Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 17
Úttekt 17Helgarblað 4.–6. janúar 2013
mjög auðvelt að bægja vandanum frá
sér og bíða með að taka afstöðu.“
Kolefnisskattur er mikilvægur
Hann segir hins vegar engan tíma til
þess að bíða. Náttúran bíði ekki. Það
verði aftur á móti ekkert af raunveru-
legri varnarbaráttu fyrr en verulega
sterkur pólitískur vilji verði áberandi
og þá sé kolefnisskattur mikilvægur.
Hann útskýrir hvers vegna: „Menn
hafa komist upp með það að setja
kolefni út í andrúmsloftið. Menn
spila bara eins og dómarinn leyfir.
En ef alþjóðasamfélagið segir: Jæja,
það kostar 60 evrur á tonnið að losa
kolefni í loftið. Þá hækkar verð líf-
rænna orkugjafa. Það má rétt ímynda
sér hvort olíufyrirtækin séu spennt
fyrir þessu. Þess vegna setja þeir
mikla peninga í fréttaveitur til þess
að tala þetta niður – til þess að seinka
þessu. Því fyrir hvert ár sem þessu
er seinkað – þeim mun meiri verður
skammtímahagnaður þeirra. Þannig
horfir þetta við þeim.“
Aftakaveður og flóð verða miklu
algengari
Aukning á styrk koltvíoxíðs í andrúms-
lofti hefur verið hvað mest síðustu 50
ár. Styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti
er orðinn meiri en hann hefur verið í
800.000 ár. Loftslag hlýnar vegna gróð-
urhúsaáhrifa sem koltvíoxíð veldur,
úthöfin sýrast og sjávaryfirborð hækk-
ar. „Spurt er hvort hækkunin á þessari
öld verði í sentímetrum eða metrum.
Jarðarbúar eru núna sjö milljarðar.
Við verðum níu milljarðar eftir aðeins
50 ár. Flest bendir til þess að veður-
far breytist með þeim afleiðingum að
þurru svæðin verða þurrari og þau
röku rakari. Aftakaveður og flóð verða
miklu algengari og það mun hafa víð-
tæk áhrif. Allt frá flutningi fólks milli
landa og röskun á matvælafram-
leiðslu,“ segir Sigurður Reynir og
bendir á að með því verði bæði félags-
legur og pólitískur veruleiki allt annar.
Stefnir í tveggja metra hækkun
sjávarborðs
Sigurður Reynir sýnir blaðamanni lík-
an sem spáir á raunhæfan máta fyrir
um hvað gerist ef við höldum áfram
að brenna kolefni út í andrúmsloftið
með sömu hraðaaukningu og við höf-
um gert.
„Styrkurinn er svo mikill að af-
leiðingarnar verða gríðarlegar, með
þessu framhaldi þá stefnir í tveggja
metra hækkun sjávarborðs í lok
þessarar aldar. Það er bara eins og í
einhverri hamfarasenu í Hollywood-
kvikmynd.
Líklega verður miklu heitara á Ís-
landi – þótt við séum á erfiðum tíma-
punkti til að spá fyrir um slíkt því
að Golfstraumurinn gæti allt í einu
hoppað yfir til Portúgal. Það hefur
gerst áður og þá lækkar hitastigið.
Við erum að hreyfa svo mikið við
loftslagskerfinu. Var það ekki Hall-
grímur Helgason rithöfundur sem
sagði: „Icelanders have high hope
for climate change?““ segir Sigurður
Reynir og brosir út í annað. „Hall-
grímur átti við að eðlilega vildu Ís-
lendinga heitara loftslag.
Orðalagið er óheppilega
tvíbent því ef hitastig
hækkar þá hækkar yfir-
borð sjávar. Það hentar
okkur ekki vel.
Ég neita því ekkert að
það er yndislegt að sitja
úti á kvöldin og fá sér
bjór niðri á Austurvelli
í góðu veðri í miklum
hita í júní en svo getur
komið svona aftakaveð-
ur í september, október,
nóvember og desem-
ber síðastliðnum – sem
verður tjón af í hvert
sinn. Tíðni aftakaveðra
verður meiri hér sem
annars staðar ef fram
fer sem horfir.“
Seltjarnarnes
verður eyja
Blaðamaður biður
Sigurð Reyni að nýta
fræðin og reynsluna til þess að horfa
lengra fram í framtíðina. Hvernig
gætu Íslendingar verið staddir í ná-
inni framtíð ef fram fer sem horfir, og
börn þeirra og barnabörn, hvað þurfa
þau að glíma við ef ekkert er að gert?
