Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 38
Í dag
18.00 Grótta - Fylkir Hertz höllin
19.15 Tindast. - Njarðvík Sauðárkr.
19.15 KR - Höttur DHL-höllin
19.15 FSu - Haukar Iða
19.15 Keflavík - Snæfell TM-höllin
19.15 ÍR - Þór Þ. Hertz Hellirinn
19.30 Haukar - Afturelding Ásvellir
19.30 FH - Víkingur Kaplakriki
19.30 ÍR - ÍBV Iða
20.00 Grótta - Fram Hertz höllin
Nýjast
Fótbolti Sandra María Jessen,
sóknar maður Þórs/KA, er á leið
til Þýskalands í næstu viku en hún
hefur verið lánuð til þýska úrvals-
deildarfélagsins Leverkusen til loka
tímabilsins.
Sandra, sem hefur afrekað að skora
fimm mörk í aðeins ellefu A-lands-
leikjum, er 21 árs gömul og telur það
góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt
eftir að hafa leikið allan sinn feril
með Þór/KA.
„Þetta hefur verið draumur minn
síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref
og ég er afar ánægð að fá að taka það
núna,“ sagði Sandra María í samtali
við Fréttablaðið í gær.
Undir mér komið
Sandra María fór ásamt Lillý Rut
Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til
reynslu hjá Leverkusen eftir tíma-
bilið í Pepsi-deild kvenna í haust.
Félagið hafði svo samband við Þór/
KA fyrir stuttu síðan og komust þau
að samkomulagi um lánssamning.
Leverkusen á þó þann kost að semja
við Söndru Maríu til frambúðar í vor.
„Það er þá undir mér komið með
því að standa mig vel, sýna mig og
sanna. Það er ekkert öruggt með það
en það væri auðvitað mjög gaman
að halda áfram,“ sagði Sandra María
sem stefnir að því að öðrum kosti að
koma heim í maí og spila með Þór/
KA í sumar.
Félögin eru þó sátt um það að
Sandra María fái að koma heim fyrir
15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða
eftir leikheimild með Þór/KA til 15.
júlí, þó svo að tímabilinu í Þýska-
landi ljúki ekki fyrr en síðar í maí-
mánuði.
Hlakkar til að læra meira
Sandra María lítur á þetta sem stórt
tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta
tímann í Þýskalandi vel.
„Ég hlakka til að kynnast nýjum
leikfræðum og að spila í svo sterkri
deild sem þeirri þýsku. Það er von-
andi margt sem ég get lært og tekið
með mér heim til Íslands og þá nýtt
mér til að hjálpa öðrum leikmönn-
um í Þór/KA,“ segir Sandra María en
Leverkusen er sem stendur í tíunda
sæti af tólf liðum í þýsku deildinni.
„Stefnan er að liðið haldi sér uppi
enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir
við að Annike Krahn, fyrirliði þýska
landsliðisins, leiki með Leverkusen.
Þýskan fljót að koma
Sandra María á þýskan föður en það
hefur þó alltaf verið töluð íslenska á
heimili hennar. „Ég myndi því ekki
segja að ég væri altalandi á þýsku
en ég get reddað mér. Ég verð fljót
að læra auk þess sem ég bý að því
að hafa lært þýsku í menntaskóla,“
segir Sandra María sem á ömmu í
Köln sem er stutt frá Leverkusen.
„Það verður stutt að fara í heim-
sókn til hennar sem er mjög
skemmtilegt,“ segir Sandra María.
Stutt í heimsókn til
ömmu í Þýskalandi
Sandra María Jessen söðlar um og spilar með Bayer Leverkusen í þýsku úrvals-
deildinni til vors en um lánssamning er að ræða. Sandra er hálfþýsk og hlakkar
til að kynnast landinu betur. Fyrirliði þýska landsliðsins spilar með liðinu.
Sandra María er hér í leik með Þór/KA í Pepsi-deildinni. FRéTTABlAðið/VilHelM
Þetta hefur verið
draumur minn
síðan ég var lítil. Þetta er
stórt skref og ég er ánægð að
fá að taka það núna.
Sandra María Jessen
Eiríkur Stefán Ásgeirsson
eirikur@365.is
Fótbolti Kristinn Steindórsson
hefur skorað í tveimur fyrstu leikj-
um sínum með íslenska A-lands-
liðinu í fótbolta og því hafa ekki
margir aðrir náð.
Kristinn setti met fyrir ári þegar
hann skoraði eftir aðeins sex mín-
útur í sínum fyrsta A-landsleik.
Tækifæri númer tvö kom ekki fyrr
en í Los Angeles á sunnudaginn eða
380 dögum síðar.
