Fréttablaðið - 04.02.2016, Page 4

Fréttablaðið - 04.02.2016, Page 4
Solla stirða st. 3/4 ára FRÁBÆRT VERÐ 2.999 v.á 4.999 Íþróttaálfur st. 3/4 ára Töfrahetja st. 3/4 - 5/6 ára Töfrahetja st. 3/4 - 5/6 ára skipulagsmál Fjórar tillögur komust áfram í annað þrep í hug- myndasamkeppni um Kársnesið í Kópavogi sem sjálfbæra líftaug. „Með því að taka inn þær nýju og fersku hugmyndir sem fram koma í tillögunum tel ég að við tryggjum að uppbygging sem framundan er á Kársnesi verði vel heppnuð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Nítján tóku þátt í Kársness-sam- keppninni sem er á vegum Nordic Built Cities. Það er verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna. Kársnes var valið til þátttöku í fyrra ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á hinum Norðurlöndunum. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að Nordic Built Cities leggi áherslu á að tillögurnar leiði til nýjunga í vöru eða þjónustu sem mætti mögulega nota til útflutnings frá Norðurlöndunum. Allar tillögurnar gera ráð fyrr brú frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykja- víkur enda er sú tenging bæði í aðalskipulagi Kópavogs og höfuð- borgarinnar. Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjávarklas- ans, sem er formaður dómnefndar í samkeppninni, sagði í ávarpi þegar tillögurnar fjórar voru kynntar í gær, að ekki gerðu sér allir grein fyrir möguleikum Kársness eftir að Fossvogurinn hefði verið brúaður. Meðal hugmynda í tillögunum má nefna sundlaug úti á Fossvogi og sporvagna. „Það er lyftistöng fyrir bæinn að vestast á Kársnesinu verði til hverfi þar sem atvinnulíf og íbúðarbyggð blandast saman og möguleikar til fjölbreyttrar útivistar eru nýttir til fulls. Þá munu lífsgæði íbúa svæð- isins aukast verulega þegar brú yfir Fossvog tengir Kársnes við Reykja- vík,“ segir Ármann bæjarstjóri. Þeir fjórir keppendur sem eftir eru fá nú frest til 22. maí til að skila inn tillögum í næsta þrepi keppn- innar. Í júní mun síðan dómnefndin velja eina tillögu sem verður send utan í lokakeppni Nordic Built Cities. Tillögurnar fjórar fá nú 150 þús- und norskar krónur, sem svarar til tæplega 2,3 milljóna króna, í verð- laun. Sömu upphæð fá keppend- urnir síðan eftir að 2. þrepi er lokið í maí auk þess sem sigurvegarinn þá fær 250 þúsund norskar krónur til viðbótar. Vinni viðkomandi síðan heildar- keppnina bíða aðrar 500 þúsund norskar krónur í verðlaun. Sam- tals verða því verðlaun fyrir sigur- vegarann í lokakeppninni 1.050.000 norskar krónur sem svarar til ríflega 15,7 milljóna króna. gar@frettabladid.is Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti á Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. Viðskipti Landsbankinn hafnar því sem fram kemur í Skjóðunni, pistli sem ritaður er undir nafnleynd í Markaðinum í gær, að bankinn hafi selt Setbergslandið í Garða- bæ á vildarkjörum til handvalinna kaupenda. Segir Landsbankinn að Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hafi aug- lýst eignina til sölu í fjölmiðlum. Í janúar hafi Hömlur tekið tilboði í landið með fyrirvörum af hálfu kaupenda. Kaupendur hafi ekki staðið við tilboðið og eignin því boðin aftur til sölu. Annað tilboð hafi borist í árslok 2015 og sé eignin nú seld. Yfirlýsinguna má lesa í heild á Vísi. – jhh Athugasemd frá Landsbankanum Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsti ánægju með tillögur í hugmyndasamkeppni um Kársnesið. Fréttablaðið/anton brinK Landsbankinn segir að upplýsingar um að Setbergs- landið væri til sölu hafi legið fyrir opinberlega í um tvö ár áður en það var selt. Það er lyftistöng fyrir bæinn að vestast á Kársnesinu verði til hverfi þar sem atvinnulíf og íbúðarbyggð blandast saman. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi Heilbrigðismál Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfs- menn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráð- gjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á hús- næðisvandanum. – ebg Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp 3 starfsmenn BUGL voru frá vinnu síðustu tvo daga. angela Merkel Þýskalands- kanslari Þýskaland Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur undanfarið þrýst á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að nýta áhrif sín meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að tryggja frið á svæðinu og leysa úr átökum sem þar eru. Frá þessu greindi talsmaður kanslarans í gær. Eiga leiðtogarnir tveir að hafa átt langt samtal í gegnum síma í gær. Degi fyrr fundaði Merkel með forseta Úkraínu, Petró Porosjenkó, í Berlín. Á fundinum sagði Merkel þurfa aukið öryggi fyrir íbúa Austur-Úkraínu, áframhaldandi vopnahlé og aukið aðgengi fyrir alþjóðleg samtök til að hjálpa fólki í neyð. Enn fremur sagði Merkel ekki standa til að draga úr við- skiptaþvingunum gegn Rússum. – þea Merkel setur pressu á Pútín 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f i m m t u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 C -2 3 C 0 1 8 5 C -2 2 8 4 1 8 5 C -2 1 4 8 1 8 5 C -2 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.