Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Side 12
12 Fréttir 4.–6. janúar 2013 Helgarblað Þ að hefur fylgt jafnréttis­ baráttunni frá upphafi að konur sem taka þátt í henni fá yfir sig alls konar drullu og skít,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, jafnréttis­ hönnuður og fyrrverandi talskona Femínista félagsins. Hún segist hugsi yfir því sem fólk lætur flakka á bak við tölvuskjá. „Á netinu eru mörkin engin og þar not­ ar fólk ekki sömu samskiptareglur og í daglegu lífi. Það vindur upp á sig og magnast upp og mér finnst þetta mun sýnilegra núna en áður. Facebook endurspeglar þessa veröld sem við lifum í, þar sem tvöfalt siðgæði ríkir og það gild­ ir annað fyrir konur en karla. Kon­ um sem eru í jafnréttisbaráttu er hent út en karlar sem standa fyrir kvennakúgun eru þar óáreittir. Fjölmiðlar skapa líka umhverfi fyrir ákveðin viðhorf gagnvart kon­ um. Það þarf að taka á því á sama tíma því það hvernig fjölmiðlar fjalla um hlutina hefur mikil áhrif. Þegar við vorum að berjast gegn klám­ ráðstefnunni tók enginn fjölmið­ ill að sér að upplýsa almenning um hvers lags efni var inni á þessum síð­ um – þetta var mjög ofbeldisfullt og ógeðslegt efni. Fjölmiðlar létu eins og þetta fólk væri að koma hingað í skemmtiferð.“ „Þetta er þöggunaraðferð“ Á þessum tíma fór umræðan að­ allega fram í gegnum bloggið og þar birtust verstu athugasemdirn­ ar. Sumar þeirra voru þess eðlis að Katrín kærði þær til lögreglu. „Það skipti ekki öllu máli hvað var sagt. Það sem skipti máli var að þetta gróf undan öryggistilfinningunni. Margar af þessum athugasemd­ um voru nafnlausar, það var óþægi­ legt því þá vissi ég ekki hver stóð að baki þeim. Það eina sem ég vissi var að einhvers staðar var fólk sem vildi mér illt. Það skiptir máli að upplifa sig öruggan, að búa ekki í óttasam­ félagi. Ef þú tekur þátt í réttindabar­ áttu og þetta er fylgifiskur hennar þá er það mjög alvarlegt mál. Af því að það fælir fólk frá því að taka þátt í baráttunni og það fælir fólk frá því að segja skoðanir sínar. Það er auð­ veldara að kinka kolli og brosa. Þetta er þöggunaraðferð. Það er taktík að reyna að skapa ógn­ andi umhverfi fyrir konur sem taka þátt í baráttunni svo þær veigri sér við henni til þess að stöðva hana. Og það virkar að einhverju leyti, ég heyri konur tala um að þær veigri sér við því þó að það komi á móti að þetta virkjar líka fólk í barátt­ unni af því að það áttar sig á því að það skiptir máli. Þetta hafði líka þau áhrif á mig að þegar ég vissi að ég var að fara að segja eitthvað umdeilt þá staldraði ég við og spurði sjálfa mig hvort ég væri undir það búin að taka þennan slag akkúrat núna.“ Orð sem vekja reiði Reyndar hefur það oftar en ekki komið á óvart hvað vekur mesta reiði manna varðandi þessa baráttu. „Eins og til dæmis með Hildi Lillien­ dahl sem notar milda aðgerð, tekur orð manna og safnar þeim saman á einn stað. En af því að hún kall­ ar hlutina sínu rétta nafni og kallar albúmið Karla sem hata konur verð­ ur það tabú. Það má ekki nefna orð eins og hatur, kúgun eða misrétti því á yfirborðinu á allt að vera svo fal­ legt. Andrúmsloftið hefur lengi verið þannig að fólk vill trúa því að það sé allt í lagi og það fer mjög fyrir brjóstið á fólki þegar hlutirnir eru kallað­ ir sínum réttu nöfnum. Það var svo athyglisvert að fólk reiddist ekki yfir innihaldinu í albúminu og því sem menn voru að segja þar heldur Hildi sjálfri og heitinu á albúminu. Inni­ haldið sýndi þó svart á hvítu að það var réttnefni á albúminu.