Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 30.10.2015, Qupperneq 12
Glæsileg uppþvottavél á tilboðsverði. Uppþvottatöflur frá Finish fylgja með öllum Bosch uppþvottavélum. Uppþvottavél, hvít Tilboðsverð: 109.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. SMU 55M12SK Hljóð 44 dB. Fimm kerfi: Kraftmikið 70° C, sjálfvirkt kerfi 45 – 65° C, Eco 50° C, TurboSpeed (20 mínútur á 60° C) og skolun. Sérkerfi: Tímastytting þvottakerfa. Fyrir 13 manna borðbúnað. Þú sparar 40.000 kr. Mátt vera sexí en samt ekki skinka Ungar stelpur í dag eiga að vera sexí en mega samt ekki klæðast magabolum, þær eiga að láta fegurðina koma að innan en samt nota farða, þær eiga að mála sig en samt ekki of mikið því þá eru þær skinkur. Ásta Jóhannsdóttir segir ungar stelpur vera orðnar drulluleiðar á þversagnakenndum skilaboðum samfélagsins og þess vegna séu þær farnar að vera með dólg og læti. Ástandið sé sprottið úr nýfrjáls- hyggjunni og sé í raun póstfemenískt. L íkaminn, líkamshár, farði og druslu-skömm eru í dag þeir hlutir sem hafa hvað mest áhrif á kynverund kvenna,“ segir Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, en hún hefur eytt undanförnum misserum í að rannsaka kynverund ungra kvenna í Reykjavík. Kynverund, eða sexuality, er vítt hugtak sem felur meðal annars í sér hvernig einstaklingur upplifir kyn sitt, ástar- líf og sjálfsmynd. Ásta segir samfélagið alltaf hafa reynt að stjórna því hvernig konur upp- lifi sjálfar sig og þannig sé það enn á Íslandi, þrátt fyrir allan þann árangur sem við höfum annars náð á sviði kynjajafnréttis. „Samfé- lagið hefur skoðun á því hvernig ungar konur klæða sig og hegða sér og þannig hefur það verið svo lengi sem við munum og þannig er það líka í dag í Reykjavík,“ segir Ásta. Átt að vera sexí en samt ekki drusla Eins og Ásta bendir á þá hefur hegðun og klæðnaði kvenna verið stjórnað frá örófi alda en í dag sé ástandið dálítið sérstakt því inn í þetta sama rými þar sem konum er sagt að haga sér skikkanlega og ekki sýna á sér magann koma skilaboð klámvæðingarinnar úr öllum áttum og segja þeim að vera sexí. „Þessar stelpur, og örugglega flestar konur, hafa lent í því að ókunnugur maður komi upp að þeim og hafi skoðun á því hvernig þær líti út og finnist í fullkomnu lagi að segja þeim það. Samfélaginu, bæði körlum og konum, er bara alls ekki sama um það hvernig kon- ur líta út. Þú mátt ekki vera drusla en þú átt samt að vera sexí, þú átt að mála þig en samt ekki of mikið, vera náttúruleg en ef þú ert ómáluð ertu spurð hvort þú sért lasin, og svo framvegis. Þetta eru mjög þversagnakennd skilaboð. Ungum konum er líka sagt að útlitið skipti engu máli svo á sama tíma eiga þær að líta út fyrir að vera alveg sama, en auðvitað er þeim ekki alveg sama því það er hamrað á þessu allan daginn.