Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2011, Page 44

Víkurfréttir - 15.12.2011, Page 44
44 FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR | www.fly tjandi.is | sími 421 7788 | OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR.ALLT AÐ KG45 ›› EPLIÐ Jóhann Guðmundsson hjá Epl-inu í Krossmóa segir að þetta hafi gengið þokkalega og sé ósköp svipað og undanfarin ár. Umferð- in hefur verið stöðug allan mán- uðinn að mati Guðmundar og fer sífellt vaxandi. Hann segir að mikið sé verslað af barnafötum hjá honum. Ömmurnar og afarnir séu dugleg að versla hjá honum og hann er mjög sáttur við hvernig gangi. „Ef maður er raunsær þá er þetta bara að standast vænting- ar okkar. Maður finnur það samt að fólk veltir því fyrir sér hvað hlutirnir kosti,“ sagði Jóhann að lokum. ›› MonroE Þetta fer frekar rólega af stað,“ segir Unnur Ásta Kristinsdóttir versl-uninni Monroe en hún er að hefja sín fyrstu jól í verslunarrekstri frá því fyrir rúmum áratug síðan. Henni finnst opnunartíminn orðinn dálítið langur þannig að fólk er að gefa sér meiri tíma í að versla. „Ég myndi halda að þetta væri farið að glæðast strax í næstu viku,“ segir Unnur. Hjá henni er allt mögulegt búið að vera vinsælt í jólapakkann en hún segir að í versluninni sé mikið úrval fyrir alla og í boði séu m.a. stærðir fyrir stærri konur. Við reynum að þjónusta alla. „Annars eru konur dálítið að sækjast eftir einhverju rauðu fyrir jólin og fínum kjólum. Karlarnir eru aðeins byrjaðir að koma að kaupa fyrir konuna og þeir virðast alveg vita hvað þær vilja.“ Unnur vildi koma því á framfæri að oft væru vörur hérna á svæðinu ódýrari en samskonar vörur í Smáralind eða Kringlunni, hún hefði tekið eftir því og oft væri það mesti misskilningur hjá fólki að hér væri dýrara að versla. ›› SPortbúÐ ÓSkarS Óskar í Sportbúðinni sagði að traffíkin væri aðeins að byrja núna þegar blaðamaður kíkti við í verslun hans við Hafnargötu. Hann sagði að það hefði verið rólegt framan af mánuðinum og nú væri að færast líf í þetta. „Þetta byrjaði fyrr í fyrra og jólaverslunin virðist ætla að vera seinna á ferðinni nú í ár. Það verður sennilega mikil traffík um helgina.“ Það eru veiðivörurnar frá Óskari sem eru vinsælar í jólapakk- ana og svo er það þessi varningur sem tengist enska boltanum sem er alltaf vinsæll að sögn Óskars. ›› kÓDa Þetta fer hægt af stað,“ segir Hildur Kristjánsdóttir í versluninni Kóda en þó var nóg um að vera þegar blaðamaður stökk þar inn. Hún sagði þetta ósköp svipað og í fyrra. „Við kvörtum ekkert þó að allir séu farnir að kíkja til útlanda aftur. Við eigum tryggan og góðan hóp viðskiptavina sem kemur alltaf til okkar.“ Síðasta sending af vörum var að detta í hús þegar blaðamann bar að garði og sagði Hildur að mikið af nýjum vörum væru að koma inn í verslunina. „Það er að koma fullt af jólakjólum sem eru alltaf sívinsælir. Það er einnig mikið af skinni og feldum í tísku núna, skinn og blúndur,“ sagði Hildur og bætti því við að karlarnir væru alltaf á síðasta snúning fyrir jól að kaupa eitthvað handa konunni. ›› orgInaL Starfstúlkurnar Lilja María og Rúna María í Orginal Hafnargötu 29 segja að það sé búið að vera fín sala undanfarið og fullt af fólki hafi verið að koma og versla jólagjafir. „Það byrjaði aðeins í nóvember og fólk kom þá bæði til þess að kaupa gjafir og föt fyrir jólin.