Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR12
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.ALLT AÐ
0,5 x
0,5 x
0,5 m
KG45
Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík veitti á dögunum veglega styrki til Fjölskylduhjálpar
Íslands og Velferðarsjóðs Suðurnesja. Styrkirnir
voru veittir um sama leyti og Keilir opnaði sína ár-
legu jólatréssölu sem er í Húsasmiðjunni á Fitjum.
Tvö atriði sem tengjast jólunum og gerast alltaf ár
eftir ár er koma jólasveinanna til byggða og opnun
jólatréssölu Keilis, en klúbburinn hefur selt Suður-
nesjabúum jólatré, skreytta krossa og greinar sem
Sínawikklúbburinn í Keflavík hefur útbúið í hátt í 30
ár. Allur ágóði sölunnar rennur til líknarmála.
Velferðarsjóður Suðurnesja og Fjölskylduhjálpin
fengu peningastyrki og gjafabréf til úttektar á jóla-
trjám. Bæði þessi samtök hafa styrkt fjölmargar fjöl-
skyldur og nú í ár er útibú Fjölskylduhjálparinnar á
Suðurnesjum að styrka í fjórða sinn, en því miður
þurfa samtökin að neita 15-20 manns á hverjum degi.
Sunnudaginn 22. desember verður Maríumessa haldin
í annað sinn í Keflavíkurkirkju
klukkan 10:00 árdegis. Morgun-
messan er til heiðurs Maríu Mey
og er yfirskrift hennar: „Að fylgja
rödd hjartans“.
Allar konur eru hjartanlega vel-
komnar að sameinast í fallegri
kirkjustund, þar sem við minn-
umst konunnar sem ól af sér Jes-
úbarnið. Messuþjónar Keflavíkur-
kirkju bjóða upp á morgunkaffi
að messu lokinni. Komum saman
kæru konur, fyllum helgidóminn
og leyfum lifandi tónlist og upp-
byggjandi orðum að næra hjarta
okkar og opna fyrir jólandann.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Sr. Erla Guðmundsdóttir, Anna
Lóa Ólafsdóttir, Ása Kristín Mar-
geirsdóttir og Marta Eiríksdóttir.
-jólaspurningar-aðventan
Fyrstu jólaminningarnar?
Heima í Njarðvík með mömmu,
pabba og bróður mínum, allir
fullir tilhlökkunar í sínum fínustu
fötum og Old Spice ilmurinn af
pabba blandaðist lyktinni af lamba-
hryggnum í ofninum. Eftir jóla-
messuna í útvarpinu var borðað,
svo vaskað upp og hellt uppá kaffi
og síðan settumst við niður til að
opna pakkana og skoða jólakortin.
Jólahefðir hjá þér?
Nokkrar jólahefðir hef ég haft
lengi eins og að baka hveiti-flat-
kökur eins og mamma bakaði, þær
eru ómissandi á jólum. Svo er það
sænska jólaskinkan, hún er góð á
flatkökurnar og ein sér til að narta
í yfir bókalestrinum á jóladag. Ekki
má gleyma jólakettinum, hann
er útskorinn úr tré og málaður af
dætrunum, hann fer alltaf fyrstur
á jólatréð. Jólapúslið er líka hefð en
þá sest fjölskyldan saman seint á
aðfangadagskvöld og púslar.
Ertu dugleg í eldhúsinu
yfir hátíðirnar?
Nei, ekki get ég sagt það. Heitur
matur á aðfangadag og jóladag og
svo kalt borð sem hægt er að gera
tilbúið fyrirfram og auðvelt að
taka fram. Lærði það þegar ég bjó
í Svíþjóð, en Svíar hafa kalt borð á
jólum sem dugar í marga daga, það
þarf aðeins að hita kartöflurnar og
meðlætið og veislan er tilbúin.
Jólamyndin?
Engin sérstök en helst einhver
gamaldags með góðum endi.
Jólatónlistin?
Jólarokk, sígild tónlist, erlend og
íslensk jólatónlist í bland. Bara það
sé jóla kemst ég í jólaskap.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Í ár keypti ég fyrstu jólagjöfina á
Ljósanótt og þá síðustu í Reykjavík.
Svo ég verð víst að segja að það sé
misjafnt hvar ég versla.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei það held ég ekki, aðallega er
það fjölskyldan sem fær gjafir frá
mér.
Ertu vanaföst um jólin,
eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég baka piparkökur og skreyti
þær, áður með dætrunum en nú
með barnabörnunum. Á
Þorláksmessu er jólatréð skreytt og
síðan er farið með ljós á leiðin hjá
foreldrum mínum. Í hádeginu á að-
fangadag borðum við jólagrautinn
og einhver fær möndlugjöfina. Svo
er kósý náttfatadagur á jóladag.
Besta jólagjöf sem
þú hefur fengið?
Erfitt að gera upp á milli því dæt-
urnar hitta alltaf í mark.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Áður var það rjúpa en nú kalkúnn,
humar í forrétt og einhver spenn-
andi eftirréttur, ef pláss er fyrir
hann.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Eitthvað óvænt
Elísabet Karlsdóttir:
Kósý náttfata-
dagur á jóladag
Elísabet Karlsdóttir heldur í nokkrar skemmtilegar hefðir um
jólin. Seint á aðfangadagskvöld sest fjölskyldan saman púslar
saman jólapúsl. Eins bakar hún og skreytir piparkökum um jólin með
barnabörnunum.
Frá afhendingu styrkjanna, talið frá vinstri: Erlingur Hannesson, Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjölskylduhjálpinni,
Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja, Jón Ragnar Reynisson forseti Keilis, Ragnar Örn Pétursson,
Arnar Ingólfsson og Andrés K. Hjaltason.
Kiwanisklúbburinn Keilir veitir styrki
Maríumessa í Keflavíkurkirkju
www.vf.is
LESTUR
VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL
Á SUÐURNESJUM
+
83%