Fréttablaðið - 04.02.2016, Side 52
LEIKUR
Rise of the Tomb Raider
HHHHH
Hasarleikur
PC
Ævintýrakonan Lara Croft er orðin
tuttugu ára gömul en fyrsti leikur
inn í þessari vinsælu seríu kom út
árið 1996 og sló í gegn. Nýjasti leik
ur seríunnar er líklegast sá besti og
er greinilegt að Crystal Dynamics
vita hvað þeir eru að gera. Í ROTTR
má finna góða blöndu af klisjum og
alvarleika, útlit leiksins er einfald
lega frábært.
Þá er mjög mikið að sjá og gera í
leiknum og oft á tíðum er erfitt að
halda dampi.
Leikurinn Rise of the Tomb
Raider var gefinn út fyrir Xbox One
og 360 í nóvember. Á dögunum var
hann hins vegar gefinn út fyrir PC
og til stendur að gefa hann út fyrir
PS4 seinna á þessu ári. Um er að
ræða annan leikinn um ævintýra
konuna frægu frá því að serían var
endurgerð árið 2013.
Að þessu sinni þarf Lara að fylgja
vísbendingum sem faðir hennar
skildi eftir sig.
Í grunninn gengur Tomb Raider
út á að lifa af í mjög svo óvinveittu
umhverfi, safna birgðum, byggja
vopn og finna fornmuni. Þá þarf
Lara að læra ýmis tungumál og
verða öflugri bardagakona. Kar
akter kerfi leiksins er mjög gott og
þá er einnig hægt að betrumbæta
öll vopnin sem Lara beitir gegn
dýrum og málaliðum skuggalegra
samtaka sem elta hana við hvert
fótmál.
Þ ra u t i r l e i k s
ins eru gífurlega
s k e m m t i l e g a r
og krefjandi, en
þær mættu jafn
vel vera fleiri .
Með skemmtilegri
atburðum leiksins
eru fjársjóðsleitir
sem hægt er að fara í
og tengjast sögu leiksins
í raun ekki. Bardagar
Löru fela oftar en ekki í sér að
laumast úr einu fylgsni í annað og
koma óvinum að óvörum. Þó er
nóg um skotbardaga í ROTTR og
þeir virka einnig vel.
Það sem er hægt að setja út á í
PCútgáfunni er til dæmis það að
örvatakkarnir bjóða oft á tíðum
ekki upp á jafn mikla nákvæmni
í hreyfingum og fjarstýringar
leikjatölva. Því gerðist það
tiltölulega oft að ég hoppaði
fram af klettasyllum og hitti
ekki á brúnir sem ég ætlaði mér að
grípa í.
Það sem einkennir PCútgáfu
ROTTR þó sérstaklega er útlitið.
Grafíkin er mjög góð og með réttu
tölvunum er hægt að gera hana
einstaka. Spilunin er skemmtileg
og þrautirnar eru krefjandi. Bar
dagar eru einnig skemmtilegir,
svæði leiksins eru stór og stútfull
af hlutum til að finna. Samúel Karl
Lara Croft
hefur aldrei
litið betur út
Rise of the Tomb Raider er stórskemmti
legur leikur en tuttugu ár eru frá því að fyrsti
leikurinn um Löru Croft leit dagsins ljós.
Lara Croft veldur ekki vonbrigðum, en hér sést hún takast á við eina þrautina af allmörgum í leiknum.
„Þetta er eins konar uppskeruhátíð
barþjóna á Íslandi, þar sem skemmti
staðir Reykjavíkur leiða saman hesta
sína,“ segir Tómas Kristjánsson, for
seti Barþjónaklúbbs Íslands, sem
er að vonum yfir sig spenntur fyrir
helginni en kokteilhátíðinni Reykja
vik Coctail Weekend var ýtt úr vör í
gær.