Það tók Kristin aðeins þrettán
mínútur að koma Íslandi í 1-0 á
móti Bandaríkjunum á heimavelli
Los Angeles Glalaxy. Bandaríkja-
menn unnu leikinn á endanum 3-2
en Kristinn var kominn í fámenn-
an hóp.
Kristinn er aðeins einn af fimm
leikmönnum sem hafa verið á
skotskónum í fyrstu tveimur lands-
leikjum og jafnframt sá fyrsti til að
ná því í tæp nítján ár. Hinir fjórir
meðlimir klúbbsins eru stofnmeð-
limurinn Lárus Þór Guðmunds-
son auk þeirra Erlings Kristjáns-
sonar, Guðmundar Steinssonar og
Tryggva Guðmundssonar. Tryggvi
var síðastur á undan Kristni að fá
aðild en hann skoraði í tveimur
fyrstu leikjum sínum árið 1997.
Lárus Guðmundsson var fyrstur
til að skora í tveimur fyrstu lands-
leikjum sínum en það leið þó
meira en ár á milli fyrstu lands-
leikja hans. Erlingur Kristjáns-
son skoraði þrjú mörk í tveimur
leikjum á móti Færeyjum í byrjun
ágúst 1982 og var annar meðlimur
klúbbsins. Guðmundur Steinsson
þurfti að bíða í meira en fjögur ár
eftir öðrum landsleiknum.
Aron Sigurðarson skoraði í
sínum fyrsta landsleik í leiknum
við Bandaríkjamenn og fær því
möguleika á að bætast í þennan
hóp þegar hann fær næsta tækifæri
með landsliðinu. – óój
Kristinn aðeins sá fimmti til að skora í
fyrstu tveimur landsleikjunum
Kristinn Steindórsson hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum sínum með íslenska
A-landsliðinu og hér fagnar hann marki sínu um síðustu helgi. FRéTTABlAðið/GeTTy
VinnA STELPuRnAR SKoTAnA
AFTuR Í dAG?
Íslenska sautján ára landsliðið í
fótbolta spilar landsleik á sérstök-
um tíma í dag þegar liðið mætir
Skotum í Egilshöllinni klukkan
13.00. Ásdís Karen Halldórsdóttir,
Hlín Eiríksdóttir og Sól-
veig Jóhannesdóttir Larsen
skoruðu mörkin þegar þær
unnu 3-0 í leik liðanna á
þriðjudaginn. Frítt er á
leikinn og þetta er flott
tækifæri til að sjá
framtíðarleikmenn
kvennalandsliðsins
spila á heimavelli
en það er ein-
mitt A-landsliðs-
þjálfarinn Freyr
Alexandersson
sem þjálfar stelp-
urnar.
VALA GESTuR Á STóRMóTi ÍR
Stórmót ÍR verður haldið í
tuttugasta sinn í Laugardalshöll-
inni um næstu helgi. Sérstakir
heiðursgestir mótsins
verða sigurvegarar
í keppnisgreinum
fyrsta Stórmóts
ÍR árið 1997. Þar
er fyrsta að nefna
Völu Flosadóttur
sem setti heimsmet ung-
linga í stangarstökki á þessu móti
þegar hún stökk 4,20 metra. Vala
kemur sérstaklega til landsins af
þessu tilefni en hinir heiðursgest-
irnir eru Jón Arnar Magnússon,
Þórdís Gísladóttir, ólafur Guð-
mundsson og Guðný Eyþórsdóttir.
Domino’s-deild kvenna í körfubolta
Haukar - Valur 73-67
Helena Sverrisdóttir 26 (14 frák., 5 stoðs.),
Chelsie Schweers 14 - Karisma Chapman 26
(15 frák.), Bergþóra Holton Tómasdóttir 12.
Haukakonur unnu síðustu 9 mínúurnar 21-7.
Snæfell - Grindavík 75-69
Haiden Denise Palmer 29 (12 frák.), Bryndís
Guðmunsd. 9, Gunnhildur Gunnarsd.9 -
Whitney Frazier 29 (17 frák.), Petrúnella
Skúlad.10, Hrund Skulad. 10. Generalprufa
fyrir bikarúrslitaleikinn eftir 10 daga.
Stjarnan-Hamar 59-64
Adrienne Godbold 21 (18 frák.), Margrét
Kara Sturludóttir 13 (15 frák., 7 stoðs., 6
stolnir) - Alexandra Ford 28 Íris Ásgeirsdótt-
ir 13. Hamar vann lokaleikhlutann 29-16.
4 . F e b r ú a r 2 0 1 6 F i M M t U D a G U r26 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
0
3
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
C
-3
C
7
0
1
8
5
C
-3
B
3
4
1
8
5
C
-3
9
F
8
1
8
5
C
-3
8
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K