Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 42

Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 42
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR42 -mannlíf pósturu vf@vf.is OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! IQ massager pro er rafbylgjunuddtæki á stærð við ipod. Hentar öllum með vöðvabólgu, verki eða önnur stoðkerfisvandamál. Verð 14.900 kr. Jólagjöfin í ár Nánari upplýsingar á www. komfort.us eða í síma 898-3062.  Njarðv ík ingurinn Stein-þór Þórðarson og synir hans þrír, Þröstur, Guðsteinn og Haukur, hlutu fyrir skömmu æðsta heiður sem veittur er hjá Andrews University of Alumni Association í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru árleg og voru fyrst veitt fyrir meira en 50 árum þegar samþykkt var að veita ein- staklingum viðurkenningu fyrir framúrskarandi þjónustu til sam- félagsins á staðnum. Fyrstu Íslendingarnir Í umsögn um verðlaunin kemur fram að ekki sé hægt að vinna að þeim, uppfylla kröfur til né sækja um þau. Fólk og verðleikar þess eru tilnefnd af fulltrúum frá Alumni Association vegna árangurs og fulltrúar háskólans kjósa um til- nefningarnar. Aðeins er vitað til þess að einni annarri fjölskyldu hafi hlotnast þessi heiður, en hann er venjulega aðeins veittur ein- staklingum. Að sögn Þrastar, sonar Steinþórs, hafa margir Íslendingar stundað nám við Andrews Univer- sity og búið á staðnum en engir Ís- lendingar hafa fengið þessa viður- kenningu áður. Hann segist afar auðmjúkur og er fyrst og fremst ánægður með að foreldrar sínir hafi fengið viðurkenningu fyrir sín góðu störf um langt skeið. Starfaði víða sem prestur Steinþór Þórðarson var prestur og hélt námskeið í Biblíulegum fræðum í meira en hálfa öld, bæði hérlendis og víðar, m.a. Nígeríu og Zimbabwe frá 1978 til 1988. Kona hans var Lilja Guðsteinsdóttir, sem kenndi við Njarðvíkurskóla sem stjórnandi sérkennsludeildar. Hún kenndi þar þangað til heilsan brást og hún flutti til Indiana til að vera nálægt börnum þeirra Steinþórs síðustu árin. Lilja lést 2010 en fékk einnig viðurkenningu af sama til- efni. Hún starfaði sem skólastjóri í Harare, Zimbabwe þegar Stein- þór starfaði þar. Árið 2001 stofnaði Steinþór, ásamt nokkrum áhuga- sömum mönnum, útvarp Boðun FM 105,5 og jafnframt varð Boð- unarkirkjan til, sem starfar enn í dag að Álfaskeiði 115 Hafnarfirði. n Feðgar úr Njarðvík láta gott af sér leiða í Bandaríkjunum: Hlutu æðstu viðurkenningu fyrir samfélagsþjónustu Nokkur trix fyrir heilsusamlegri jól • Muna eftir að borða reglulega yfir daginn. Þannig höldum við blóðsykrinum í jafnvægi og dettum síður í óhollustuna og ofát. Sumir eiga það til að borða óreglu- lega á hlaupum í jólastressinu og gott að minna sig á að næra sig vel þrátt fyrir allt sem á eftir að gera. • Halda sig við að æfa reglulega. Betra að æfa snemma dags á þessum tíma þar sem það vill oft verða minni tími þegar líður á daginn í öllum hamagangnum. • Passa inntöku á fljótandi kolvetnum eins og gosi, jólaöli, djús og áfengi. Vissulega sumt af þessu allt í góðu svona spari yfir hátíðarnar en stundum er þetta of mikið af hinu góða. Þetta tikkar lúmskt inn hjá fólki án þess að það átti sig á því. Gleymum ekki vatninu góða. • Muna eftir grænmetinu og ávöxtunum. Þó að smákökur og konfekt séu á hverju borði um þessar mundir þá megum við ekki gleyma holla matnum og afar mikilvægt að hafa jafnvægi í deginum okkar og halda sig við góðu venjurnar sínar. • Drekkum heilsubætandi jurtate fyrir meltinguna eins og fennelte, myntute, lakkríste, o.fl. Getum þannig hjálpað meltingunni betur og stuðlað að minni upp- þembu og óþægindum í maga. • Notum heilsubætandi krydd yfir jólin eins og múskat, kanil, kardimommur, engifer og negul. Allar þessar jurtir eru þrælvirkar og hafa fjölbreytt áhrif á heilsu okkar. • Prófa náttúruleg sætuefni í baksturinn eins og erythriol, xylitol, sukrin, pálmasykur og stevíu. Auð- velt að nota og skipta út og hefur lítil áhrif á líkamann samanborðið við hvítann sykur. • Borðum hægar og í hófi. Hófsemi er lykilatriði þegar kemur að öllum jólaboðunum og jólamatnum. Njótum þess að borða mat sem erum ekki vön að leyfa okkur annars og ef við gætum hófsemi í mat og drykk þá erum við í góðum málum. • Slepptu samviskubitinu og njóttu! Jólakveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83%

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.