmiðjan Klettur hefur verið leyst upp í kjölfar 330 milljóna króna gjaldþrots fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingablaðinu fundust engar eignir í búi fyrirtækis­ ins við skiptameðferð þess. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2011 en skiptameðferð lauk endan­ lega þann 19. desember 2012. Gosverksmiðjan Klettur hóf framleiðslu á gosdrykkjum undir merkjum KlettaGOSS og Kletta­ VATNS í desember 2010. Í tilkynn­ ingu kom fram að lögð væri áhersla á að um íslenska framleiðslu væri að ræða og ekki stefnt að útflutn­ ingi vatnsins. Verðið var sagt lægra en á öðrum gosdrykkjum og stefnt yrði að því að auka fjölbreytni á drykkjar vörumarkaði. „Við stofnun og uppsetningu verksmiðjunnar voru lögð til grund­ vallar gömul og góð íslensk gildi eins og nýtni og sjálfbærni í bland við kröfur samtímans um gagnsæi og upplýsingar til neytenda.“ Þetta var á meðal þess sem kom fram í til­ kynningu frá fyrirtækinu við stofnun þess á sínum tíma. Gengur með kalsár Pólfarinn Vilborg Arna Gissurar­ dóttir nálgast markmið sitt hægt og bítandi en hún hefur nú gengið í 45 daga á suðurskautinu. Gangi áætlanir hennar eftir gæti hún náð suðurpólnum rétt eftir helgina. Samkvæmt dagbók Vilborgar reyndist miðvikudagurinn henni nokkuð erfiður eins og raunin hef­ ur verið síðustu daga. Mjög kalt er í veðri og lítið hefur sést til sólar og er hún komin með kalsár á lær­ in eftir alla gönguna. Ferð hennar gengur hægar nú en áður sökum þess að hún fer um sprungusvæði og þarf að gæta sín sérstaklega vel. Upphafleg áætlun hennar gerði ráð fyrir að hún næði pólnum á 50 dögum og hún er því komin lang­ leiðina þó hún hafi reyndar ekki náð að ganga jafn hratt og hún vildi alla ferðina. Ekki er þó fráleitt að ætla að hún nái markmiði sínu á þriðju­ eða miðvikudag í næstu viku ef ekkert kemur upp á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.