Fréttablaðið - 04.02.2016, Side 10

Fréttablaðið - 04.02.2016, Side 10
sviss Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópu- ríkjum og fleiri löndum. Harðar loftárásir stjórnarhersins og Rússa á borgina Aleppo hafa þó komið þessum viðræðum í uppnám. Á þriðjudaginn neituðu fulltrúar uppreisnarmanna að mæta til við- ræðnanna vegna loftárásanna. Þetta eru fyrstu meiriháttar loft- árásir stjórnarhersins á borgina síðan í haust, þegar Rússar hófu loftárásir sínar á svæði uppreisnar- manna í Sýrlandi. Bandaríkin hafa skorað á Rússa að hætta loftárásum á meðan friðartil- raunir standa yfir, en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir það ekki koma til greina fyrr en hryðjuverkahópar hafa verið brotn- ir á bak aftur. Staffan de Mistura, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, segir vel geta farið svo að ekkert verði úr viðræðunum, að því er Reut ers-fréttastofan hefur eftir honum í viðtali sem birt var á sviss- nesku sjónvarpsstöðinni RTS. Það yrði hins vegar afdrifaríkt. „Ef þetta mistekst núna eftir að við reyndum tvisvar með ráð- stefnum í Genf, þá verður engin von eftir fyrir Sýrland. Við verðum að reyna af öllum mætti að tryggja að þetta mistakist ekki,“ sagði hann í viðtalinu. – gb Bandaríkin hafa skorað á Rússa að hætta loftárásum á meðan friðartilraunir standa yfir, en Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, segir það ekki koma til greina að óbreyttu. Viðræður í uppnámi vegna loftárása Rústir eftir loftárásir í borginni Aleppo í Sýrlandi. FRéttAblAðið/EPA VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? • Um er að ræða annars vegar sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skri fleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. • Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs VR sé löglega fram borinn þarf skri fleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skrifl egt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 12. febrúar 2016. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna fram­ boða eru aðgengileg og ítarlegri upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. 4. febrúar 2016 Kjörstjórn VR FlóttaFólk Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrk- landi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flótta- fólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálpar- samtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landa- mæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráða- birgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norð- ur að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamæra- bænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. Fimm þúsund barna á flótta er saknað UN Women segja aðbúnað flóttakvenna og barna ekki góðan á landamæra- stöðvum í Makedóníu og Serbíu. Hægt sé að bæta þar úr með einföldum hætti. Neyðarsöfnun Þessa dagana stendur yfir neyðar- söfnun á vegum UN Women á Íslandi til að veita konum á flótta vernd og öryggi. Íslendingar geta tekið þátt með því að senda sms-ið KONUR í síma 1900 og styrkja þar með verkefni UN Women á svæðinu. Flóttakonur komnar til Serbíu eftir að hafa gengið yfir landamærin frá Makedóníu. Þúsundir flóttamanna fara þarna um daglega. NoRdicPhotoS/AFP UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Ein- faldar lausnir geta oft verið áhrifa- ríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrk- landi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is 4 . F e b r ú a r 2 0 1 6 F i M M t U D a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 C -4 6 5 0 1 8 5 C -4 5 1 4 1 8 5 C -4 3 D 8 1 8 5 C -4 2 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.