Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 16

Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 16
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR16 -jólahúsin Jólahúsið! Túngata 14 í Keflavík var valinsem jólahús Reykjanesbæjar 2013 Túngata 14 Jólahús Reykjanesbæjar 2013 Verslunin Draumaland í Reykjanesbæ er með fal-legasta jólagluggann í ár en slík viðurkenning hefur verið veitt undanfarin ár. Verslunin Kóda þótti vera með næst fallegasta gluggann og Gallerý 8 fékk 3. verðlaun en báðar verslanirnar eru við Hafnargötu en Draumaland er skammt frá, við Tjarnargötu. Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður Um- hverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar afhenti viðurkenn- ingarnar í Duushúsum. Hún sagði við þetta tækifæri að velja jólagluggann í Reykjanesbæ væri skemmtilegt verkefni. „Þeir sem standa vaktina í verslunum okkar hér í miðbæ Reykja- nesbæjar gleðja okkur hin með líflegum og fallegum skreyt- ingum. Hátíðarandi færist yfir bæinn og við njótum fallegs umhverfis á aðventunni. Ásýnd verslana og húsa í miðbænun er einn mikilvægasti þátturinn í útliti miðbæjarins.“ Í umsögn dómnefndar segir að Draumaland hafi vakið athygli fyrir bjartan og fallegan jólaglugga. Draumaland er gamalgróin verslun í bæjarfélaginu, með mikið úrval af gjafa- vöru og blómum. Verslunin Koda fékk viðurkenningu fyrir samræmt útlit skreytinga innan- og utanhúss. Í versluninni Gallerý 8 þar sem íslensk hönnun er í fyrirrúmi nýtur hönn- unin sín einnig vel í gluggaskreytingum. Nefndina skipuðu bæjarfulltrúarnir Magnea Guðmunds- dóttir og Björk Þorsteinsdóttir og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. FALLEGASTI JÓLAGLUGGINN Í DRAUMALANDI Magdalena S. Þórisdóttir, ein af lystagyðjunum í Gallerý 8 fyrir framan verslunina. Kristín og Hildur fyrir framan Kóda. Nanna Jónsdóttir, eigandi Draumalands fyrir framan einn af gluggum verslunarinnar með dómnefndarfólkinu, Magneu, Björk og Páli. Hætti við að hætta vegna barnanna Hallbjörn Sæmundsson er eigandi Jólahússins 2013 við Túngötu 14 og hefur haft veg og vanda að skreytingu þess. Hann var að vonum sáttur við viðurkenninguna þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann. „Þetta er flott, maður. Þetta hefur alltaf verið jólahús og ég sé ekki alveg muninn á jólahúsi og ljósahúsi. Þetta er eitthvað sem nefndin ákvað og íbúarnir í ár,“ segir Hallbjörn. Hann hafði áður fengið viður- kenningar í ramma fyrir skreytingar og það sé alltaf skemmtilegt. Keppnin um Jólahúsið hófst árið 2000 en Hallbjörn segist hafa byrjað að skreyta miklu fyrr. Húsið á jólakorti í Ástralíu Hann segir að stanslaust sé keyrt framhjá húsinu og þannig hafi það verið í gegnum árin. „Svo eru það blessuð börnin. Enda er maður að hugsa fyrst og fremst um þau. Ég var að spá í að hætta þessu en fékk svo samviskubit yfir því út af þeim. Það eru heilu leik- skólarnir sem koma og alltaf á svipuðum tíma. Núna koma stúlkur, sem áður komu sem leikskóla- börn, með barnavagna og skoða. Það er skemmti- legt,“ segir Hallbjörn. Hann segir konu hafa hringt í sig og tjáð sér að það væri mynd af húsinu á jóla- korti í Ástralíu. Einnig viti hann af mynd af húsinu á Facebook. Keypti mikið af skrauti í siglingum Sjálfur segist hann alltaf hafa verið jólabarn og mikið fyrir glingur frá því hann var barn. Hann bjó áður í fjölbýlishúsi en skreytti þá bara vel inni. „Ég var í sigl- ingum í 11 ár hjá Eimskipafélaginu og keypti mikið af skrauti þá. Sankaði að mér. Þegar skipsfélagarnir fóru í verkfærabúðir fór ég í jólabúðir,“ segir Hallbjörn glaðbeittur. Hann hefur búið við Túngötuna í um 16 ár og hefur þróað skreytingarnar smám saman. „Sumt af þessu er heimasmíðað, t.d. líkan af húsinu og hellir, sveitabær og kirkja. Hellirinn er með Grýlu, Leppalúða og öllu liðinu, maður.“ Líkanið vekur mesta athygli Hann segir litla líkanið af húsinu sjálfu gjarnan vekja mesta athygli því frá því hljóma jólalög. „Þetta er Útvarp Latibær og krakkarnir hafa gaman að því að dansa við gömlu góðu jólaballalögin með Ómari Ragnarssyni og fleirum,“ segir Hallbjörn og bætir við að hann slökkvi á útsendingunni um níuleytið á kvöldin til að pirra ekki nágrannana. Annars segir hann ekki mikið um kvartanir. „Ef nágrannar kvarta þá gera þeir það bara. Ef þeir þola ekki jólin einu sinni á ári verða þeir bara að flytja úr landi,“ segir Hallbjörn kíminn. Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús/Jólahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í þrettánda sinn sem veittar eru viður- kenningar fyrir bestu ljósaskreyting- arnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósa- dýrð og margir gera sér sérstaka ferð á aðventunni til bæjarins til að skoða ljósadýrðina. Viðurkenningar í sam- keppninni um Ljósahús Reykjanes- bæjar 2013 voru afhentar mánudaginn 16. desember kl. 18.00. Í ár var hafður sami háttur á valinu eins og í fyrra, þ.e. að hin skipaða „jólanefnd“ tilnefndi tíu hús sem bæjarbúar sjálfir fengu svo að velja úr í rafrænni kosningu á vef Víkurfrétta. Tæplega 1.000 manns tóku þátt í valinu og er það miklu fleira fólk en sendi venjulega inn tilnefningar. Þessi aðferð virðist því ná betur til íbú- anna og ákveðið er að halda þessu verk- lagi áfram á næsta ári. Í valnefndinni sátu fulltrúar frá menningarráði, umhverfis- og skipulagsráði ásamt fulltrúa Víkurf- rétta en það voru auðvitað íbúarnir sjálfir sem kusu sér Ljósahús. Verðlaunahafar fengu viðurkenningar- skjal frá Reykjanesbæ og frá HS Orku og HS Veitum fengust ávísanir upp í orkureikninginn í desember að upphæð kr. 30.000 fyrir fyrsta sætið, 20.000 fyrir annað sætið og 15.000 fyrir þriðja sætið. Enn er hægt að sjá hvaða hús voru til- nefnd og myndir af þeim öllum á vef Víkurfrétta vf.is. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1.Túngata 14 2. Týsvellir 1 3. Heiðarból 19 Hallbjörn Sæmundsson Týsvellir 1. Heiðarból 19. Handhafar viðurkenninga og eigendur jólahúsa í Reykjanesbæ ásamt fulltrúa frá HS Orku og HS Veitum sem gefa verðlaun, bæjarstjóra og nokkrum bæjarfulltrúum úr Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.