Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 26
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR26
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, eða Lúlla í Lyngholti, er 91
árs og hefur búið í Vogunum síðan
árið 1941. Hún hefur alla tíð tekið
vel á móti sínu fólki og hefur opið
hús fyrir það alla laugardags- og
sunnudagsmorgna í „Lúllukaffi“.
Afkomendurnir eru komir vel á
annað hundrað, þar af 33 barna-
börn og 62 langömmubörn og
tvö eru á leiðinni á næsta ári.
Lúlla tók hlýlega og glaðlega á
móti blaðamanni sem leið eins
og einum úr hópnum á meðan á
heimsókninni stóð.
Eins gaman og það getur orðið
„Hér er alltaf opið ef einhver
nennir að koma. Auðvitað vil ég
sjá þessa krakka mína. Þetta er bara
alveg yndislegt og ég er sem betur
fer svo frísk og ég get bakað það
sem ég þarf og svo koma dæturnar,
tengdadæturnar og allir með köku
og kaffibrúsa. Þetta er eins gaman
og það getur verið,“ segir Lúlla og
brosir breitt. Fleiri komi reyndar
á laugardögum en sunnudögum
því margir leiki sér á sunnudögum.
Lúlla heldur dagbók og í einni
færslunni kemur fram að 23 hefðu
komið einn laugardagsmorguninn.
„Það var fullmikið en ég segi að
þetta haldi mér lifandi. Það er rosa-
lega frískandi að fá þessa krakka í
heimsókn.“
Ekkert forvitin
Lúlla heyrir orðið illa en sjái þó
betur. Hún notar heyrnartæki og
er viðkvæm fyrir miklu glamri
þegar allir spjalla í einu. „Ég heyri
stundum ekkert hvað þau eru að
bulla. Ég sé það bara á þeim og er
ekkert forvitin heldur. Einhvern
tímann var Anna systir hjá mér og
lýsti yfir áhyggjum af því að ég hefði
of mikið að gera. Þá sagði Haukur
sonur minn: Nei, nei, mamma gerir
ekki neitt. Við vöskum alltaf upp.“
Hún skellihlær og segir þetta alltaf
svo góðan brandara.
Er að yngjast upp
Lúlla bakar flatkökur, kúmenbrauð,
döðlubrauð og jólakökur og alltaf
eitthvað í hverri viku. „Ég er orðin
svolítill klaufi en ég held að það sé
vegna þess að ég er að yngjast upp.
Um daginn var ég í vandræðum
með kökurnar. Það er svo vont að
stilla ofninn sem ég á núna, hann
var betri sem ég átti áður en ég
flutti hingað. Verður stundum hálf-
gert basl.“ Ekki var annað að sjá en
að vel hafi tekist til því gestir fengu
sér vel af veitingunum. Einnig hafi
hún prjónað mikið og saumað og
fór t.a.m. á saumastofu hjá Önnu
Auðvitað vilég
sjá þessa krakka
mína. Þetta er
eins gaman og
það getur verið.
-Vogar
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
55
97
1
1/
13
Vertu með okkur
EVRÓPA FRÁ 31.900 KR.
eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.*
NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR.
eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.*
Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 14. apríl 2014 (síðasti ferðadagur).
Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.
+ icelandair.is
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ein taska til Evrópu, allt að 23 kg, og tvær töskur til N-Ameríku, allt að 23 kg hvor. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2013 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 18. des. 2013 til og með 11. jan. 2014.
Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Þessar ferðir gefa 3.000–16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað. Sjá nánar á icelandair.is.
ÉG ÁTTI
HEIMSINS
BESTA KARL
n Lúlla í Lyngholti tekur á móti fólkinu sínu í Vogum allar helgar:
Sigurðardóttur í Ási í Hafnar-
firði þegar hún var sextán ára.
„Við vorum þarna fjórar, stundum
fimm, og hún kenndi mér það sem
ég þurfti.“
Byggði þrjú hús fyri
konuna sína
Um þetta leyti var Lúlla trúlofuð og
farin að búa. „Ég átti heimsins besta
karl. Það er nú ekki verst,“ segir
hún dreymin. Eiginmaður hennar
var Guðmundur Björgvin Jónsson,
en hann lést árið 1998. Hann var
frá Efri-Brunnastöðum á Vatns-
leysuströnd. Þau eignuðust 12 börn
á 19 árum og gekk oft mikið á á
stóru heimili. Guðmundur byggði
þrjú hús fyrir konuna sína eftir
því sem barnahópurinn stækkaði.
„Þegar ég flutti til hans bjuggum
við um tíma í Sandgerði með ný-
fæddan frumburðinn. Við fengum
bragga niður við sjó og þar vorum
við með stórt eldhús og pínulitla
herbergiskytru. Svo fluttum við í
húsið sem hann byggði í Vogunum
og þar bjó ég þar til ég fór á elli-
heimili,“ segir Lúlla.
Gengur úti á hverjum degi
Spurð um hver sé lykillinn að lang-
lífi og góðri heilsu segir Lúlla að
móðir hennar hafi náð tæplega 105
ára aldri og því sé langlífi líklega
í móðurættinni. „Pabba fólk lifði
styttra, hann var 82 ára þegar hann
lést,“ segir hún. Þá sé hún dugleg að
vera úti, gangi í hálftíma til klukku-
tíma á dag, og hafi alla tíð staðið
upp á endann og gert það sem hún
þurfti að gera. „Ef maður á svona
stóra fjölskyldu þá þarf maður að
vera á fótunum og gera ýmislegt.
Það hef ég alltaf gert,“ segir Lúlla.
VF/ Olga Björt
Ég heyri stundum ekkert hvað
þau eru að bulla. Ég sé það bara á
þeim og er ekkert forvitin heldur.
Gestir gæða sér á veitingum.
Lúlla ræðir við Hreiðar son sinn.
Hópurinn þennan laugardagsmorgun.
Hluti af heimilislegu veitingunum.
Lúlla segir þetta
eins gaman og
það geti verið.