“ Andrúmsloftið varð ógnandi Hennar aktífismi byrjaði með Femínistafélaginu árið 2003. Þá strax varð hún fyrir svívirðingum á netinu en hundsaði þær. „Það var svo langt frá því að það væri eitthvert vit í þessu, þetta var ekki málefnaleg gagnrýni, þetta var ekki til þess fall­ ið að skapa umræðu, þetta var bara sandkassaleikur og skítkast. Þannig að ég tók þessu ekki alvarlega og af­ skrifaði þá einstaklinga sem verst létu sem ómálefnalega og ófæra um að taka þátt í skoðanaskiptum. Svo þegar fyrirhugað var að halda klámráðstefnu hér á landi árið 2007 þá fór þetta úr böndunum. Þá fyrst fór ég að taka þetta alvarlega eða inn á mig. Að stórum hluta út af magninu, það er eitt að einhver vit­ leysingur láti eitthvað heimskulegt og ómálefnalegt út úr sér en þegar stór hópur fólks var farinn að kynda undir reiðinni þá breyttist staðan og andrúmsloftið varð ógnandi.“ Klámumræðan vekur upp reiði Katrín Anna var ekki ein, þær stóðu nokkrar saman að baráttunni og fengu allar að finna fyrir því. Sól­ ey Tómasdóttir lenti verst í því en hótanirnar höfðu áhrif á þær allar. „Þetta var í fyrsta sinn sem tókst að hræða mig. Það fylgdi þessu svo rosaleg reiði og hatur. Eftir þetta hef ég alltaf sagt að baráttan gegn klámi og klámvæð­ ingu virðist vekja svo rosalega reiði í sumum mönnum að þeir láta allt flakka, eins og sýndi sig þarna. Þeir fóru að tala um nauðganir, of­ beldi og allan pakkann. Þegar verst lét tókum við ákvörðun um að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur og halda áfram. Við ætluðum ekki að láta þagga niður í okkur því til þess var leikurinn gerður.“ Hótanirnar styrktu málstaðinn Hún segir að þær sem töluðu gegn ráðstefnunni á sínum tíma hafi gert sér fulla grein fyrir því að skoðanir þeirra yrðu umdeildar og að þær fengju hörð viðbrögð. Þeim hefði hins vegar aldrei dottið í hug að þau yrðu jafn hatursfull og raun bar vitni. „Þú ert aldrei undir það búin að fá svona yfir þig – ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Þú þarft tíma til þess að vinna úr því og við tókum okkur tíma til þess. Það var svo mikil þversögn í þessu. Við vorum að berjast gegn klámi og skaðlegum áhrifum þess og benda á tengslin við kynferðis­ ofbeldi og það var eins og menn áttuðu sig ekki á því að hótanir um kynferðisofbeldi styrkja þá baráttu. Auðvitað sýndu hótanirnar að það var eitthvað til í þessu. Á þeim tíma vildum við ekki ræða þetta opinberlega en eins og staðan er í dag þá þarf að taka á þessu. Þetta er ekki eðlilegt. Það er ekki hægt að segja að við búum í jafnréttissamfé­ lagi þegar konur sem taka þátt í jafn­ réttisbaráttu fá hótanir um nauðgun og ofbeldi. Það fer ekki saman. Von­ andi verður það til þess að vekja fólk til umhugsunar um það hvað er að fyrst jafnréttisbaráttan vekur svona hörð viðbrögð.“ n Ofstækið beinist gegn jafnréttisbaráttunni Íslenskri haturssíðu lokað DV greindi nýlega frá íslenskri síðu á Facebook sem hét Karlar eru betri en konur. Á síðunni var rekinn hatursá- róður gegn konum en í lýsingunni á henni stóð: „Konur (betur þekktar sem tussur; femínistatíkur ef þær eru vangefnari) eru heimskari og óæðri kynkjötstykkin kringum leggöngin, sem hvorki finna upp né uppgötva hluti, ef frá eru talin Erfðasyndin og samlokur.