Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Page 48
Fáir virðast
ætla að
hlaupa í
spik í ár!
„Þetta var reykelsi
– og ég át það“
n Teitur Atlason átti ekki sjö dag-
ana sæla í Svíþjóð þegar hann
fékk sér smá nasl á jólanótt sem
reyndist ekkert ljúfmeti en þó
mjög í anda jólanna.
Hann sagði frá reynslu sinni
á Facebook-síðu sini. „Á jólanótt
þegar allir voru sofnaðir ætlaði
ég sannarlega að hafa það náð-
ugt og sötra appelsín og maula
lakkrís fyrir framan tölvuna. Ég
opnaði pakkann og
náði mér í góða
lúku af því sem ég
taldi vera hámark
nostalgískrar
bragð-upplifun-
ar en … því miður.
-Þetta var reykelsi …
Og ég át það.“
Egill saknar gömlu
bensínstöðvanna
n „Einu sinni var sá tími að
bensín stöðvar voru nokkuð flott-
ar,“ segir sjónvarpsmaðurinn Egill
Helgason í rómantískum pistli
um fegurð og glæsileika bensín-
stöðva sjötta áratugar síðustu
aldar. „Borgin er gjörsamlega út-
bíuð í bensínstöðvum frá níunda
áratugnum,“ segir Egill, sem birt-
ir gamla mynd af bensínstöðinni
við Birkimel. Af lýsingum Egils að
dæma var hún betri en bensín-
stöðvar nútímans:
„Konan er glæsi-
leg, með uppsett
hár, en bens-
ínafgreiðslu-
maðurinn er í
sérstökum
búningi
og með
kask-
eiti.“
„Svolítið kryddað“
n „Mér fannst þetta svolítið
kryddað. Ég hef aldrei lagt í stæði
fyrir fatlaða og ég hef aldrei talað
illa um kvenfólk,“ sagði landsliðs-
fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson
í samtali við fótboltavefinn fot-
bolti.net á fimmtudag. Aron svar-
aði þar meðal annars fyrir atriði í
áramótaskaupinu þar sem hann
var tekinn fyrir. Aron vakti athygli
í sumar þegar hann lét miður fal-
leg ummæli falla um albönsku
þjóðina fyrir leik í
undankeppni
HM. Aron iðr-
aðist orða sinna
og sagði í sam-
tali við fotbolti.
net að hann
hefði alveg búist
við því að verða
tekinn fyrir. „…
ég hafði gaman
af þessu, ég hef
húmor fyrir sjálf-
um mér þó þetta
hafi verið mistök
sem ég gerði.“
Þ
að er útlit fyrir svipaða þátt-
töku og í fyrra. Ekkert lát er á
gönguæðinu,“ segir Páll Ás-
geir Ásgeirsson, einn leið-
sögumanna í 52 fjalla klúbbi Ferða-
félags Íslands, aðspurður hvort
stefnan væri tekin á 52 fjöll í ár, líkt
og gert hefur verið undanfarin ár.
Fullt hús, yfir 100 manns, voru á
kynningarfundi Ferðafélagsins á á
dögunum. „Þetta verður í megin-
atriðum svipað og þetta verkefni
á árinu sem er að líða.“ Hann segir
að minniháttar breytingar verði
gerðar á skipulaginu.
Páll Ásgeir segir að hópurinn
hafi verið góður og að um 85 pró-
sent þeirra sem skráðu sig til leiks
hafi mætt nokkuð vel yfir allt árið.
„Það hefur verið reynsla okkar
undanfarin ár að það eru svona 85
prósent af þeim sem skrá sig í upp-
hafi árs sem halda nokkuð góðri
mætingu, það hefur verið svipað á
þessu ári,“ segir hann.
Hóparnir sem tekið hafa þátt í
52 fjalla verkefnunum eru breið-
ir og segir Páll Ásgeir að sumir séu
byrjendur og aðrir hafi reynslu.
„Það er mjög gaman að fá að taka
þátt í því að hjálpa fólki í gegn-
um jákvæðar breytingar í lífi sínu,“
segir hann. „Þetta er í flestum til-
fellum einhvers konar lífsstíls-
breyting. Stundum er fólk að taka
aftur upp þráðinn eftir að hafa tek-
ið sér hlé og stundum er fólk líka
bara að byrja; að reyna að gera
þetta að nýju áhugamáli.“
„Ekkert lát á gönguæðinu“
n Hundrað manns sóttu kynningarfund nýja 52 fjalla hópsins
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 4.–6. jAnúAr 2013 1. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Smá breytingar Páll Ásgeir segir
að smávægilegar breytingar verði
gerðar á því á hvaða fjöll verði gengið
árið 2013.
Mynd róbErT rEyniSSon