Stendur Barþjónaklúbbur Íslands
fyrir herlegheitunum í samstarfi við
helstu veitinga og skemmtistaði í
Reykjavík, og er þetta í þriðja skiptið
sem hátíðin er haldin. „Forkeppnin
verður í kvöld í Gamla bíói, og þá má
eiginlega tala um að þetta sé tvískipt.
Það er þá Íslandsmeistarakeppnin
þar sem farið er eftir alþjóðlegum
stöðlum, og sigurvegarinn fer svo og
keppir fyrir Íslands hönd í Tókýo í
haust. Svo er það „freestyle“ vinnu
staðakeppni, þar sem vinnustaðir
keppa sín á milli,“ útskýrir Tómas
og bætir við að í ár keppi fjörutíu og
fjórir barþjónar um Íslandsmeistara
titilinn og þrjátíu og fimm veitinga
staðir taki þátt í hátíðinni, þar sem
hver bar skapar sinn eiginn kok
teil sem stendur til boða yfir helgina
á sama spottprís, eða 1.500 krónur.
„Helgin verður öll lögð undir þetta,
og verður svo sjálft úrslitakvöldið á
sunnudaginn.“
Segist hann finna fyrir gríðarlegri
grósku hér á landi þegar kemur að
kokteilum, og horfir aftur um fjögur
ár þegar hann segir ákveðinn upp
gang hafa orðið í þessum efnum.
„Það hefur verið rosalega gaman að
fylgjast með þessu undanfarin ár, og
maður sér hvernig kokteilarnir eru
orðnir partur af menningunni. Fólk
fer út að borða og fær þar góðan mat,
en nú er góður drykkur í upphafi eða
enda orðinn punkturinn yfir iið eins
og menn segja,“ bendir Tómas á.
Aðspurður um hvort þetta sé
spánýtt fyrir okkur Íslendingum,
svarar hann til að svo sé reyndar
ekki og bendir á að hér eigi sér stað
ákveðið afturhvarf til áranna 1970
til 1980. „Þá var þetta mikið hérna,
en svo datt þessi kokteilamenning
alveg út,“ segir hann og fagnar mjög
þessari fjölbreytni sem íslenskir
barir hafa tileinkað sér. „Það er svo
rosalega margt hægt að gera, og það
þarf ekki alltaf að blanda vodka í
kók,“ bendir hann á og skellir upp
úr. Hann þakkar það auknu frelsi
heildsalanna, sem nú bjóða upp á
mun fleiri tegundir en áður, og það
skapi þessa fjölbreytni sem raun ber
vitni. „Nú er þetta bara orðið rosa
legt áhugamál hjá fólki, og mikið
sem þarf að pæla í, enda góður kok
teill sambland af bragði, útliti og
lykt. Menn eru þannig að undirbúa
sig mikið, og prófa sig áfram með því
að þefa upp úr flöskunum og finna út
hvað passar saman. Þá skipta klak
arnir miklu máli og svona ýmislegt.
Þetta er bara ákveðin efnafræði,“
bendir hann á að lokum.
gudrun@frettabladid.is
Það þarf ekki alltaf að vera vodki í kók
Reykjavik Cocktail Weekend er haldin í þriðja skiptið um komandi helgi. Tómas Kristjánsson segir kokteilana loks
eiga aftur upp á pallborðið, eftir áralanga útlegð og setja hinn umrædda punkt yfir iið þegar fólk fer út að borða.
Forseti Barþjónaklúbbsins, Tómas, segir ákveðna efnafræði felast í starfi barþjóns-
ins á Íslandi í dag, þar sem allt er gert eftir kúnstarinnar reglum. FréTTaBLaðið/Ernir
4 . f E b R ú a R 2 0 1 6 f I M M T U D a G U R40 L í f I ð ∙ f R É T T a b L a ð I ð
Lífið
0
3
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
C
-3
2
9
0
1
8
5
C
-3
1
5
4
1
8
5
C
-3
0
1
8
1
8
5
C
-2
E
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K