„Já, ég get gert það. Það er fyrir-
sjáanlegt í náinni framtíð að hægt og
bítandi verða sjávarflóð alvarlegri og
aftakaveður færast í aukana og valda
tjóni. Þetta er að gerast núna, sjór fer
að ganga á land, sérstaklega þegar
saman fer stórstraumur og leifar af
fellibyl eins og síðasta haust.
Ef við horfum lengra þá breytist
landslagið hjá okkar meðan yfirborð
sjávar hækkar með bráðnun jökla.
Það verður til dæmis allt á kafi þar
sem Hagkaup á Eiðistorgi er í dag.
Seltjarnarnes verður eins og lítil eyja
út frá Reykjavík. Sjórinn flæðir líka
inn Lækjargötuna og tengist tjörn-
inni og aftur á haf út. Áhrifin af hækk-
un yfirborðs sjávar verða misalvar-
leg, alvarlegust eru þau að sjálfsögðu
á láglendum og þéttbýlum svæðum
Asíu en einnig í Evrópu, til dæmis
í Hollandi. Ef sjórinn fer svo súrna
þá hefur það áhrif á lífið í sjónum og
fiskistofnana og þeir stofnar sem við
höfum verið að veiða færa sig norðar
og aðrir koma í staðinn. Íslendingar
eru fær veiðiþjóð og þurfa þá að verða
viðbragðsfljótir.“
Eins og í Mad Max
Sigurður heldur áfram að skoða
framtíðina og hvernig veður og
loftslagsbreytingar hafa víðtæk
áhrif á líf okkar og ákvarðanir. „Ef
við höldum áfram að ímynda okk-
ur framtíðina þá getur vel verið að ef
það gengur vel hjá okkur Íslending-
um, betur en hjá öðrum þjóðum, að
það verði þrýstingur á okkur að taka
við flóttamönnum. Til dæmis frá
Bangladess þar sem fyrirséð er að
ástandið verði erfitt. Það má segja
að ef allt fer á versta veg þá megi
ímynda sér ástandið eins og í kvik-
myndinni Mad Max. Þeir sem hafa
litla tilfinningu fyrir þessu ættu að
prófa að fara með GPS-tækið sitt út í
garð og skoða hvað þeir eru hátt yfir
sjávarmáli og reikna svo út hvernig
þeir standa í framtíðinni ef sjávar-
mál hækkar.
Ef Grænlandsjökull bráðnar
hækkar yfirborð sjávar um 7,6 metra.
Ef að jökullinn á Suðurskautslandi
fer þá hækkar það um 56,6 metra.“
Heiminum bjargað á
Hellisheiðinni
Íslendingum má vera létt því ekki er
öll von úti. Sigurður Reynir er meðal
vísindamanna í fremstu röð í rann-
sóknum á viðfangsefninu og því
hvernig má bregðast við.
„Ef við viljum koma í veg fyrir að
sjórinn súrni og yfirborð sjávar hækki,
og breytingar á loftslagi, þá þurfum
við að taka okkur á. Breytingarnar sem
við erum að valda eru svo hraðar og
miklar að aðlögun okkar verður erf-
ið. Við verðum að verða sjálfbærari og
hreinsa andrúmsloftið. Við verðum
að binda koltvíoxíð sem losnar við
bruna lífrænna orkugjafa og það
verður best gert með því að binda
það í bergi,“ segir Sigurður Reyn-
ir og færir í tal kolefnisbindingarver-
kefni sitt, CarbFix, sem felst í því að
þróa iðnaðar ferli til bindingar koltví-
oxíðs í bergi í þúsundir ára og þjálfa
unga vísindamenn til þess að nýta
þekkinguna til framtíðar. Hópur vís-
indamanna á vegum Sigurðar Reynis
hefur smíðað niðurdælingarbúnað og
fyrstu tilraunir til að koma kolefninu í
berg eru hafnar.
„Verkefnið hófst með sam-
starfi rannsóknarráðs Frakklands,
Columbia-háskólans í New York og
okkar, leiddu af mér, Háskóla Íslands
og Orkuveitu Reykjavíkur.
