Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Side 56

Fréttatíminn - 30.10.2015, Side 56
56 matur & vín Helgin 30. október-1. nóvember 2015 Ísbúi hefur verið framleiddur frá árinu 1989 en fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn. ÍSBÚI HERRALEGUR www.odalsostar.is  Bjór Borg Brugghús flytur út íslenska Bjóra til finnlands Finnar hrifnir af Garúnu og Surti V ið erum alveg í skýjunum með móttökurnar á há-tíðinni. Við vorum á svona Pop-up-bar með bruggmeistara hins sænska Gotlands Bryggeri ásamt innflytjenda okkar sem einn- ig kynnti Fullers frá Bretlandi og Kona frá Bandaríkjunum svo dæmi Árni Long og kollegi hans í finnska brugghúsinu Suomelinnan Panimo bíða spenntir eftir útkomu samstarfs þeirra. sé tekið. Við áttum aldrei von á þessum viðtökum í hópi þessa fjölda brugghúsa sem voru á hátíðinni. Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Árni Long, bruggmeistari Borgar brugghúss. Árni og félagar hans sóttu Finn- land heim um síðustu helgi í til- efni þess að bjórar Borgar eru að fara í sölu þar. Þeir kynntu bjóra á Olut Expo, stærstu bjórhátíð í Finn- landi. Þar gátu gestir smakkað á Garún, Surti nr. 30, Leifi, Ástríki, Úlfrúnu og tveimur tilraunabjórum frá Borg. Ef marka má hið vinsæla bjórnördaapp, Untappd, nutu bjórar Borgar mikillar hylli meðal Finna á hátíðinni, sér í lagi dökku bjórarnir Garún og Surtur. Finnar fá að kynnast Borgar- bjórunum betur á næstunni því út- flutningur þangað er kominn á fullt. „Það eru þegar farnir tveir gámar af vörum frá okkur sem búið er að selja meirihlutann úr samkvæmt innflytjanda okkar, Uniq Drinks Finland. Það voru ýmsir bjórar sem fóru til þeirra í þessum tveimur sendingum en mest fór af Garúnu, Leifi, Úlfi og Myrkva. Bjórana má þegar finna á völdum börum og veitingahúsum. Við eigum svo von á Garúnu og Snorra í hillur hjá Alko, ríkisáfengisverslun Finna, á næstu vikum ef allt gengur eftir,“ segir Óli Rúnar Jónsson hjá Borg. Árni Long endaði ferðina með því að brugga með kollegum sínum í hinu virta handverksbrugghúsi Su- omelinnan Panimo. „Þeir hafa, líkt og við, verið að þróa súrbjóra und- anfarna mánuði. Við ákváðum því á staðnum að henda í ljóst öl úr hveiti og Pale Ale-malti sem við krydduð- um með finnskum einiberjum og ís- lenskum hvannarfræjum – og feng- um svo sendingu af óhrærðu skyri frá Skyr Suomi beint í brugghúsið sem við mokuðum út í tankinn og sá um að sýra lögunina næstu daga á eftir. Þetta lítur ennþá þokkalega út og við bíðum spenntir eftir að gerjun klárist á næstu vikum, segir Árni. -hdm  Vínmenning reykjaVík CoCtail CluB hefur starfsemi Gjörbreytt kokteila- menning á Íslandi s tofnfundurinn var haldinn á þétt setnu borði á Holtinu en á þriðjudaginn ætlum við halda gott kokteilpartí, kynna það sem við stöndum fyrir og skrá fólk í klúbbinn,“ segja veitingamennirnir Ásgeir Már Björnsson og Gunnar Rafn Heiðarsson. Reykjavík Coctail Club verður hleypt af stokkunum á þriðjudags- kvöld með kokteilpartíi á Bergs- son RE úti á Granda. Partíið hefst klukkan 20 og eru allir áhugasamir velkomnir, fólk í veitingabransanum sem og aðrir. „Kokteilsenan er ný sena á Íslandi og er á uppleið, alveg eins og úti í heimi, en við höfum tækifæri til að búa til eitthvað einstakt hér,“ segir Ási sem starfar á Slippbarnum. Undir þetta tekur Gunnar, sem starfar á Kol. „Fólk er byrjað að fara gagngert á ákveðna staði í dag til að fá sér kokteila. Það þekktist ekki fyrir þremur árum. Þá fór fólk bara út til að fá sér bjór eða vínglas. Þetta er breyting sem er tilkomin með þessari endurvakningu kok- teilamenningvarinnar – því í grunn- inn erum við bara að endurvekja hugmyndafræðina sem var við lýði í upphafi kokteilamenningarinnar um 1850,“ segir hann. Þeir segja að Reykjavík Coctail Club muni standa fyrir fræðslu og menntun og skipuleggja kokteil- keppnir. Slík starfsemi eigi að skila okkur betri barþjónum og þar með bættri vínmenningu. Fyrsta verkefni klúbbsins verður að sjá um skipulag og keppnina á Reykjavík Bar Summit sem haldið verður í annað sinn í febrúar. „Um- hverfið hefur breyst gríðarlega. Það eru komnar stórar keppnir til lands- ins og umheimurinn er farinn að líta hingað líka. Stærsta kokteilblað í heimi var til dæmis að hafa sam- band við mig út af því að þetta væri greinilega land til að fylgjast með. Við verðum að leggja enn harðar að okkur og fá fleiri í lið með okkur til að standa undir þessu,“ segir Ási. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ási á Slippbarnum og Gunni á Kol eru meðal stofnenda Reykjavík Coctail Club sem formlega verður hleypt af stað með partíi á þriðjudagskvöld. Ljósmynd/Hari KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. MARGSKIPT GLER Hin margverðlaunuðu frönsku Evolis gler fást nú á sérstöku tilboðsverði í verslunum Prooptik Fullt verð: 75.900,- TILBOÐSVERÐ FRÁ: 49.300,- Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik 25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! 3. nóvember kl. 20.00–21.00 Skráning á dale.is Dale Carnegie ÓKE YPIS K YNNINGAR TÍMI Hótel Natura The Quality Management System of Dale Carnegie© Global Services is ISO 9001 certified. ÍS LE N SK A SI A. IS D AL 7 03 20 1 0/ 15

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.