Víkurfréttir - 19.12.2013, Qupperneq 28
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR28
opnunartímar um
jól & áramót
með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári
23. 24. 25. 26. 31. 1. 2.
mán. þri. mið. fim. þri. mið. fim
10-22 9-15 lokað 13-18 9-15 12-20 10-22
hringbraut
verslun okkar á
er opin:
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2014 var samþykkt
á fundi bæjarstjórnar í vikunni.
Reykjanesbær mun ekki hækka
gjaldskrár nú um áramót og skipa
sér þar með í hóp margra af stærri
sveitarfélögum landsins sem tekið
hafa sambærilega ákvörðun. Þann-
ig er komið til móts við margar
fjölskyldur sem enn hafa ekki náð
að vinna sig út úr erfiðu efnahags-
ástandi, segir m.a. í frétt frá Reykja-
nesbæ.
Sem kunnugt er bjóðast nú þegar
gjaldfrjálsar almenningssamgöngur
og frí sundiðkun barna í Reykja-
nesbæ auk þess sem gjaldskrá há-
degismatar í grunnskólum er með
því lægsta sem býðst á landinu, segir
í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.
Um leið og fjárhagsáætlunin gerir
ráð fyrir rekstrarafgangi bæjarsjóðs
eins og undanfarin ár ber hún vitni
um árangursríka uppbyggingu í for-
vörnum, fjölskyldumálum, mennta-
málum, umhverfismálum, menning-
armálum og atvinnuþróun. Í erfiðu
efnahagsástandi hefur ríkt samstaða
bæjarbúa um skólastarfið og mál-
efni fjölskyldna. Það hefur reynst
nær ómetanlegt að flugsamgöngur og
ferðaþjónusta hafa skapað mörg ný
störf, þegar aðrar greinar hafa gefið
eftir. Lenging ferðamannatímans
gerir það einnig að verkum að færri
fara á atvinnuleysisskrá að hausti. Á
nýju ári sjást merki um uppvöxt nýrra
atvinnutækifæra með stórri fiskeldis-
verksmiðju á Reykjanesi, þörunga-
gróðurhúsi að Ásbrú og stuðningi
ríkisstjórnarinnar við uppbyggingu
atvinnuverkefna m.a. í Helguvík. Þá
er ánægjulegt að áfram er unnið að
uppbyggingu gagnavera að Ásbrú og
styrkingu þess frumkvöðlasetur sem
þar er með menntastofnunina Keili
í forgrunni.
Margvísleg verkefni á næsta ári munu
stuðla að styrkingu í þágu barna og
menningar í samfélagi okkar. Þar má
nefna aukinn stuðning við æskulýðs-
starf í gegnum íþróttahreyfinguna og
margvíslega starfsemi í þágu barna,
hærri hvatagreiðslur, aukinn tækni-
búnað til grunnskóla og leikskóla og
tölvuþróunar í skólum, aukin fram-
lög til manngildissjóðs, nýja bygg-
ingu og búnað fyrir Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, tónlistarsýningu í
Hljómahöll og áframhaldandi upp-
byggingu garðyrkjudeildar. Um leið
er áhersla er lögð á að allar lykiltölur í
rekstri verði jákvæðar.
Áætlunin 2014 gerir ráð fyrir að
bæjarsjóður skili um 2,5 milljörðum
kr. í veltufjármuni og 5,6 milljörðum
kr. hjá samstæðu. Veltufé frá rekstri
verður um 770 milljónir kr. fyrir
bæjarsjóð og um 2,65 milljarðar hjá
samstæðu. Heildartekjur bæjarsjóðs
eru áætlaðar tæplega 9,6 milljarðar
kr. og heildartekjur samstæðu um
15,8 milljarðar kr.
Reykjanesbæ hefur tekist að standa
við greiðslu allra skuldbindinga sinna
í erfiðu efnahagsástandi og mun svo
verða á árinu 2014.
Enn er unnið að niðurgreiðslu skulda
en gert er ráð fyrir að skuldahlutfallið
verði rétt um helmingur af skulda-
hlutfalli ríkisins á næsta ári. Reykja-
nesbær stefnir á að eignir umfram
skuldir á hvern íbúa verði um 524
þúsund á árinu 2014 og haldið verði
áfram niðurgreiðslu skulda.
Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar vegna fjárhagsá-ætlunar Reykjanesbæjar 2014 á bæjarstjórnarfundi 17.
desember 2013:
Rekstur bæjarsjóðs Reykjanesbæjar árið 2013 einkennist enn
og aftur af rekstrarerfiðleikum og þröngri stöðu í fjármálum
sveitarfélagsins. Enn eitt árið var lítið svigrúm til framkvæmda
og viðhald í lágmarki. Að venju var eignasala mest áberandi
en á árinu 2013 stefnir í að eignir verði seldar fyrir rúmlega
tvo milljarða. Það er nöturleg staðreynd að án eignasölu hefi
veltufjárhlutfall Reykjanesbæjar á árinu 2013 farið undir 1,0,
handbært fé orðið neikvætt og þurft hefði að reka bæinn með
lántöku.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2014 ber merki áralangrar
óstjórnar og staðan er grafalvarleg. Þrátt fyrir tugmilljarða
eignasölu á undanförnum áratug er ljóst að allar helstu kenni-
tölur í rekstrinum versna á árinu. Að öllu óbreyttu mun veltu-
fjárhlutfall bæjarsjóðs lækka úr 1,49 í 1,03. Sama gildir um
eiginfjárhlutfallið en það lækkar um tæplega 10%. Skuldir á
hvern íbúa hækka og eignir standa nánast í stað.
Rekstur B-hluta fyrirtækja er á svipuðu róli og hallarekstur
verður viðvarandi áfram. Staða Reykjaneshafnar er sérstaklega
erfið og ljóst að þar mun Reykjanesbær þurfa að halda áfram
að leggja til fé á næstu árum. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar
byggist einn eitt árið á draumsýn þar sem tekjur eru ofáætlaðar
um allt að 300 milljónir. Fasteignir Reykjanesbæjar eru í slæmri
stöðu og áfram þarf að fjármagna hallarekstur fyrri ára.
Alvarlegast er að enga stefnubreytingu er að merkja í fjárhagsá-
ætlun Reykjansbæjar fyrir árið 2014. Fastur rekstrarkostnaður
fer hækkandi, handbært fé minnkar, skuldir hækka og ef ekki
kæmi til tímabundin frestun á vaxtagreiðslum vegna Eignar-
haldsfélagsins Fasteignar myndi rekstur bæjarsjóðs og sam-
stæðu vera neikvæður um hundruð milljóna króna.
Ljóst er að ekki verður við svo búið til langframa og breyta
verður áherslum í rekstri bæjarins ef ekki á að fara verr.
Undanfarin ár hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lagt fram
ítarlegar tillögur að breytingum á einstökum liðum fjárhagsá-
ætlunar en í ljósi stöðu bæjarsjóðs leggjum við nú til að skip-
aður verði vinnuhópur sem endurskoði ásamt sérfræðingum
allan rekstur bæjarsjóðs og samstæðu og skili inn tillögum til
úrbóta til bæjarstjórnar á vormánuðum 2014.
Friðjón Einarsson.
Guðný Kristjánsdóttir.
Eysteinn Eyjólfsson.
Breyta verður áherslum í rekstri bæjarins ef ekki á að fara verr
Gjaldskrár ekki hækkaðar
-fréttir
n Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2014:
Grindavík
Sendum viðskiptavinum okkar
og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð
og farsæld á komandi ári!
Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!