Við settum okkur það markmið
að binda koltvíoxíð í bergi, og draga
þannig úr því magni sem losað er í
andrúmsloftið. Við tökum koltvíoxíð
sem losnar við virkjun jarðvarmans á
Hellisheiði og leysum það upp í vatni
undir miklum þrýstingi, þessu dælum
við svo djúpt niður í jarðlög,“ segir Sig-
urður Reynir. „Þar hvarfast vatnið og
koltvíoxíðið við kalsíum sem losnar
úr berginu og myndar að lokum stein-
tegundina kalsít. Þannig vonumst við
til að binda koltvíoxíðið í föstu formi í
tugi alda eða jafnvel milljónir ára.“
Hann tekur upp stóran steinhnull-
ung af borðinu – silfurberg. „Svona
lítur kolefnið út, þótt það verði að-
eins skýjaðra en þetta þegar búið er
að binda það.“
Tröllið verður að steini
Úr ógn í fallegan stein? „Já,“ segir Sig-
urður Reynir og brosir. „Við steinrenn-
um kolefnið. Kolefnið verður eins og
tröllin, dagar uppi og verður að steini.
Svo verður það bundið í milljónir ára.“
Hann útskýrir betur af hverju það
er best að breyta tröllinu
kolefni í stein. „Flest efni
í manninum eru ættuð
úr bergi. Vatnið sem við
drekkum og kolefnið
sem við borðum dag-
lega og öndum síðar frá
okkur hefur einhvern
tímann verið fast í bergi
en síðan borist þaðan í
geyma lífs og lofts. Efnin
ferðast úr einum geymi í
annan en dvelja mislengi
í hverjum þeirra. Dvalar-
tíminn í bergi og sjó er
langur en stuttur í líf-
verum og andrúmslofti.“
Holrými til sölu
Sigurður Reynir segir frá
því að í dag séu notaðar
nokkrar aðferðir til að
binda. Norðmenn fari
þar fremstir en þeir dæla
kolefninu niður í jarðlög
þar sem það á að sitja fast.
„Norðmenn eru komnir hvað
lengst með þetta. Gro Harlem
Brundtland leiddi Norðmenn í um-
hverfisstefnu þeirra. Þeir hefðu getað
sett kolefnið beint út í andrúmsloftið
í sínum orkufreka iðnaði en þeir settu
á kolefnisskatt. Þeir setja milljón tonn
ofan í jarðlögin á hverju ári. Það er
góð aðferð en ekki eins trygg og okkar.
Tröllin verða ekki að steini, það sem
menn eru hræddir við er að kolefnið
rísi upp úr jarðlögunum vegna þess
að það er eðlislétt. Þá kemur upp stór
loftbóla koltvíoxíðs sem getur valdið
köfnun. Það er því alveg ljóst að fólk
vill ekki hafa þetta í bakgarðinum hjá
sér. Í Danmörku og Þýskalandi hefur
þegar verið sett reglugerð um að þessi
holrými megi ekki vera í þéttbýli.“
Hann segir að verið sé að kort-
leggja holrými sem henta í niður-
dælingu um heiminn, þau séu nú
allt í einu orðin verðmæt og fyrir jól í
fyrra var til að mynda opnað fyrir til-
boð í holrými í norskum jarðlögum
sem mörg fyrirtæki sóttust eftir að
vera með í. „Fyrirtæki eru farin að sjá
möguleika í þessu. Þegar kemur að
því að alþjóðasamfélagið setur reglur
þá eru þau þegar búin að tryggja sér
ákveðin svæði með þetta fyrir aug-
um.“
Í neyð: kolefnisstöðuvötn og
kæling með brennisteini
En sú staða gæti komið upp að það
þyrfti að bregðast við vánni á afar
skömmum tíma. Þá segir Sigurður
Reynir mikilvægt að til sé góður banki
af lausnum svo hættulegasta leiðin
verði ekki valin.
„Þetta er alveg rosalegt, og ef ein-
hverjar hamfarir fara af stað sem
verður að stöðva þá fara menn að
hugsa, hvað getum við gert í dag?
Staðreyndin er sú að við erum ekki til-
búin í dag með öll þessi svæði neðan-
jarðar til að koma kolefninu fyrir í.
Þá gæti þurft neyðarlausn. Til að
mynda að þjappa kolefninu í stöðu-
vötn á sjávarbotni. En ef einhverra
hluta vegna yrði jarðskjálfti eða aðrar
hræringar þá gæti þetta risið upp og
þá gæti komið mikil loftbóla sem gæti
valdið köfnun.
Annað sem menn hafa íhug-
að er að kæla jörðina með brenni-
steini. Brennisteinsagnir í efri loft-
lögum koma í veg fyrir inngeislun
sólar. En þá er hætta á að við kælum
lofthjúpinn of mikið með aðgerðum
okkar. Þetta er framtíðarsýnin,“ segir
Sigurður Reynir. „Það sem horfir við
okkur núna er að við erum á þeysireið
uppi í kolefnishringrásinni, dansinn
er að herðast og hringurinn að slitna
og það er fyrirséð að peningaöflin
komi í veg fyrir eðlilega umræðu um
þetta því hagsmunirnir eru svo miklir.