“ Á síðunni var fullyrt að konur hefðu minni heila en karlar og að þær ætti að berja og meðhöndla eins og kynlífsleikföng. Fjöldi fólks sendi kvörtun til Facebook og Þórlaug Ágústsdóttir stjórnmálafræðingur sendi tölvupóst til höfuðstöðva Face- book eftir að hafa orðið fyrir grófum persónuárásum á síðunni eins og fram kemur hér í greininni. Að endingu var síðan fjarlægð af samfélagsmiðlinum en aldrei var upplýst hver stóð að baki henni. „Karlar eru betri en konur“ er þó ekkert einsdæmi á Íslandi, því á síðunum „Kvenmenn eru verkfæri djöfulsins,“ „Húmor fyrir lengra komna“ og „Dóp og hórur“ er kynferð- isofbeldi einnig haft í flimtingum. 12 ára dræsur Stjórnendur Facebook-fyrirtækisins hafa legið undir harðri gagnrýni fyrir ritskoðunarstefnu sína. Þykir hatursáróðri gegn konum sýnt undar- lega mikið umburðarlyndi meðan femínistar um allan heim upplifa að Facebook-aðgangi þeirra sé læst aft- ur og aftur. Reynsla Hildar Lilliendahl af þessu hefur vakið heimsathygli og af þessu tilefni hefur hún verið tekin tali í erlendum fjölmiðlum. Á vefnum Elephant Journal er að finna umfjöllun um femínista sem orðið hafa fyrir svipaðri reynslu og Hildur. Má þar nefna stofnendur síðunnar „The Body Is Not An Apology“ þar sem fólk er hvatt til að vera stolt af líkama sínum og stjórnendur hópsins „The uprising of women in the Arab world“ sem urðu fyrir því að þeim var sparkað út af Facebook í 30 daga og þeim hótað að aðgangi þeirra yrði lokað til frambúðar. Vakið hefur sérstaka athygli að á meðan tekið er hart á femínistum hafa kvenhaturssíður og jafnvel nauðgunarhótanir verið látnar óá- reittar af stjórnendum Facebook. Þá er látið nægja að orðin „controversial humour“ séu sett fyrir framan heiti síðnanna. Meðal þeirra sem fengið hafa þá meðferð er Facebook-síðan „12 Year Old Slut Memes“ þar sem birtar eru myndir af litlum börnum og gróf kynferðisleg ummæli látin fylgja með. Önnur síða í svipuðum dúr beinist að fullorðnum konum. Hún heitir einfaldlega „Sluts“ og 540 þúsund manns um allan heim hafa „líkað“ við hana. Soraya Chemaly, blaðakona hjá Huffington Post, gerir þetta að umtalsefni í pistli þar sem hún beinir orðum sínum til stjórnenda Facebook: „Hey, Facebook. Einni af hverjum þremur konum á þessari plánetu verð- ur nauðgað á ævinni eða hún barin. Heimilisofbeldi dregur milljónir kvenna og stelpna til dauða á ári hverju. Milljónir eru seldar, barðar, pyntaðar og kynferðislegar áreittar. Þetta er gjaldið fyrir að fæðast sem kona á plánetu sem umber óendanlega mikið ofbeldi gegn helmingi fólksins sem á henni býr. Hvað hefur þetta með Facebook að gera? Heilan helling, því undir þessum kringumstæðum er hlutleysi ekki til. Annaðhvort hjálpar maður til við að breyta hlutunum eða umber ástandið eins og það er og aðstoðar þannig ofbeldismennina.“ n Katrín Anna fékk að finna fyrir því þegar hún var talskona Femínistafélagsins„Það eina sem ég vissi var að ein- hvers staðar var fólk sem vildi mér illt. Ekki í lagi Katrín Anna segir það grafalvarlegt ef konur sem taka þátt í jafnréttisbaráttu mæti slíku ofstæki því það fæli fólk frá því að segja skoðanir sínar. mynd sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.