Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Page 18
18 Erlent 4.–6. janúar 2013 Helgarblað
Vill ekki sjá eiginmanninn
n Igor Faber lét sig hverfa fyrir nítján árum n Var úrskurðaður látinn
S
lóvakískur karlmaður fannst
á lífi á dögunum tæpum tutt-
ugu árum eftir að hann var
úrskurðaður látinn. Maður-
inn, Igor Faber, hvarf spor-
laust eftir að hafa farið í fjallgöngu
í Tatra-fjöllum skammt frá heimili
sínu í Poprad í Slóvakíu árið 1993.
Faber skilaði sér hins vegar ekki aftur
til byggða og mikil leit að honum skil-
aði engu. Nokkrum mánuðum síðar
var hann úrskurðaður látinn.
Það var svo í desember að kennsl
voru borin á Faber í athvarfi fyrir
heimilislausa í borginni Prag í Tékk-
landi. Í ljós kom að hann hafði alls
ekki farið í fjallgönguna á sínum tíma
heldur einfaldlega yfirgefið eigin-
konu sína og tvö börn þeirra til að
hefja nýtt líf. „Hann átti við andlega
erfiðleika að stríða og vildi byrja upp
á nýtt,“ segir nákominn ættingi fjöl-
skyldunnar í viðtali við breska fjöl-
miðla. Eiginkona hans, Renata, var
látin vita að eiginmaður hennar hefði
fundist á lífi og var hún spurð hvort
hún vildi taka við honum aftur og
veita honum húsaskjól. Því hafn-
aði hún snarlega. „Hvernig get ég
tekið við honum eftir allan þenn-
an tíma. Lífið heldur áfram. Börn-
in eiga nú nýjan föður og ég á nýjan
eiginmann,“ sagði hún við fjölmiðla
og bætti við: „Hann vildi okkur ekki á
sínum tíma og núna viljum við ekkert
með hann hafa. Fyrst hann gat ekki
látið okkur vita að hann væri heill
heilsu á sínum tíma get ég ekki með
nokkru móti tekið á móti honum og
gert aftur breytingar á mínu lífi.“
Það lítur því út fyrir að Faber verði
heimilislaus enn um sinn. n Á góðri stundu Hér sést Igor Faber með eiginkonu sinni, Renötu, fyrir margt löngu.
n Yfirvöld í Gangnam í Suður-Kóreu nýta sér vinsælasta lag síðasta árs
Manhattan Asíu
Gangnam verði
V
egna hans er fólk um alla
heimsbyggðina farið að
þekkja hverfið okkar – fólk
sem vissi jafnvel ekkert
um Suður-Kóreu,“ segir
Kim Kwang-soo, yfirmaður nýrrar
ferðamálastofu í viðskiptahverfinu
Gangnam í borginni Seúl í Suður-
Kóreu.
Lagið Gangnam Style með
suðurkóreska rapparanum Psy var
óumdeilanlega langvinsælasta lag
síðasta árs og er til að mynda eina
myndbandið á myndbandavefnum
Youtube sem er með fleiri en einn
milljarð flettinga. Eins og nafn lags-
ins gefur til kynna fjallar lagið um
Gangnam-hverfið sem er viðskipta-
hverfi Seúl-borgar þar sem skýja-
kljúfar, lúxusbílar og jakkafata-
klæddir menn eru á hverju
götuhorni. Yfirvöld í hverfinu ætla
að nýta sér vinsældir lagsins til hins
ítrasta og hafa sett saman metn-
aðarfulla áætlun sem miðar að því
að fjölga ferðamönnum um allt að
hundrað prósent á næstu misser-
um.
Miðstöð afþreyingar
„Psy kom í þann mund sem við
vorum reiðubúnir til að kynna
hverfið fyrir heimsbyggðinni,“ seg-
ir Shin Yeon-hee, sem er eins kon-
ar hverfisstjóri Gangnam, í við-
tali við New York Times. Í febrúar
stendur til að opna miðstöð ferða-
manna í hverfinu sem að nokkru
leyti verður tileinkuð rapparanum
sem tröllreið heimsbyggðinni á ný-
liðnu ári. Áætlun yfirvalda í hverf-
inu miðar að því að gera það að
miðstöð tísku og afþreyingar í Aust-
ur-Asíu. Þá vonast yfirvöld til að
fjölga ferðamönnum úr 800 þús-
undum á ári hverju í tæplega tvær
milljónir á næstu árum. Flestir
þessara ferðamanna koma frá Jap-
an og Kína en yfirvöld í Gangnam
vilja fleiri ferðamenn frá Evrópu
og Bandaríkjunum. „Við teljum
að hverfið sé á pari við Manhatt-
an í New York og Beverly Hills í Los
Angeles,“ segir Shin en í Gangnam
eru áhrif bandarískrar menningar
þegar greinileg. „Íbúar hér geta ver-
ið glysgjarnir en það öfunda allir
íbúa hverfisins vegna þess að þeir
eru nánast allir mjög efnaðir,“ segir
Yu Jae-yung, sextán ára piltur, sem
heimsótti hverfið á dögunum.
