Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 22

Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 22
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR22 Vínbúðirnar hlutu gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC 2013. Við erum afar stolt af verðlaununum enda eru samfélagsleg ábyrgð og jafnréttishugsun órjúfanlegur hluti af stefnu Vínbúðanna. E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 5 7 4 OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is Föstudagur 20. des. kl. 12.00 - 18.00 Laugardagur 21. des. Lokað Sunnudagur 22. des. Lokað Mánudagur 23. des. kl. 12.00 - 19.00 Þriðjudagur 24. des. kl. 10.00 - 12.00 Miðvikudagur 25. des. Lokað Fimmtudagur 26. des. Lokað Föstudagur 27. des. kl. 12.00 - 18.00 Laugardagur 28. des. kl. 11.00 - 14.00 Sunnudagur 29. des. Lokað Mánudagur 30. des. kl. 12.00 - 19.00 Þriðjudagur 31. des. kl. 10.00 - 12.00 Miðvikudagur 1. jan. Lokað Fimmtudagur 2. jan. Talning, opið kl. 16 - 18 Föstudagur 20. des. kl. 11.00 - 20.00 Laugardagur 21. des. kl. 11.00 - 18.00 Sunnudagur 22. des. Lokað Mánudagur 23. des. kl. 10.00 - 22.00 Þriðjudagur 24. des. kl. 10.00 - 13.00 Miðvikudagur 25. des. Lokað Fimmtudagur 26. des. Lokað Föstudagur 27. des. kl. 11.00 - 19.00 Laugardagur 28. des. kl. 11.00 - 16.00 Sunnudagur 29. des. Lokað Mánudagur 30. des. kl. 11.00 - 20.00 Þriðjudagur 31. des. kl. 10.00 - 14.00 Miðvikudagur 1. jan. Lokað Fimmtudagur 2. jan. Talning, opið kl. 16 - 18 Vínbúðin Reykjanesbæ Vínbúðin Grindavík - jólaspurningar Fyrstu jólaminningarnar? Það var þegar langamma og langafi voru á lífi og gistu hjá okkur yfir jólin. Á eina minn- ingu um mig og langömmu sitjandi við eldhúsborðið og spjallandi um daginn og veginn. Jólahefðir hjá þér? Ég er alin upp við það að við mamma skreyttum alltaf á Þor- láksmessu. Ég skreyti því frekar seint, og ekki mikið heldur. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já, ég myndi segja það. Ég hef gaman af því að elda hátíðar- mat, og bjóða fólki heim. Jólamyndin? Chevy Chase Christmas Vaca- tion og Grinch eru ómiss- andi. Svo er líka notalegt að sjá Scrooge. Góður boðskapur. Jólatónlistin? Öll íslensk jólatónlist fellur í kramið hjá mér. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Hvar sem er. Reyni samt að versla heima. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei. Gef eiginmanni, börnum, for- eldrum og tengdaforeldrum. Við hjónin erum einkabörn svo það eru engin systkini eða systkina- börn. Svo er ein fjölskyldugjöf sem við gefum bestu æskuvinum okkar. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég og pabbi höfum yfirleitt farið tvö saman á röltið á Þorláks- messukvöld. Og svo á aðfanga- dagskvöld þegar börnin eru farin í háttinn, þá setjumst við hjónin niður og opnum jóla- kortin. Þeim fer reyndar fækkandi með ári hverju, en ég nýt þess að lesa þau sem ég fæ. Þá vil ég hafa útvarpsmessuna á þegar við borðum matinn. Það minnir mig á afa Hilla og ömmu Rögnu. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þetta er auðvelt. Gítarinn sem mamma og pabbi gáfu mér þegar ég var 14 ára. Ég þurfti að hafa dálítið fyrir því að finna hann. Þau voru búin að gera hálfgerðan ratleik sem endaði í litlum skáp á neðri hæðinni. Ég á gítarinn ennþá og hann er mikið notaður af mér og elstu dóttur minni. Hvað er í matinn á aðfangadag? Svínahamborgarhryggur og með- læti. Það er hefð hjá foreldrum mínum og tengdaforeldrum. Þau eru einmitt alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöld, og ég vil aldrei breyta því. Maðurinn minn gerir líka besta eplasalat í heimi, og toblerone ísinn í eftirrétt. Eftirminnilegustu jólin? Jólin 1997. Þá lést amma Ragna á aðfangadagskvöld klukkan 8 um kvöldið. Aðfangadagur er því oft ljúfsár í minni fjölskyldu. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég er mikill bókaormur og vil helst fá bók í jólagjöf. Fjöl- skyldan þekkir mig vel og það hefur ekki klikkað hingað til. Birta Rós Arnórsdóttir: Útvarpsmessan á þegar maturinn er borðaður Birta Rós Arnórsdóttir er komin á kaf í jólaundirbúning. Með- fram öllu jólastússinu er hún í söngnámi þar sem hún leggur stund á klassískt söngnám sem hún mun ljúka næsta vor. Birta Rós er á milli starfa en mun leysa af í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eftir áramót og stefnir svo á háskólanám næsta haust. Hún svaraði nokkrum léttum jólaspurningum Víkurfrétta. www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83% 200 dansnemar á jólasýningu Bryn Ballett Akademían, Listdansskóli Reykjanesbæjar, hélt sína árlegu jólasýningu í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú nú á dögunum. Þar sýndu nemendur skólans það sem þeir hafa verið að læra við skólann frá því í haust. Um 200 nemendur skólans tóku þátt í jólasýningunni og var mikil tilhlökkun í hópnum fyrir sýninguna en mikill undirbúningur hafði verið lagður í dagskránna. Með- fylgjandi myndir voru teknar á jólasýningunni.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.