Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Síða 64

Fréttatíminn - 30.10.2015, Síða 64
64 bækur Helgin 30. október-1. nóvember 2015  RitdómuR GildRan LiLja Sigurðardóttir Jón GnaRR beint í fyRsta sætið  spennusöGuR ÁGúst boRGþóR með nýJa skÁldsöGu É g ætlaði ekkert að skrifa spennu-sögu, hún bara varð það alveg óvart út af því hvernig sagan er,“ segir Ágúst Borgþór Sverrisson spurður hvað hafi ýtt honum út á spennusagnabrautina í nýju skáldsögunni Inn í myrkrið. „Ég hef oft verið að skrifa um breyskleika fólks sem er með einhverja drauga í sér og fer kannski að gera hluti gegn betri vitund, til dæmis að halda framhjá. Þegar ég fór að móta fjölskyldusögu aðalpersónunnar í Inn í myrkrið þá er það þetta sem gerist og þar með varð þetta að spennusögu.“ Aðalpersónan Óskar er, eins og margar af aðalpersónum Ágústs Borgþórs, mið- aldra maður, fastur í leiðinlegu hjóna- bandi og langar í tilbreytingu í lífið. Hann dregst inn í glæpaklíku og er fyrr en varði kominn á fullt að undirbúa rán. „Bróðir hans er afbrotamaður sem situr í fang- elsi fyrir grófa líkamsárás og sætir þar ofsóknum manna sem vilja ná sér niðri á honum. Óskar fer að miðla málum og dregst þá inn í áform um að ræna verslun. Hann fer líka að halda framhjá með konu sem á ofbeldisfullan eiginmann og þar skapast önnur ógn. Smám saman er hann svo farinn að lifa algjörlega tvöföldu lífi.“ Þú ert iðinn við að skrifa um miðaldra menn sem finnst líf sitt svo leiðinlegt, byggirðu þá á sjálfum þér? „Að sumu leyti, það er að segja að þegar ég er að búa til persónu þá tek ég dálítið mið af því hvernig ég sjálfur væri ef ég væri ekki að skrifa og hefði enga listræna hæfileika. Ég held það sé mjög erfitt að þola hvers- dagsleikann ef maður hefur engan lífs- máta sem lífgar upp á hann. Við sköpun Óskars reyndi ég raunar að fara lengra frá sjálfum mér og mínum reynsluheimi en ég er vanur. Hann hefur eiginlega verið með líf sitt í hálfgerðum gjaldeyrishöft- um; hefur bara hlýtt konunni sinni, unnið sína vinnu og lifað mjög hefðbundnu lífi. Þetta vor fer ókyrrðin innra með honum að taka völdin og hann lendir á þessum glapstigum. Ein af spurningum sögunnar er hvort það sé kannski „eðlilegra“ að dragast inn í svona atburðarás heldur en lifa eins og hann hefur gert.“ Spennusagnahöfundar skrifa gjarna seríur, áttu von á því að þú haldir áfram á þessari braut? „Þetta er náttúrulega ekki spennusaga af hefðbundna taginu, hér eru hvorki löggur né blaðamenn að leysa glæpamál, en ég verð að segja að þetta form heillar mig nokkuð. Það getur bara vel verið að ég eigi eftir að skrifa fleiri sögur í þessum dúr, hins vegar er yfirleitt ekkert að marka hvað maður segist ætla að skrifa fyrr en maður er kominn langt inn í það, en það kæmi mér ekkert á óvart að ég ætti eftir að gera meira af þessu.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Með líf sitt í gjaldeyrishöftum Skáldsagan Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine er komin út hjá Sæmundi í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefáns- sonar. Leine hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 og er það samdóma álit þeirra sem hana hafa lesið að hér sé á ferðinni ein merkasta norræna skáldsaga síðustu ára. Sagan er lauslega byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað á Grænlandi í lok átjándu aldar. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður forvitinn um sögur af sértrúarsöfnuði í Botnleysufirði. Í rökstuðningi valnefndar bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs fyrir því að veita Spámönnunum í Botnleysufirði verðlaunin segir að bókin sé grípandi söguleg skáldsaga um kúgun og uppreisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur geta því hlakkað til að kynnast þessum heimi af eigin raun. Leine loks á Íslensku Tökur eru á hefjast á kvikmyndinni Ég man þig sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur frá árinu 2010. Það eru Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson sem framleiða myndina en leikstjóri hennar er Óskar Þór Axelsson sem á að baki kvikmyndina Svartur á leik. Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir fara með aðalhlutverkin í myndinni en handritið unnu leikstjórinn Óskar Þór og Ottó Borg. Ekki þarf að draga í efa að lesendur bókarinnar séu spenntir að sjá hana myndgerast á hvíta tjaldinu en það er þó nokkur stund í það þar sem tökur hefjast ekki fyrr en í nóvember. Kannski verður Ég man þig jólamyndin árið 2016. Ég man þig í bíó Það vantar ekki aksjónina í nýjustu sakamálasögu Lilju Sigurðardótt- ur, Gildruna. Strax á fyrstu síðu erum við stödd í miðju kókaínsmygli sem endar í lesbískum ástaleik með milliköflum um barn sem saknar mömmu sinnar og tollvörð í vígahug. Þar með er tónninn sleginn og það er hvergi slakað á, á þeim rúmlega 300 síðum sem á eftir fylgja. Hver æsiatburðurinn rekur annan en á milli koma angurværir kaflar um gamlan mann sem horfir á konuna sína hverfa æ lengra inn í myrkur Alzheimer-sjúkdómsins og söknuð barnsins sem faðirinn hefur beitt brögðum og sterkri stöðu sinni innan efstu laga fjárlagaheimsins til að meina móðurinni að umgangast nema aðra hverja helgi. Inn í allt saman fléttast svo rannsókn sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum í stórum banka korteri fyrir hrun og til að þetta smelli nú allt saman er ein þeirra sem hefur réttarstöðu sakbornings í því máli ástkona fyrrnefnds kókaínsmyglara sem einnig er móðir títtnefnds barns. Þetta er meiri háttar flækja. Úr öllum þessum þráðum spinnur Lilja sterka sögu, þótt spennan sé nú töluvert minni en auglýs- ingar forleggjarans halda fram. Það er nánast bara ekki nokkur spenna í sögunni, en það skiptir ekki öllu því í grunninn er þetta ástar- og örlagasaga aðal- persónunnar Sonju, sem neydd er út í kókaínsmyglið með hótunum um að annars verði syni hennar gert mein. Glæpaelementið er nánast aukaatriði í þeirri sögu. Persónusköpun er með miklum ágætum í flestum tilfellum, flestar persónur þrívíðar og trúverðugar, nema náttúrulega dópsalarnir sem Lilju, eins og reyndar fleiri íslenskum höfundum, virðist ganga illa að gæða mannlegum eiginleikum. Þeir eru ótta- legar steríótýpur. Sterkasti þráður bókarinnar er samskipti móður og sonar og í öðru sæti er vonleysi gamla mannsins sem er að fara á eftirlaun og sér ekki fram á neitt sem gefur lífinu gildi þegar vinnunni sleppir eftir að konan hættir að þekkja hann. Ástarsamband kvennanna tveggja er töluvert ótrúverðugara, þótt vissulega megi kíma yfir vandræðagangi bankakon- unnar sem vill frekar fara í fangelsi fyrir innherjaviðskipti en að nokkur komist að því að hún sofi hjá konu. Helsti galli bókarinnar er hversu snemma í sögunni lesandinn sér í gegnum plottið og uppgötvar hver „vondi kallinn“ er, en upp á móti því vegur hversu marghliða persónurnar eru, hér er enginn alvondur eða algóður, réttlætið er teygjanlegt hugtak og þrátt fyrir dálítið yfir- drifna þætti eins og mannát tígrísdýrs í dópsalahúsi í London er sagan trúverðug og speglar vel þann siðferðisbrest sem íslensk þjóð varð að bráð í góðærinu þegar allt snerist um að skara sem mestan eld að eigin köku. Virkilega hressandi lesning. -fb Kókaín, innherjasvik, lesbíur og spilltir tollverðir  Gildran Lilja Sigurðardóttir JPV-útgáfa 2015 Kim Leine er af mörgum talinn besti núlifandi höfundur á Norðurlöndum. Ný bók Jóns Gnarr, Útlaginn, stekkur beint í fyrsta sætið á nýjum metsölulista verslana Eymundsson. 1. Útlaginn. Jón Gnarr/Hrefna Lind Heimisdóttir 2. Eitthvað á stærð við alheiminn. Jón Kalman Stefánsson 3. Hrellirinn. Lars Kepler 4. Hundadagar. Einar Már Guðmundsson 5. Mamma klikk! Gunnar Helgason 6. Inn í myrkrið. Ágúst Borgþór Sverrisson 7. Þarmar með sjarma. Giulia Enders 8. Íslensk litadýrð. Elsa Nielsen 9. Dimma. Ragnar Jónasson 10. Heimska. Eiríkur Örn Norðdahl Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur annað aðalhlutverkanna í Ég man þig. Ein af spurning- um sög- unnar er hvort það sé kannski „eðlilegra“ að dragast inn í svona atburðarás heldur en lifa eins og hann hefur gert. Inn í myrkrið er spennusaga eftir Ágúst Borgþór Sverrisson sem segir spennuna þó aðallega felast í innra uppgjöri aðalpersónunnar, glæpasagan sé í aukahlutverki. Ágúst Borgþór segist vel geta hugsað sér að skrifa fleiri spennusögur. Ljósmynd/Sigtryggur www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Takk fyrir móttökurnar! Metsölulisti Eymundsson Ljóðabækur vika 43 1.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.