Víkurfréttir - 19.12.2013, Síða 50
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR50
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári
Gleðilega hátíð
og verðum
í stuði á nýju ári.
Óskum Suðurnesjamönnum öllum
gleðilegra jóla, árs og friðar
með þökk fyrir árið sem er að líða
SENDUM ÍBÚUM
Í VOGUM BESTU
ÓSKIR UM
GLEÐILEG JÓL OG
FARSÆLT NÝTT ÁR
- jólaspurningar
Fyrstu jólaminningarnar?
Allar jólaminningar eru góðar
en sérstaklega jólaminningarnar
með dætrum mínum og maka.
Jólahefðir hjá þér?
Ég og stelpurnar mínar bökum
alltaf piparkökur fyrsta í að-
ventu og svo er það hefð hjá
okkur fjölskyldunni að fara eina
fjölskylduferð til Reykjavíkur
og eiga góðan dag saman.
Ertu dugleg í eldhúsinu
yfir hátíðirnar?
Já ég tel mig vera það.
Við fjölskyldan hjálpumst
mikið að í eldhúsinu.
Jólamyndin?
Christmas Vacation er alltaf góð.
Jólatónlistin?
Baggalútur klikkar aldrei.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Misjafnt en oftast í Reykjavík.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já og nei. Bara pass-
lega myndi ég segja.
Ertu vanaföst um jólin,
eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég fer alltaf með stelpurnar mínar í
barnamessu kl. 17:00 á aðfangadag
og svo er það bæjarröltið á Þor-
láksmessu sem er fastur liður.
Besta jólagjöf sem
þú hefur fengið?
Jólagjafirnar frá dætrum
mínum. Það er alltaf jafn
spennandi að opna pakkana
frá þeim sem þær föndra í
skólanum og leikskólanum.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Ekki búin að ákveða ennþá en
það er komin ósk um purus-
teik. Var með það í fyrra
og það féll vel í kramið hjá
prinsessunum á heimilinu.
Eftirminnilegustu jólin?
Fyrstu jólin sem við fjöl-
skyldan héldum heima, yndisleg
alveg. Svo eru fyrstu jól dætra
minna eftirminnileg.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Kósý náttföt, ilmvatn og
nýjan síma auðvitað.
Katrín Marsí Aradóttir:
Baggalútur klikkar aldrei
Katrín Marsí Aradóttir segir að bæjarrölt á Þorláksmessu sé ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.
Hún segist ekki alveg búin að ákveða hvað verði í matinn á aðfangadag en líklega verður purusteik fyrir
valinu.
Við viljum þakka ykkur, fólkinu í Suðurkjördæmi,
fyrir þann góða stuðning sem okkur var sýndur
í kosningunum í vor.
Óskum ykkur öllum, fjölskyldum og ástvinum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Ásmundur Friðriksson
Vilhjálmur Árnason
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi