Víkurfréttir - 19.12.2013, Page 34
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR34
OPNUNARTÍMI YFIR
JÓL OG ÁRAMÓT
Ráðhús
Ráðhús og Bókasafn verður lokað 24. - 26. desember.
Opnað verður föstudaginn 27. desember kl. 10.00. Um
áramótin verður lokað 31. desember - 2. janúar. Opnað
verður föstudaginn 3. janúar kl. 09:00. Opnunartími
Ráðhúskaffis helst í hendur við opnunartíma Ráðhúss.
Sundmiðstöð / Vatnaveröld
Þorláksmessa; opið kl. 06:30 – 16:00. Lokað 24. – 26.
desember. Gamlársdagur; opið kl. 06:30 – 10:30. Lokað
1. janúar. Að öðru leyti gildir venjulegur opnunartími.
Íþróamiðstöð við Heiðarskóla, Myllubakkaskóla
og Akurskóla, Reykjaneshöll, íþróahús Sunnubraut
og Njarðvík.
Lokað 23. – 26. desember og 31. desember – 1. janúar.
Skessan í hellinum
Skessan bregður sér af bæ um hátíðarnar og hellirinn
því lokaður frá 21. desember til 2. janúar.
Duushús
Lokað frá 21. desember til 2. janúar.
Víkingaheimar
Lokað 23. – 26. desember og 31. desember til 2. janúar.
112
ÞEGAR ÁHYGGJUR ERU AF LÍÐAN
OG UMÖNNUN BARNA
Barnavernd Reykjanesbæjar vill minna á að hægt er að
tilkynna til barnaverndarnefndar í gegnum 112 ef
áhyggjur eru af því að barn búi við óviðunandi uppeldis
-aðstæður, að það verði fyrir áreitni eða o¡eldi eða
að heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hæ¢u.
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
ATVINNA
Um er að ræða 50% stöðu.
Vinnutími er morgun- , síðdegis- og helgarvaktir.
Verksvið eru almenn þjónustustörf í útlánadeild
safnsins ásamt uppröðun, frágangi og viðgerðum
safnkosts.
Starfið krefst góðrar almennrar þekkingar, áhuga á
lestri og bókmenntum, tölvu- og tungumálakunná¢u
auk þjónustulipurðar og samstarfshæfni.
Menntunarkröfur:
Stúdentspróf eða hliðstæð menntun.
Á vefsíðu bókasafnsins reykjanesbaer.is/bokasafn eru
nánari upplýsingar um starfsemina og markmið
safnsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía
Gunnarsdóir, forstöðumaður, í síma 421 6770.
Umsóknarfrestur er til 3. janúar nk. og skulu
umsóknir berast á vef Reykjanesbæjar:
www.reykjanesbaer.is
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða
• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •
Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti
Ef þú lendir í tjóni
þá sér Bílnet um málin !
Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á.
Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá
Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð.
Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í
samstarfi við Poulsen.
Þjónusta í boði hjá Bílnet
Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir
Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun
Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is
- jólaspurningar
Fyrstu jólaminningarnar?
Jólin á Óðinsgötunni hjá ömmu og
afa. Líklega verið 2 ára gamall.
Jólahefðir hjá þér?
Undanfarin 20 ár hefur vinnan átt
stóran þátt í að móta jólahefðirnar
mínar. Hef ekki átt almennilegt
frí um jól síðastliðin 15 ár. Verð
á næturvakt núna á aðfangadags-
kvöld. Er orðinn vanur því.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir há-
tíðirnar?
Já ef ég er ekki að vinna.
Marinó Már Magnússon:
Konan kaupir
gjafirnar í Boston
Marinó Már Magnússon er lögreglumaður og starfs síns vegna
hefur hann oft verið á vakt á aðfangadag. Hann nýtur þá tímans í
staðinn með fjölskyldunni með því að halda hefð eins og að fara á
Árbæjarsafnið og fá gömlu jólin beint í æð eða rölta um bæinn á Þor-
láksmessu.
Jólamyndin?
A Christmas carol frá 2009 með Jim
Carrey og Trading places frá 1983
með Eddy Murphy og Dan Akroyd.
Jólatónlistin?
Er líða fer að jólum með Ragga
Bjarna, The Christmas song með
Nat King Cole og svo jóladiskur
Andy Williams eins og hann leggur
sig.
Hvar kaupirðu jólagjafirnar?
Konan kaupir þær í Boston.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Jú það má alveg segja það.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað
sem þú gerir alltaf?
Höfum verið dugleg undanfarin ár
að fara á Árbæjarsafnið og fá þar
gömlu jólin beint í æð. Hlusta á
jólakveðjurnar og svo er það bæjar-
rölt á Þorláksmessu með fjölskyld-
unni.
Besta jólagjöf sem þú hefur
fengið?
Það var þegar dóttir okkar fæddist
rétt fyrir jólin 2004.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Ég var alinn upp við rjúpur en síð-
ustu ár hefur það verið hamborgar-
hryggur. Sakna rjúpnanna óendan-
lega mikið.
Eftirminnilegustu jólin?
Það voru klárlega jólin 2004 þegar
dóttirin fæddist. En þau sömu jól
féll faðir minn Magnús Blöndal frá.
Hvað langar þig í jólagjöf.
Æ bara þetta klassíska, góða bók.
Nýársblað Víkurfrétta
kemur út fimmtudaginn 2. janúar 2014
Auglýsingar berist á: fusi@vf.is