Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Page 34
34 Lífsstíll 4.–6. janúar 2013 Helgarblað Svona heldur þú áramótaheitið n Verum raunsæ og ætlum okkur ekki of mikið n Slepptu áfenginu og lyftu lóðum 1 Verum raunsæ, það er engin töfraformúla Ef þú vilt losna við kílóin sem bætt- ust við um jólin þarftu að hreyfa þig. Þetta er mjög einfalt reikningsdæmi; þú þarft að brenna meiru en þú borðar. Með líkamsrækt brennir þú ekki eingöngu hitaeiningum heldur viðheldur hreyfingin auknum efna- skiptum í marga klukkutíma á eftir. Mundu að líkamsrækt einskorð- ast ekki við átök í ræktinni. Líkams- rækt er einnig það að ganga meira og að ganga upp tröppur í stað þess að taka lyftuna. Slíkar minni dag- legar athafnir hafa mikið að segja þegar kemur að því að brenna hita- einingum. 2 Gerðu eitthvað á hverjum degi, skipuleggðu vikuna og skráðu það niður Taktu frá nokkrar mínútur á hverj- um sunnudegi til að skoða vik- una sem framundan er. Skoðaðu hvaða tími fer í vinnu og félagslíf og reyndu að koma líkamsræktinni inn í stundaskrá þína. Það gengur oft betur að skipuleggja eina viku í einu þar sem þær geta verið mismun- andi. Með þessu getur þú komið lík- amsræktinni fyrir þegar þú átt lausa stund. Hér er dæmi um slíka viku: n Mánudagur – gakktu í búðina (um það bil 1 km), verslaðu inn fyrir vikuna og labbaðu heim. n Þriðjudagur – farðu fótgangandi í fatahreinsunina. Eftirmiðdagur – líkamsrækt. n Miðvikudagur – 30 mínútna hlaup. n Fimmtudagur – taktu strætó í og úr vinnu, gangan að stoppistöð er hreyfing, þrífðu svo gólfin heima hjá þér, það er líka hreyfing. n Föstudagur – sundsprettur í 45 mínútur fyrir vinnu. n Laugardagur – dragðu vin í göngutúr og kaffi á eftir. n Sunnudagur – skokkaðu létt. 3 Slepptu áfengi Við erum ekki að tala um að sleppa því alveg að eilífu. Að fá sér vín getur verið gott í góðra vina hópi og er sam- ofið menningu okkar. Við ættum hins vegar að gefa líkamanum smá frí frá áfenginu eftir öll jólaboðin og veita honum þannig tækifæri til afeitrunar og að komast í gott jafn- vægi. Prófaðu þetta í nokkrar vikur og passaðu þig á að drekka nóg af vatni til að aðstoða líkamann við hreinsunarstarfið. Að nokkrum vikum loknum þá er gott ráð, eins og með líkamsræktina, að skoða vikuna sem framundan er og leyfa sér að fá sér drykk einstaka sinnum. Þá er átt við ef eitthvað sér- stakt er fyrirhugað, svo sem veisla eða matarboð. Hafðu samt í huga að hér er ekki átt við að þá megir þú drekka samanlagt sem þú hefur sparað heldur er átt við eitt eða tvö vínglös. 4 Borðaðu kolvetni á morgn-ana og forðastu mikið unn- in matvæli og sykur Sumir telja að nýársheit um bættan lífsstíl og hollara mataræði gangi út á að borða minna og að fara á hreins- andi kúra. Hér er ráð um hvernig þú getur tekið upp heilbrigðara líferni og haldið það út út árið. Það er engin ástæða til að svelta sig í þrjár vikur og léttast um nokkur kíló ef þið eruð svöng og þunglynd yfir þennan hávetrartíma. Ef þið farið þessa leið fallið þið fljótt í freistni og leitið huggunar í mat. Þá er betra að skoða hvernig þið getið breytt mataræðinu til hins betra. Það er nefnilega vel hægt að minnka neyslu á feitum, mik- ið unnum og sætum mat án þess að taka þessi matvæli algjörlega úr mataræðinu. Prófið ráð eins og að passa upp á að borða holl matvæli í 80 prósent tilfella, borðið minni skammta, borðið prótein í hverri máltíð og skoðið hvað þið eruð að borða. Það er vitað að þeir sem borða al- mennilegan morgunmat eiga í minni vandræðum með yfirþyngd. Einnig er því haldið fram að betra sé að borða unnin kolvetni, svo sem brauð og pasta, fyrri hluta dags og að fá sér léttari máltíð á kvöldin, svo sem kjöt með grænmeti. 