“ Bláa lóns auglýsingar, Loréal og Sex and the City Ásta kallar þetta póstfemínískt ástand, en það er eitthvað sem fræðafólk hefur í auknum mæli verið að skoða undanfarin ár. „Þetta er tiltölulega nýtt ástand sem má segja að hafi byrjað með nýfrjálshyggju og einstaklings- hyggjubylgjunni á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Með þeim hugmyndum að ein- staklingurinn sé svo ofsalega frjáls og sterkur gerandi í sínu lífi að allt sem við gerum sé bara vegna þess að við sjálf viljum svo mikið gera það. Í póstfemínisma er áherslan á sjálfs- eftirlit, vöktun og sjálfsaga; einstaklings- hyggju, val og valdeflingu. Þetta ástand á auðvitað ekki bara við um konur og í rauninni er ekki til sá einstaklingur sem samfélagið hefur ekki áhrif á. Nýlegasta dæmið er umræðan um magabol- ina og þær reglur sem til eru um það hvernig stelpur eigi að vera klæddar á unglingaböll- um. Auglýsingar tala líka mjög margar inn í þetta póstfemíníska ástand. Bláa lóns auglýs- ingarnar eru mjög gott dæmi um þessa þver- sögn, sem segja að fegurðin komi að innan en samt er verið að selja snyrtivörur sem eiga að bæta ytra útlit. Loréal segir þér að kaupa vörur frá þeim af því að þú ert þess virði. Sex and the City er svo gott dæmi úr dægurmenn- ingu þar sem aðalpersónurnar eru valdefldar í gegnum neyslu.“ Spennandi byltingar Ásta segir það hafa verið sérstaklega áhuga- vert að fylgjast með samfélagsumræðu síðustu ára því það sé augljóslega komin upp togstreita á milli ungra kvenna og form- gerðarinnar sem reynir að stjórna þeim. „Það er ekki hægt að neita því að það hefur verið ákveðin orka í gangi hjá ungum íslenskum konum. Það hafa verið Rokk-sumarbúðir fyrir stelpur, Druslugangan, Reykjavíkurdætur, brjóstabyltingin, Sexdagsleik- inn, Bjútítipsbyltingin og Konur tala. „Róttækur femínismi er miklu miðlægari hér en annars- staðar, annarsstaðar er hann yfirleitt alveg á jaðrinum. Ég hef ekki verið að greina hvað veldur þessu en þetta er eitthvað sem er að gerast. Það er líka stað- reynd að ungar konur eru ennþá undir þessum þversagnakenndu áhrifum sem stjórna því hvernig þær upplifa sig. Og þetta er það sem er svo áhugavert, það er þetta tog sem hefur myndast hér á síðustu árum. Þetta tog á milli póstfemíníska ástands- ins og róttæks femínisma. Við sjáum að ungar stelpur eru orðnar reiðar. Þær eru orðnar drulluleiðar á þessari stjórnun, eru farnar að láta heyra í sér og vera með dólg. Og það er vegna þess að þær hafa fengið nóg og það verður virkilega áhugavert að fylgjast með því hvað gerist á næstu árum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þú mátt ekki vera drusla en þú átt samt að vera sexí, þú átt að mála þig en samt ekki of mikið, vera náttúruleg en ef þú ert ómáluð ertu spurð hvort þú sért lasin. Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar kynverund ungra reykvískra kvenna. Hún segir ákveðna togstreitu einkenna samfélagið í dag, sem birtist í uppreisn ungu kynslóðarinnar gegn ruglingslegum kröfum samfélagsins. „Róttækur femínismi er miklu miðlægari hér en annarsstaðar, annarsstaðar er hann yfirleitt alveg á jaðrinum.“ Að frelsa geirvörtuna þýðir að taka til sín völdin og fá aftur eign- arhald yfir eigin líkama. Konur eru þreyttar á því að ráða því ekki hvenær brjóst eru kynferðisleg og hvenær ekki, að karl- menn stjórni ferðinni en ekki þær. Á myndinni eru skipuleggjendur „Free the nipple“ við- burðarins sem haldinn var á Austurvelli þann 13. júní. Reykjavíkurdætur eru ekki feimnar við að láta í sér heyra. Stöðvum þöggun varð að byltingar- kenndri athöfn sem hófst á Bjútí-tips vefnum. 12 samfélagið Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.