“ Þær segja kjólana vinsæla sem og herrafötin, enda sé þetta nánast eina búðin sem selji föt fyrir stráka hér á Suðurnesjum. Hjá strákunum eru bolir með v-hálsmáli vinsælir og líka gollur og gallabuxur. Úlpur frá North Rock séu líka afar vinsælar. Von er á nýjum vörum í dag og þar búast stúlk- urnar við einhverju flottu og fersku. ›› EyMunDSSon Það hefur verið brjálað að gera alveg frá því í lok síðustu viku og fólk er að kaupa mikið af föndri og slíku fyrir jólin,“ segir Erna Björk starfsmaður Eymundsson. Hún segir að fólk sé að kaupa mikið af bókum og þar sé mest verið að kaupa nýjustu bækur Arn- alds Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur, enda séu það gríðarlega vinsælir höfundar. Annars séu íslensku bækurnar vinsælar og mat- reiðslubækurnar mjög mikið keyptar. Þar er villibráðarbókin mjög vinsæl, sem og bókin Jólamatur Nönnu. Annars er ekki mikið sem er að koma henni á óvart. ›› Lyf og HEILSa Ásgeir Ásgeirsson hjá Lyfjum og Heilsu segir að fólk komi mikið á síðustu metrunum í búðina hjá sér en alltaf sé þó einhver reyt- ingur. Vinsælastir hafa verið þessir gjafakassar þar sem má kaupa ilm og ýmsa aukahluti saman í öskju. Hann segir að þetta sé erfitt hérna á svæðinu um þessar mundir og að allir finni eflaust fyrir því. „Það hefur oft verið alveg fullt hjá okkur alveg fram að lokun á Þorláksmessu og aðfangadag, þá er alveg brjálað að gera hjá okkur,“ sagði Ásgeir að lokum. ›› SkÓbúÐIn Rósmary Lilja Ríkharðsdóttir hjá Skóbúðinni finnst jóla- verslunin fara full seint af stað en þó sé þetta örlítið að aukast. „Mér fannst meira að gera á þessum tíma í fyrra. Maður heyrir talað um að önnnur hver manneskja sé í Bandaríkjunum að versla. Þó eru alltaf margir sem vilja versla í heimabyggð. Ég bind miklar vonir við næstu viku, þá fer þetta af stað. Hún mælir með lituðum skóm fyrir dömurnar í jólapakkann, jafnvel þrílituðum sem séu afar vinsælir um þessar mundir. Svo eru reimaðir ökklaskór vinsælir og einnig eru skór með breiðum hæl inni í dag. Fyrir herra eru támjóu skórnir að koma sterkir inn aftur. Annars sé nánast allt í boði og hún hvetur heimamenn til að versla í heimabyggð. „Ég hef oft lent í því að fólk komi hing- að til mín og segist vera hissa á því að við eigum þetta eða hitt til, það hefur oft verið búið að leita að einhverju í bænum sem var svo bara til hérna hjá okkur, og oftar en ekki ódýrara.“ ›› DrauMaLanD Nanna í Draumalandi segir að svo virðist vera að jólainnkaupin séu að komast á skrið. Sjaldan hafi þetta verið svona seint á ferðinni að hennar mati en þó man hún eftir að þetta hafi gerst áður, enda hefur hún verið lengi í bransanum. Hún segir að fólk sé duglegt að versla nytjavörur og hefur hún vinninginn í ár að sögn Nönnu. Rúmfötin eru vinsæl en Nanna segir að náttsloppar með flosáferð séu vinsælastir í jólapakkann hjá bæði körlum og konum þetta árið. Svo eru afanáttfötin svokölluðu sívinsæl fyrir bæði kynin. 2011 Gleðilega hátíð Jólalukka SKAFMIÐA LEIKUR VÍK URFRÉTTA OG VERSL ANA Á SUÐURN ESJUM Jólalukkan Verslum heima! 5000 vinningar Jólaverslun á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.