Víkurfréttir - 19.12.2013, Qupperneq 46
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR46
Ráðið í starfið eftir áramót
„Þetta var nýtt starf hjá bænum
þegar ég hóf störf sem upplýs-
inga- og þróunarfulltrúi 2009 og
hefur þróast talsvert með mér. Ég
hef sjálfur þróað starf mitt hér og
meðal verkefna eru heimasíðan,
fréttabréfið, upplýsingamál og fjöl-
miðlatengsl út á við, ferðaþjónusta
og fleira. Svo vann ég náið með frá-
farandi sviðsstjóra frístunda- og
menningarmála. Við höfum séð
saman um Sjóarann síkáta og fleiri
viðburði. Þegar hann lét af störfum
og starfið auglýst ákvað ég að sækja
um og var ráðinn.
Þetta er spennandi starf enda eru
frístunda- og menningarmál mín
áhugasvið. Síðan verður ráðið í
mitt gamla starf eftir áramót en
ég tek þó með mér viss verkefni í
nýja starfið eins og ritstjórn heima-
síðunnar, ferðaþjónustumálin
og fleira og fréttabréfið. Starfinu
verður breytt þannig að það verður
upplýsinga- og skjalafulltrúi. Meiri
áhersla verður á skjalastjórnun,
það er nýbúið að auglýsa það og
hægt að nálgast nánari upplýsingar
á heimasíðu bæjarins“ segir Þor-
steinn.
Margt líkt með Eyjum
og Grindavík
Þorsteinn er uppalinn í Vest-
mannaeyjum og segir margt sam-
eiginlegt og líkt með Eyjum og
Grindavík. „Þetta eru bæði sjávar-
útvegspláss og eðli málsins vegna
líður mér vel hér. Kröftug sam-
félög og fólk vinnusamt og duglegt.
Ég fór til að mynda snemma út á
vinnumarkaðinn.“ Helsti munur
sem finna megi á sveitarfélögunum
tveimur er að í Vestmannaeyjum
þarf samfélagið að vera sjálfu sér
nægt um alla þjónustu, félagsstarf
og slíkt enda eysamfélag og ekki
hægt að skjótast í burtu til að sækja
aðra þjónustu. Það þurfi að gerast
á eyjunni. Grindavík sé hluti af
stærra svæði, Reykjanesinu, stutt
á höfuðborgarsvæðið og menningu
annars staðar. Í Vestmannaeyjum
sé líf og fjör yfir sumartímann á
meðan Grindvíkingar fari meira úr
bænum til að sækja sér afþreyingu,
sér í lagi um helgar.
Miklar framkvæmdir og ekki
króna í lán
Tæplega 3000 manns búa í Grinda-
vík um um 4300 í Vestmanna-
eyjum og Grindavíkurbær er eitt
best stadda samfélag á landinu.
„Arion banki gerði nýverið úttekt á
fjárhagslegri stöðu á öllum sveitar-
félögum á landinu og þar trónir
Grindavíkurbær á toppnum,“ segir
Þorsteinn og bætir við að það sem
tryggi þennan árangur sé sú stað-
reynd að í Grindavík eru öflug
sjávarútvegsfyrirtæki og búið sé
að halda skynsamlega á málum í
kjölfar hrunsins og bæjarstjórnin
staðið þétt saman á þessu kjörtíma-
bili. Bærinn standi ótrúlega vel og
miklar framkvæmdir séu fram-
undan.
„Hér er verið að byggja nýjan tón-
listarskóla, bókasafn og íþrótta-
mannvirki sem verða tilbúin á
næsta ári og ekki er tekin króna í
lán sem hlýtur að vera einstakt.“
Þá sé mikill uppgangur í ferða-
þjónustu og gott samstarf við Bláa
lónið og ferðaþjónustufyrirtæki í
Grindavík. Til að mynda sé búið
að gera fimm kílómetra hjólreiða-
og göngustíg frá Grindavík til Bláa
lónsins og reyndar unnið sérstakt
átaksverkefni í lagningu stíga víða
í bænum.
Í fullu meistaranámi
samhliða vinnu
Fjölmargir sækja atvinnu ti l
Grindavíkur og að sama skapi
starfa þó nokkrir Grindvíkingar
annars staðar á Reykjanesinu og á
höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu níu
árin sem Þorsteinn bjó í Grinda-
vík starfaði hann sem íþrótta-
fréttamaður á Stöð 2 og keyrði á
milli. Eiginkona hans er Grind-
víkingur og margt af hennar fólki
býr þar. „Þegar ég starfaði ekki hér
í bænum var ég auðvitað ekki inni
í hringiðunni. En núna er ég kom-
inn vel inn í samfélagið enda felst
það m.a. í starfi upplýsingafulltrúa
að vera með puttann á púlsinum á
því sem hér er að gerast. Hér er gott
að ala upp börn og okkur líður vel
hér. Það kom mér á óvart hversu
mikið menningarlíf er hér og þátt-
taka bæjarbúa mikil í því,“ segir
Þorsteinn. Hann er ekki alveg laus
við að keyra á milli Reykjavíkur
og Grindavíkur því hann stundar
staðnám í Verkefnastjórnun á
meistarastigi (MPM) við HR.