5 Prófaðu að lyfta lóðum Þeir sem eiga kort í ræktina ættu að íhuga að bæta lyfting- um inn í æfingaprógrammið. Fáðu aðstoð þjálfara við að komast í gang með þessar æfingar. Það er engin hætta á að þú verðir vöðvatröll um leið og þú byrjar að lyfta lóðum. Þessar æfingar hjálpa til við að byggja upp vöðva en á meðan passað er upp á hitaein- ingarnar þá ert þú fljót/ur að ná upp fallegri vöðvabyggingu og fita hverf- ur fyrr en við þolæfingar. Því stærri sem vöðvarnir verða, því betur geng- ur að brenna hitaeiningum þar sem efnaskipti aukast. Annar kostur þess að vera sterk- ari er sá að daglegar athafnir verða léttari og líkur á meiðslum við æfingar, sér í lagi við hlaup og hjól- reiðar, minnka. 6 Það er sama hve margar kviðæfingar þú gerir, þú færð ekki flatan maga af þeim Ef þú vilt ná slíkum árangri er mikil- vægt að taka mataræðið í gegn. Allir eru hvattir til að styrkja kvið- og bakvöðva en með því má minnka líkur á meiðslum við einfaldar dag- legar athafnir, eins og að beygja sig niður. Það er aldrei hægt að vera með of sterka kvið- og bakvöðva og þeir sem stunda nú þegar líkamsrækt ættu jafnvel að bæta í æfingar fyrir þessa vöðva. 7 Prófaðu eitthvað nýtt Nýtt ár með nýjum áheitum og því tilvalið að prófa nýja tegund líkamsræktar. Það er mikið úrval af ýmiss konar hreyfingu og líkamsrækt sem má athuga. Eins er hægt að byrja að æfa dans, læra að kafa, fara í jóga eða jafnvel koma sér í hljómsveit eða kór. Það að standa og syngja eða spila á hljóðfæri eyðir hitaeiningum. 8 Einblíndu á það sem þú færð, ekki það sem þú missir Breyttu hugsunarhætti þínum gagn- vart mataræði eða líkamsrækt þinni. Hugsaðu um hvað þú græðir á heil- brigðari lífsstíl í stað þess sem þú missir af. Ekki hugsa um að léttast, hugsaðu um hve fataskápurinn þinn breytist þegar þú ferð að passa í föt sem voru orðin of lítil. Hugsaðu um hve sjálfstraust þitt mun aukast og hvernig líf þitt og heilsa mun batna. Þú bætir ekki bara heilsuna og útlitið heldur hefur þetta áhrif á skapið og þú verður létt- ari í lund. 9 Dragðu félaga með þér Við vitum að and- legur stuðningur er mikilvægur þegar að kemur að því að standa við heit. Það er því gott að fá vin sinn með sér í átakið. Með því veitið þið hvor öðr- um hvatningu og styrk til að halda áætlun. Það má einnig kynnast nýju fólki og eignast nýja vini í líkams- ræktinni. Ef nýársheitið er að byrja að hlaupa er tilvalið að skrá sig í hlaupahóp. Með því að deila upplifuninni eru meiri líkur á að þér gangi vel og að þú haldir heitið. 10 Gerðu líkams-ræktina að vana Það er sagt að það taki okkur 3 vikur að búa til vana svo það er mikilvægt að einblína á næstu 3 vikurn- ar. Í byrjun febrúar ætti lík- amsræktin og bætt mataræði að vera orðið hluti af daglegum venj- um. Þú ættir því að byrja á því sem er efst á óskalista þínum og gefa þér tíma til að festa það í sessi. Þetta þýðir að þú þarft að leggja hart að þér í nokkrar vikur og þetta mun reyna á viljastyrkinn. En vittu til að fljótlega verður líkamsræktin orðin að daglegri rútínu hjá þér. J æja, þá er komið að því. Tími hátíðarhalda með tilheyrandi sukki er liðinn og blákaldur veruleikinn tekinn við. Nú er tími til að efna nýársheit um heilsusamlegri lífsstíl, bætt mataræði og aukna hreyfingu. Þó það hljómi sem heilmikið tak þarf það ekki að vera svo erfitt. Á style.uk.msn.com má finna 10 ráð sem breski einka- þjálfarinn Karen Weir gefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.