Við erum bókstaflega að brenna inni
á tíma.
Ég sé bara í mínu verkefni að það
koma alltaf upp vandamál sem þarf
að laga – það þarf að vera til banki af
lausnum.“
Snæddi kvöldverð með Al Gore
Nú er rúmt ár síðan rannsóknar-
hópurinn framkvæmdi tilraunirnar á
Hellisheiði. „Við vorum með mæla-
búnað og tókum upp ferlið. Það varð
ofboðslega mikill fögnuður og léttir
að sjá að tilraunir okkar tókust. Næsta
skref var svo að sjá hvort efnahvörfin
gengju eftir, sem og þau gerðu.“
En nýtur verkefnið nægs stuðnings
til að halda áfram af þeim krafti sem
þarf og er í takt við válega framtíðar-
sýn vísindamanna?
„Við vorum með rosalega góðan
stuðning fyrir hrun. Þetta er auðvitað
ekki bara ég. Þetta eru Háskóli Íslands
og Jarðvísindastofnun, Orkuveita
Reykjavíkur, Columbia-háskólinn í
New York og franska rannsóknar ráðið.
Hitaveita Suðurnesja og Norðurál
styrktu okkur fram að hruni en helt-
ust svo úr lestinni. Við höfum fengið
góða styrki frá Evrópusambandinu og
Norrænu ráðherranefndinni og líka
orkumálaráðuneytinu í Bandaríkj-
unum. Rannís hefur líka styrkt okkur
eftir mætti. En eins og staðan er í dag,
þá þurfum við að eyða miklum tíma
og mikilli orku í að leita að stuðningi.“
Hann segir stuðninginn hafa verið
ævintýralegan fyrir hrun. Forsetinn
hafi verið einn af frumkvöðlunum og
leitt aðila saman. „Hann hefur bæði
sýnt okkur beinan og óbeinan stuðn-
ing. Þetta var eiginlega ævintýralegt
fyrir hrun. Roman Abramovitz og Al
Gore komu hérna fyrir hrun kynntu
sér verkefnið og snæddi kvöldverð
með okkur. Forsetinn var ekki bara
að skemmta bankamönnum, hann
hefur líka reynst okkur vel þó það hafi
ekki farið hátt.“
Sóknarfæri í ógn
Hann bendir á að mikilvægast sé
að hafa sterkan pólitískan vilja. Það
þurfi að setja verðmiða á kolefnið.
„Þetta getur orðið stóriðnaður. Þetta
er sóknarfæri og getur jafnvel orðið
jafnstór iðnaður og olíuleitin. En að-
eins ef það pólitískur vilji til að setja
verðmiða á kolefnið. Það verður að
vera hagfræðilegur hvati. Hann getur
reyndar líka komið annars staðar
frá og er farinn að gera það. Sprott-
inn úr neyð eins og sannaðist þegar
tryggingarreikningar fóru að berast
vegna náttúruhamfara og fellibylja.
Íslendingar eru vel staddir, ef
horft er til framtíðar, miðað við
margar aðrar þjóðir. Við erum með
endurnýtanlega orkugjafa sem verða
verðmætari en olía þegar fram í sæk-
ir og við eigum hugvit sem kem-
ur að gagni, en það er lítill tími til
stefnu,“ segir Sigurður Reynir og
hvetur sem flesta til þess að taka þátt
í umræðunni verða meðvitaða um
ástandið og lesa bókina um kolefnis-
hringrásina. n
Reykjavík á floti
Þetta er að gerast núna „Það er
fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að hægt og
bítandi verða sjávarflóð sífellt alvarlegri
og aftakaveður færast mjög í aukana og
valda tjóni. Þetta er að gerast núna, sjór
fer að ganga á land, sérstaklega þegar
saman fer stórstraumur og leifar af
fellibyl eins og síðasta haust.“
Hækkun sjávarstöðu í Reykjavík Hækkun sjávarstöðu getur orðið verulegt vandamál, sérstaklega þar sem land er að síga. Þetta á m.a. við um lág-
svæði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaganum. Aðlögun að loftslagsbreytingum hefur með litlum hætti komist á dagskrá stjórnvalda á Íslandi.
Á þeysireið í kolefnisbrennslu Myndin dregur saman styrk koltvíoxíðs í andrúmslofti síðustu 800.000 árin og hvert við stefnum. Ef styrkur koltvíoxíðs fer yfir 560 ppm hækkar hitastig um 3°C miðað við lofthita fyrir iðnbyltingu.