Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2011, Page 4

Víkurfréttir - 15.12.2011, Page 4
4 FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Pétur er fæddur 1975 og gekk í grunnskólann í Garðinum. Honum gekk vel að læra, sérstaklega raun- greinar, en var ekki eins duglegur í saum, ensku og dönsku. Það lá beint við að fara í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eftir grunnskólann, það kom aldrei neitt annað til greina, og foreldrar hans hvöttu hann áfram í náminu. Einkunnirnar lækkuðu nú samt þegar þangað var komið, enda um margt að hugsa á þessum aldri, og sér hann eftir því núna að hafa ekki verið duglegri. Þegar Pétur ákvað að fara í háskóla komst hann að því að einkunnirnar úr fjölbraut skiptu raunverulega ein- hverju máli, því hann þurfti að vera með ákveðna lágmarkseinkunn til að komast inn. Þetta slapp fyrir horn en mamma hans sagði við hann: „Hugsaðu þér ef þú hefðir nú bara lært meira heima“. Í FS byrjaði hann á eðlisfræði- braut en fann sig ekki þar. Honum fannst skemmtilegast í íþróttum en hugleiddi samt aldrei að leggja þær fyrir sig heldur ákvað að skipta yfir í húsasmíði. Hann hafði unnið við smíðar í fyrirtæki pabba síns og var alltaf eitthvað að smíða svo það þótti bara sjálfsagt að verða smiður. Eftir útskrift í lok árs 1993 fór hann að starfa sem húsasmiður með pabba sínum. Fjórum árum síðar lendir hann í slysi í vinnunni og hryggbrotnar. Þá ákvað hann að fara aftur í FS og klára tæknistúd- entinn, sem í dag kallast viðbót- arnám til stúdentsprófs. Ævintýraþráin rak Pétur til Dan- merkur. Hann hefur gaman af því að teikna, reikna og byggja og hugsaði með sér að verkfræðinám myndi líklega sameina þetta allt. Hann hafði heyrt góðar sögur af skóla í Kaupmannahöfn sem heitir DTU, sótti um og komst inn. Hann kunni mjög vel við sig þarna úti en það var sjokk að fara í skóla þar sem allt námið var á dönsku og miklar kröfur gerðar. Hann þurfti að læra að læra og það tók alveg tvö ár að komast almennilega inn í námið, sem tók í það heila fimm ár. Pétur sagðist þó ekki hafa upplifað sig verr undirbúinn undir háskólanám en aðrir. Frá Danmörku kom hann heim út- skrifaður verkfræðingur með konu og barn. Konunni sinni hafði hann reyndar kynnst á hestamannamóti á Íslandi sumarið áður en hann flutti út. Hann fékk vinnu hjá Grindavíkurbæ sem forstöðumað- ur tæknideildar en fór síðan að vinna sjálfstætt og stofnaði verk- fræðistofuna Verkmátt í byrjun árs 2008. Þar starfa nú þrír tæknifræð- ingar auk Péturs. Hann sagði það aldrei hafa hvarflað að honum að hann myndi enda í skrifstofuvinnu eins og raunin varð, en starfið finnst honum mjög skemmtilegt og fjölbreytt, enda reynir hann að taka aðeins að sér verkefni sem honum finnst gaman að vinna. Að mati Péturs verða nám og vinna að vera skemmtileg. Hann segir nauðsynlegt að krakkar skipuleggi skólagöngu sína og byrji á því tímanlega. Hann mælir ekki með þeirri leið sem hann fór sjálfur, að spá ekki í neinu heldur gera ein- hvern veginn bara eitthvað, þó að það hafi nú allt saman farið vel hjá honum. Það var ekki fyrr en hann var kominn í háskólanám, að nálgast þrítugt, að hann hringdi í mömmu sína og sagði henni að það Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Myrkrið er dimmt og mikið þessa dagana enda stutt í stysta dag ársins. Þrátt fyrir myrkraríki í atvinnulífi og á köflum mannlífi svæðisins af þeim sökum er vert að minnast nokkurra bjartra ljósa þessa dagana. Þar sem atvinnan er jú forsenda alls þá bendum við fyrst á umfjöllun um sérlega jákvæða og gríðarlega öfluga starfsemi sem fram fer í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við höfum jú sagt og erum óþreytt á því að hún er stóriðja Suðurnesjamanna. Við hittum forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson og fjöll- um um helstu þætti fyrirtækisins sem er einn af stærstu vinnuveitendum í flugstöðinni. Hjá fyrirtækinu starfa um 500 manns en við getum síðan um fjórfaldað þá tölu þegar við tölum um fjölda starfa sem tengjast flugstöð- inni hjá hinum ýmsu aðilum. Nú í haust fengu til að mynda tæplega 40 sumarráðnir starfsmenn fastráðningu hjá Isavia. Það er ekki svo lítið. Miðað við farþegaspár þá er ljóst að framtíðin í atvinnumálum er björt þarna í heiðinni. Farþegafjöldi jókst um 18% á þessu ári og spá gerir ráð fyrir um 7% aukningu á næsta ári. Þessi aukning hefur jákvæða keðjuverkun og störfum ætti að fjölga samhliða hjá mörgum tugum aðila sem eru með starfsemi í og við flugstöðina. Ekki veitir af. Næsta ljós fer til duglegra skólakrakka í bænum sem Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ verðlaunaði í vikunni. Yfir 120 nemendur sem eru á meðal þeirra 10% nemenda á landinu hlutu hæstu einkunnir á samræmd- um prófum á haustönn 2011. Það hefur verið talað um lágt menntunarstig á Suðurnesjum og þegar við verðum vitni að svona góðri frammistöðu þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að okkar unga fólk eigi ekki eftir að mennta sig í framtíðinni. Frábært hjá krökkunum og þau og foreldrar þeirra geta verið stoltir. Þriðja ljósbjarta umfjöllun okkar fer til Suðurnesja- manna sem hafa verið mjög duglegir að jólalýsa upp húsakynni sín í jólamánuðinum. Þarna eru við í fremstu röð á landinu og það er ánægjulegt þegar maður sér fjölda bíla og jafnvel heilu rúturnar rúnta um hverfin að skoða jólaljósin í bænum. Eini skugginn í þessum pistli fer í Garðinn. Það er áhyggjuefni þegar upplausn verður í kringum skóla- starf eins og sjá má í Sveitarfélaginu Garði. Áhyggjuefni sem við vonum að Garðmenn taki rétt á í mjög svo vandasömu máli. Nokkur ljós í myrkrinu vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 21. desember. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is 6 FIMMTudagurInn 29. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Þrátt fyrir kalsatíð í atvinnumálum á Suðurnesjum virðist sem eitthvað líf sé að kvikna þessa dag- ana í ljósi nýjustu frétta af gagna- veri, byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ, veitingu virkjana- leyfis á Reykjanesi, framkvæmda við kísilver og hundruð milljóna króna breytinga á rafkerfi á gamla varnarsvæðinu, Ásbrú. Þetta kem- ur að auki fram í grein Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar í grein í blaðinu í dag. Í viðtali við formann fjárlaganefndar Alþingis, Odd- nýju Harðardóttur, fyrsta þingmann Suðurnesjamanna í þessu tölublaði segir hún atvinnumálin brýnasta verk- efni á svæðinu: „Aðalmálið hér á Suðurnesjum, sem og annars staðar á landinu, er barátt n við atvinnu- leysið. Það er bölið. Það þarf að huga að alvarlegum aukaverkunum atvinnuleysis. Það þarf að huga vel að börnum sem að alast upp við atvinnuleysi foreldra. Það verður að grípa inn í þetta ástand“. Oddný kemur víða við í viðtalinu og segir sam- skipti við bæjarstjórana í Garði og í Reykjanesbæ ekki nógu góð g kennir þar um pólitík. Hún legg- ur áherslu á að samvinna ríki svo hagur Suðurnesjamanna fari að vænkast. Þó erfitt sé að leggja dóm á samst rf formannsins við bæj- arstjórana sem hafa haft sig mest í frammi í umræðunni um atvinnu- málin þá er það deginum ljósara að báðir aðilar þurfa að taka sig taki. Það gengur ekki að þingmenn og forsvarsmenn sveita félaga tali ekki sam- an um jafn brýn mál og snúa að Suðurnesjunum núna. Um helgina verður atvinnu- og nýsköpunarþing í hús- næði Keilis á Ásbrú. Þar geta þeir sem eru með við- skiptahugmynd eða vinna að frumgerð vöru eða þjón- ustu látið ljós sitt skína. Þó svo að álver muni leysa mikinn vanda í atvinnuleysi okkar er nauðsynlegt að byggja upp fjölbreytta atvinnu á svæðinu með rekstri minni fyrirtækja. Rofar til í atvinnumálum vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 6. október. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Menntavagninn er farinn af stað á Suðurnesjum og mun á næstu mánuðum bjóða Suðurnesja- mönnum í ferðalag þar sem þeir kynnast því öfluga starfi og þeirri miklu fjölbreytni sem er að finna í skólum og öðrum menntastofnunum á svæðinu. Markmið Menntavagnsins er að stuðla að jákvæðum viðhorfum og umfjöllun um menntun á Suður- nesjum. Fyrsti viðkomustaður er hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur og Rúnari Árnasyni, verkefnisstjór- um Menntamálaráðuneytisins. Í kjölfar þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum kölluðu eftir aðgerðum ríkisstjórnar gegn atvinnuleysi og í þágu atvinnulífs á svæðinu var ákveðið í lok árs 2010 að hrinda af stað átaki til að efla atvinnu og byggð á Suðurnesjum. Hluti af því átaki er sérstakt þróun- arverkefni til eflingar menntunar á svæðinu og voru þau Hanna María og Rúnar ráðin sem verkefnisstjórar yfir því í byrjun maí þessa árs. Mennta- og menningar- málaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum standa að verkefninu sem lýkur í janúar 2013. Verkefnið miðar að því að efla menntun á svæðinu, meðal annars með fjölbreyttara námsframboði sem koma á til móts við þarfir einstaklinga og atvinnulífs og aukinni ráðgjöf og hvatn ngu til þeirra sem hafa litla menntun eða eru án atvinnu. Mestu máli skiptir þó að þátttaka og viðhorf Suðurnesjamanna til menntunar séu jákvæð. Rúnar og Hanna María koma úr gjörólíkum áttum, og voru ráðin til verksi s eðal annars af þeir i ástæðu. Rúnar starfaði til fjölda ára í lögreglunni og fór síðar til náms og atvinnureksturs erlendis samhliða ýmsum verkefnum hér á landi. Hanna María hefur starfað við kennslu og stjórnun í Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðan hún lauk háskólanámi. Að þeirra sögn g ngur samstarfið mjög vel enda verkefnið bæði spennandi og krefjandi og vinnan í kringum það skemmtileg. Fyrsta verkefni þeirra Hönnu Maríu og Rúnars var að skipuleggja námskynningu í samvinnu við Vinnu- málastofnun á Suðurnesjum, sem haldin var í Stapa 18. maí síðastliðinn. Námskynningin gekk vel og var mjög vel sótt svo ráðgert er að endurtaka leikinn næsta vor. Hingað til hefur mestur tími þeirra annars farið í kortlagningu verkefnisins og greiningu á þörfum þeirra sem að því koma. Þeir eru fjölmargir og ber þar helst að nefna aðila atvinnulífsins, atvinnuleitendur og menntastofnanir á svæðinu. Stærsti hópurinn sem á hlutdeild í þessu verkefni eru þó Suðurnesjamenn sjálfir. Án þeirra stuðnings og þátttöku verður erfitt að ná því markmiði að efla menntun og auka menntunar- stigið á Suðurnesjum. Liður í verkefninu um eflingu menntunar á Suður- nesjum er kynningarherferð um gildi menntunar og að sögn verkefnisstjóra hefst hún nú þegar Menntavagn- inum leggur af stað. Í framhaldi verða þau náms- og félagslegu úrræði sem í boði eru á Suðurnesjum kynnt með jákvæðum og uppbyggilegum hætti í máli og myndum hér í Víkurfréttum. Þá verða niðurstöður ýmissa kannana sem gerðar hafa verið á Suðurnesj- um kynntar. Könnun á viðhorfi Suðurnesjamanna til menntunar verður framkvæmd af Capacent Gallup í október og vonast verkefnisstjórar til þess að íbúar taki henni vel. Að mati þeirra Hönnu Maríu og Rúnars er of mikið g rt af því að draga aðeins fra það neikvæða í fjölmiðlaumfjöllun um Suðurnesin. Það er því mark- miðið með Menntavagninum að tryggja jákvæða um- fjöllun um menntun og tengd málefni á Suðurnesjum, til að styrkja jákvæð viðhorf til menntunar og svæð- isins sem við búum saman á. Efling menntunar á Suðurnesjum Reykjanesbraut hefur verið brúuð við Grænás-braut og nú vinna verktakar að lokafrágangi við brúna og tengdar göngu- og reiðleiðir. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir í allt sumar við að byggja un rgöng undi Reykjanesbrautina við hringtorg á Grænási. Núna er búið að malbika göngu- og hjólreiðastíg frá gömlu lögreglustöðinni í Grænási og upp á Ásbrú. Samhliða göngu- og hjólastíg undir Reykjanesbraut- ina á þessum stað hefur verið lagður reiðstígur undir Reykjanesbraut og komast nú hestamenn undir göt- una á sama stað og geta riðið eftir breiðum stíg upp á Ásbrú. Lýsing verður við nýja göngu- og hjólreiðastíginn og á ennþá eftir að ganga frá henni en það gerist á allra næstu dögum. Að sögn verktaka á staðnum hafa þeir þegar orðið varir við talsverða umferð gangandi um stíginn, þó svo hann sé ekki að fullu frágenginn. Undirgöngin og stígurinn eru mikil samgöngubót fyrir þá sem fara gangandi, hjólandi eða ríðandi til og frá Ásbrú, því nú þarf ekki að fara yfir hættulega um- ferðargötu. Reykj nesbraut brúuð fyr íbúa Ásbrúar Markmið Menntavagnsins er að stuðla að jákvæðum viðhorfum og umfjöllun um menntun á Suðurnesjum. Fyrsti viðkomu- staður er hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur og Rúnari Árnasyni, verkefnisstjórum Menntamálaráðuneytisins. „M ð r verður að læra það s m ni fi ns kemmtilegt“ Í Sveitarfélaginu Garði er verkfræðistofan Verkmáttur staðsett. Eig-andinn er kröftugur, ungur maður sem er fæddur og uppalinn í Garðinum og heitir Pétur Brag son. Við settumst niður me ho um á verkfræðistofunni til að spjalla um leið ha s þangað. væri bara gaman að læra. Þá var hann loksins hættur að læra fyrir hana og farinn að læra fyrir sjálfan sig. Hann telur aukna náms- og starfsfræðslu í grunnskólum geta hjálpað við þetta, meiri námsráð- gjöf o spjall um framtíðina hefði hjálpað honum a greina áhuga- svið sín fyrr. Hann minnist þess ekki að hafa sest niður með neinum til að ræða hvað hann ætti að læra í framtíðinni. Sjálfur hefur hann boðist til að koma í Gerðaskóla og kynna nám sitt og starf, til að stuðla að aukinni starfsfræðslu fyrir nem- endur. Þau ráð sem Pétur vill gefa krökk- um er að halda áfram í skóla og leggja sig fram. Það er lykilatriði að hans mati að læra það sem manni finnst skemmtilegt frekar en að horfa í launin því eins og hann tók til orða þá er: „miklu betra að vera klár listamaður heldur en öm- urlegur lögfræði gur með ágæt laun“. Öll menntun nýtist vel, alveg sama hvað verður fyrir valinu, að mati Péturs. Það eru líka orðnar svo miklar kröfur í samfélaginu að menntun er nauðsynleg. Hann hvetur ungt fólk til að fara í skóla erlendis að hluta, þó að það sé ekki nema í eina önn, því það eykur víð- sýni og kennir manni að meta það sem maður hefur. Pétur lítur björtum augum á fram- tíðina, enda verkefnastaða á verk- fræðistofunni ágæt og alltaf gaman í vinnunni. Við ræddum aðeins um stöðuna í samfélaginu og nei- kvæða umræðu um Suðurnesin, sem hann segir að við sjálf verðum að breyta. Það gleymist alveg hvað það er gott að búa hérna á svæð- inu. Flestir eru með fjölskylduna í kringum sig, hér er gott íþróttalíf, flott hesthúsahverfi og reiðhöll og hægt að fá húsnæði á ásættanlegu verði. Sjálfur á hann mjög góðar minningar úr Garðinum og átti þar frábæra æsku sem hann langar að gefa börnunum sínum tækifæri á líka. Markmiðið var því alltaf að flytja aftur heim á Suðurnesin með fjölskylduna. Pétur er stoltur af því að vera Suðurnesjamaður. Jólakveðja frá Hönnu Maríu og Rúnari, verkefnisstjórum um eflingu menntunar á Suðurnesjum. Að mati Péturs verða nám og vinna að vera skemmtileg. Hann segir nauð- synlegt að krakkar skipuleggi skóla- göngu sína og byrji á því tímanlega.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.