Þótti góður grínisti
Vinsældir lagsins komu mörgum í
opna skjöldu enda voru fáir í Suður-
Kóreu sem tóku Psy, sem heitir réttu
nafni Park Jae-sang, alvarlega sem
tónlistarmann. Hann hafði þó getið
sér gott orð sem grínisti samhliða
því að gefa út lög sem nutu takmark-
aðra vinsælda – allavega í saman-
burði við Gangnam Style. Yfirvöld í
Gangnam vinna nú að stefnumótun
um fjölgun ferðamanna og fara þau
ekki í launkofa með að lagið verði
notað til að laða að túrista. Þó svo
að hverfið sé rótgróið í Seúl var það
ekki fyrr en í nóvember að sérstakt
tólf manna ferðamannaráð hverfis-
ins var stofnað en um það leyti var
Gangnam Style að slá rækilega í
gegn um gervallan heim.
Framkvæmdir við nýtt torg í
miðju hverfisins eru hafnar og í
febrúar verður ferðamannamið-
stöðin opnuð formlega. Þá ætla
yfir völd að safna lófaförum frægra
einstaklinga um allan heim og
þrykkja þeim í stétt við Hallyu Dri-
ve í Gangnam. Mun gangstéttinni
þannig svipa til Walk of Fame á
Hollywood Boulevard sem trekkir
að fjölda ferðamanna ár hvert. n
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Við teljum að
hverfið sé á pari við
Manhattan í New York og
Beverly Hills í Los Angeles.
Gangnam-hverfið Hverfið er viðskiptamiðstöð Suður-Kóreu og þar sjást lúxusbílar á
hverju götuhorni. Myndin er tekin við aðallestarstöðina í hverfinu. Mynd ReuteRs
Feikivinsæll Vinsældir Psy voru miklar á liðnu ári. Hér er hann í Bangkok í lok nóvember. Yfirvöld í Gangnam-hverfinu ætla að nýta sér
vinsældir lagsins til hins ýtrasta.
Nýtt Falk-
landseyja-
stríð?
Forseti Argentínu, Cristina Fern-
andez de Kirchner, hefur sakað
Breta um að viðhalda úreltri ný-
lendustefnu og hefur opinber-
lega krafist þess að Bretar skili
Argentínu aftur Falklandseyjum.
Forsetinn hefur áður viðrað þessa
skoðun án þess þó að krefjast
þessa eins harðlega og nú, en hún
hefur stuðning flestra annarra
ríkja í Suður-Ameríku. David
Cameron, forsætisráðherra Bret-
lands, hefur hafnað því alfarið að
Bretar láti eyjarnar af hendi. Líkur
á nýrri styrjöld vegna eyjanna eru
taldar hafa aukist.
Ákærðir fyrir
hrottalega
nauðgun
Fimm manns hafa verið ákærðir
fyrir að hafa nauðgað og reynt að
myrða unga stúlku í strætisvagni í
Delí í Indlandi um miðjan desem-
ber en málið hefur vakið gríðar-
lega reiði í heimalandinu og vakið
heimsathygli. Stúlkan lést síðar af
áverkum sínum og nú hafa fimm
menn verið ákærðir fyrir verknað-
inn. Einn til viðbótar er í haldi lög-
reglu vegna málsins en er talinn
undir lögaldri og því beðið með
ákæru á hendur honum. Mikil
mótmæli hafa verið í helstu borg-
um Indlands vegna árásarinnar
en vandamálið er stórt og hingað
til hefur oft verið litið framhjá slík-
um voðaverkum af hálfu lögreglu
landsins.
Farsímarnir
í úrin
Ef marka má heimildir Times og
fleiri miðla er næsta tækniundur
Apple-fyrirtækisins farsími í
armbandsúri og rætist þar með
draumur margra sem öfundað
hafa teiknimyndahetjuna Dick
Tracy sem notaði slíkt tæki fyrir
margt löngu. Sé þetta rétt verður
væntanlega um framúrstefnu-
legt úr að ræða og það mun lík-
lega kosta sitt eins og aðrar vör-
ur fyrirtækisins. Á móti kemur
að minni hætta verður á að fólk
gleymi símanum hér og þar. Óljóst
er hvenær fyrstu gripirnir koma á
markað en fullyrt er þó að fram-
leiðsla sé þegar hafin að einhverju
leyti í verksmiðjum í Kína og því
gætu farsímaúrin komið á mark-
að næsta sumar eða haust. Apple
er ekki fyrsta fyrirtækið sem reynir
slíkt ef rétt er. Microsoft framleiddi
slík úr og seldi fram til ársins 2008
þegar framleiðslu þeirra var hætt.