Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Qupperneq 46
46 Fólk 4.–6. janúar 2013 Helgarblað L eikkonan, leikskáldið og rithöfundurinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og kærast- inn hennar, leikarinn Víð- ir Guðmundsson, trúlofuðu sig um jólin. Þórdís Elva, sem skrifaði meðal annars bókina Á mannamáli og þýddi, ásamt leik konunni Þóru Karitas, bók- ina Þú afhjúpar mig sem kom út fyrir þessi jól, birti þau tíðindi á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Víðir hafi farið á skelj- arnar þann 27. desember og að sjálfsögðu hafi hún sagt já. Þór- dís Elva og Víðir eiga einn son saman en Víðir á tvö börn af fyrra sambandi. Trúlofuðu sig um jólin n Þórdís Elva og Víðir hamingjusöm Ekki lEngur fEiminn skólastrákur n Sölvi Tryggvason mætir aftur á skjáinn Þ egar ég var orðinn dálítið þurrausinn eftir að hafa tekið 40–50 viðtöl um þung mál rann allt í einu upp fyrir mér hve mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var feiminn strákur í menntó og háskól- anum. Sennilega hefði ég hlegið ef einhver hefði sagt mér fyrir 10 árum að ég ætti eftir að taka meira en þús- und viðtöl fyrir sjónvarp,“ segir fjöl- miðlamaðurinn Sölvi Tryggvason en fréttaskýringa- og heimildaþættirnir Málið, sem voru á dagskrá Skjá Eins á síðasta ári, fara aftur í loftið næsta mánudag. Þættirnir sem áður voru mánaðarlega verða nú vikulega á dagskrá í janúar og febrúar. „Við Daníel Bjarnason og Erlendur Sveinsson erum búnir að vinna hörðum höndum að þessarri seríu síðustu mánuðina. Ég hef unnið með mörgum síðan ég byrj- aði í fjölmiðlum, en það er á engan hallað þegar ég segi að þessir strákar eru sennilega þeir dugleg- ustu sem ég hef unnið með. Það mun vonandi sjást á þáttunum. Við munum meðal annars fjalla með mjög ítarlegum hætti um kyn- ferðisbrot gegn börnum á Íslandi, undirheimana og einelti, þannig að maður er ekki beint búinn að vera í Pollýönnu-leik að undan- förnu,“ segir Sölvi. Í þættinum um kynferðisbrot gegn börnum kemur meðal annars fram að það er líklegra að stelpa í 10. bekk á Íslandi árið 2012 hafi verið misnotuð kynferðislega en að hún hafi reykt sígarettur. „Í þátt- unum gómum við meðal annars menn sem töldu sig vera að fara að hitta 12 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. Það reyndi töluvert á fag- mennskuna þegar einn þeirra sam- þykkti að setjast niður í viðtal. Eins var það töluvert erfiðara að „con- fronta“ þessa menn í raun og veru en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sölvi sem verður einnig með þátt um undirheimana í Reykjavík. „Þar eiga eftir að koma fram merkilegar upplýsingar og við vinnum að því að ná myndefni sem kemur til með að vekja mikla athygli. Það eru held ég flestir sem til þekkja sammála um að neysla á sterkari efnum sé mun meiri en áður í undirheimunum og eins hafa útlendir aðilar náð að koma sér hér fyrir með skipu- lögðum hætti á fíkniefnamarkaðn- um. Þeirri þróun verður ekki snúið við héðan af og ég fullyrði að með erlendum aðilum hefur harkan aukist til muna. Þeir koma þá frá löndum þar sem hlutirnir eru tölu- vert öðruvísi en við erum vön hér og mannslíf minna virði. Það er ákveðinn ótti við þessa aðila bæði hjá Íslendingum sem hingað til hafa talist stórir í undirheimunum og eins virðist lögreglan eiga fullt í fangi með að kortleggja hvernig þeir vinna. Annað sem hefur gerst og er þessu tengt er að skotvopna- eign hefur færst í vöxt í undir- heimunum á Íslandi og því miður er margt sem bendir til þess að það sé bara tímaspursmál hvenær ein- hver verður skotinn til bana í átök- um sem tengjast undirheimunum. Þannig að eftir tíu ár gætum við horft upp á það að lögreglumenn á Íslandi verði búnir skotvopnum eins og þekkist erlendis, þó að það sé auðvitað eitthvað sem enginn vill.“ n Harður heimur Sölvi spáir því að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær einhver verði skotinn til bana í undirheim- um Reykjavíkur. ✗ Allar umsóknir skoðaðar ✗ Góðar tekjur í boði ✗ Tilvalin vinna með skóla Vantar þig aukapening? DV leitar eftir fólki í áskriftarsölu á kvöldin. Umsóknir berist á johanno@dv.is A freksíþróttakonan og Ólympíufarinn Ragna Ing- ólfsdóttir á von á sínu fyrsta barni í lok maí með unnusta sínum, Steini Baugi Gunnars- syni. Frá þessu segir badminton- spilarinn á Facebook-síðu sinni. Ragna, sem er 29 ára, hefur nú lagt spaðann á hilluna eftir langan og farsælan feril í badminton. Í viðtali við DV eftir Ólympíuleikana sagðist Ragna vera orðin leið á ferðalögum. „Ég hef komið til allra heimsálfa og síðustu árin hef ég dvalið meira í útlöndum en hér heima,“ sagði hún alsátt við að leggja spaðann á hill- una. indiana@dv.is Fyrsta barnið á leiðinni „Í þáttunum gómum við með- al annars menn sem töldu sig vera að fara að hitta 12 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.