Íslendingar vilja taka upp
skófluna og moka strax
Mörg verkefni sem hann hefur
fengist við og þekkir vel tengjast
náminu og hefur lengi blundað í
Þorsteini að fara í frekara nám og
hann sótti um í MPM í HR. Hann
komst þar inn ásamt 35 öðrum og
mun útskrifast í vor. „Þetta er frá-
bært nám sem rammar inn áhuga-
svið mitt í dag, sem er stjórnun. Ég
finn hversu mikið námið styrkir
mig í starfi. Forstöðumenn MPM
námsins eru annars vegar verk-
fræðingur og hins vegar sálfræð-
ingur sem endurspeglar breiddina í
náminu. Þarna fáum við tæki og tól
úr verkfræði, siðfræði og stjórnun
og ekki síst um mannlega þátt-
inn sem umlykur alla stjórnun og
blandast inn í þetta saman og það
er heillandi,“ segir Þorsteinn og
bætir við að lykillinn sé að fá fólk til
að vinna saman. Það sé mikil verk-
efnastjórnun í öllu sem við fáumst
við dags daglega.
„Íslendingar eru þannig að þeir
vilja bara taka upp skófluna og
byrja að moka strax. En við þurfum
að staldra við og eyða meiri tíma
í undirbúning og gera vandaðar
verklagsáætlanir og fá fólk til að
taka þátt í þeim undirbúningi.
Það er ákveðin þjálfun að gera
það. Maður er ekki endilega sér-
fræðingurinn í því sem verið er að
gera en safnar saman hópi af sér-
fræðingum og fær þá til að vinna
saman eins og íþróttalið. Ég er að
æfa mig á fullu í því núna,“ segir
hann brosandi enda ekki ókunnur
íþróttaheiminum.
Stjórnendur gleyma
mannlega þættinum
Þorsteinn tekur fram að hann sé
langt í frá sérfræðingur í verkefna-
stjórnun en hann sé dellukall, verk-
efnastjórnun hafi heltekið hann
því námið sé algjörlega frábært.
Aðspurður segir hann að líklega
sé ástæðan fyrir því að mörg verk-
efni mistakist hjá stjórnendum sú
að mannlegi þátturinn gleymist
oft; að fá fólk til að vinna saman
og búa til samskiptaáætlanir því
þar sem reyni á samskipti verði
helstu núningarnir, misskilningur
og mistök. „Það þarf allt að vera
uppi á borði til þess að hlutirnir
gangi upp. Alveg sama hversu stór
eða lítil verkefnin eru, þar sem eru
samskipti, þar verða árekstrar og
misskilningur.“
Hann segir mikla vakningu vera
almennt í gæðastjórnun verkefna
og bendir á að nú sé nýkominn
ISO-staðall fyrir verkefnastjórnun.
Mikil þörf sé fyrir gæða verkefna-
stjórnun í opinberri stjórnsýslu
og ráðuneytin séu t.d. farin að
opna augun fyrir gæðastjórnun.
Þorsteinn hefur ekki haft mikil
mannaforráð í gegnum árin nema
í gegnum íþróttahreyfinguna en
hann telur, m.a. út frá fræðunum,
að helstu mistök sem stjórnendur
geri séu að gleyma mannlega þætt-
inum. „Breytingastjórnun er hluti
af verkefnastjórnun og hún er mjög
vandasöm og mistekst oftar en ekki
því eitthvað er keyrt í gegn án þess
að undirbúa jarðveginn og starfs-
fólkið, innleiðingin er vanhugsuð
og eftirfylgnin engin. Þetta snýst
svo mikið um samskipti og undir-
búning. Það eru lykilatriðin,“ ítrek-
ar Þorsteinn.
Náði botninum í
æfingaferð á Spáni
Stærsta verkefnið sem Þorsteinn
hefur þó fengist við er hann sjálfur.
Hann gjörbreytti um lífsstíl árið
2010, hefur lést um 50 kíló en segir
kílóafjölda þó skipta svo litlu máli
þegar fram líða stundir. „Ég hef
alltaf glímt við ofþyngd en var
reyndar mikið í íþróttum áður
fyrr, m.a. í marki hjá ÍBV í knatt-
spyrnu sem hélt mér við efnið. Ég
hætti alltof snemma, aðeins 26
eða 27 ára, því ég var of þungur.“
n Náði botninum sem matarfíkill
og við tók miklu betra líf:
-viðtal pósturu olgabjort@vf.is
Ég er í bata
og verð
aldrei
læknaður.
Það er bara ákveð-
inn lífsstíll sem
ég er búinn að til-
einka mér
Þorsteinn Gunnarsson starfar sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavíkurbæ og hefur auk þess undanfarin fjögur ár starfað sem upplýsinga- og þróunar-
fulltrúi þar. Hann er að ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði um tíma sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og stundaði nám
í fjölmiðlafræði og upplýsingatækni í Svíþjóð. Olga Björt hitti Þorstein í húsnæði bæjarskrifstofunnar í Grindavík og ræddi við hann um störfin, námið, vestmannaeyska bak-
grunninn, gjörbreyttan lífsstíl og umdeilt mál þar sem hann sagði upp störfum og ákvað að hætta sem formaður knattspyrnudeildarinnar fyrir tveimur árum.
Mikið frelsi að viður-
kenna vanmátt minn