Víkurfréttir - 19.12.2013, Side 53
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013 53
hvað hann ætti mörg systkini, en
hann gat ekki svarað því vegna
þess að pabbi hans á þrjár konur
og vinur minn hafði ekki hugmynd
um hverjar hinar konurnar voru
eða hvar þær byggju. Þannig að það
er ekki eins og við höldum heima á
Íslandi að þeir Arabar, sem að eiga
fleiri ein eina konu, búi allir undir
sama þaki. Þeir efnameiri sem eiga
fleiri en eina konu þurfa að halda
fleiri heimili. Hérna í Bahrain má
karlmaður eiga 4 eiginkonur,“ segir
Lauga.
Yrði gott að fá harðfisk
í gegnum Skype
Spurð um hvort þau sakni ekki
fjölskyldu og vina frá Íslandi segir
Lauga þau vera búin að vera ótrú-
lega heppin með að það sé búinn að
vera mikill gestagangur hjá þeim.
„Í raun hef ég ekki fengið tækifæri
til að vera með einhverja heimþrá.
En það koma tímar sem að maður
saknar fjölskyldu og vina og núna
mætti alveg vera snjór. Ég er samt
með Skype og það er lítið mál að
redda því sem ég sakna frá Íslandi.
Verst að það er ekki hægt að senda
harðfisk í gegnum Skype,“ segir
Lauga hlæjandi. Í raun hafi hún
ekki lært að meta Ísland meira úr
fjarlægð. Dvölin ytra hafi frekar
opnað augu hennar varðandi
menninguna sem er til staðar í
Bahrain.
Brenna dekk til að mótmæla
Ríkið Bahrain skiptist í þjóðarhóp-
ana sunni- og shia múslima. Kon-
ungurinn er sunni en þó eru ein-
ungis 30 prósent múslima á svæð-
inu það líka. Rígur hefur verið á
milli þessara tveggja hópa í nokkur
ár. „Til að mótmæla aðferðum
konungsins fara shia múslimar út
á götuhorn með gúmmídekk og
brenna þau. Eitt aðalhornið þeirra
er hérna rétt hjá okkur og köllum
við það öskubakkahornið. Um
daginn var akandi á leið í búð og
að koma að þessu horni. Þá komu
um 20 drengir hlaupandi úr öllum
áttum með dekk og einn stoppar
beint fyrir framan bílinn og ætlar
að henda brennandi dekkinu fyrir
framan bílinn. Svo lítur hann inn
í bílinn og sér að ég er útlendingur
og ákveður í staðinn að henda
dekkinu við hliðina á bílnum,“
segir Lauga og viðurkennir að
hjartað hafi slegið heldur örar en
venjulega þá stundina. Shia mús-
limar hafa sagt að þeir vilji alls ekki
beina sínum mótmælum að út-
lendingum.
Brjálaðir ökumenn og hafa
aldrei rangt fyrir sér
Lauga segir að ef það er eitthvað
sem að henni mislíki þar sem hún
býr sé það umferðarmenningin.
„Þeir keyra hérna eins og brjálæð-
ingar með kannski þrjú laus börn
í framsætinu og svo liggur einn
krakki í glugganum aftur í. Rauð
ljós eru eitthvað sem þeir virða
ekki. Kannski eru þeir litblindir,
ég veit ekki. Einn daginn var mið-
fingurinn minn ansi virkur og ný-
lega þakkaði ég fyrir að ég beindi
honum ekki að röngum bílstjóra
því að þá hefði mér verið hent úr
landi. En ég er nú aðeins farin að
hemja mig núna og bít bara á jaxl-
inn og tel upp að tíu.“
Aftur móti segir Lauga að fólkið
í Bahrain sé afskaplega afslappað
í hugsunarhætti. Fólk sem komi
frá Evrópu vilji helst að hlutir séu
lagaðir strax. Einnig ef eitthvað sé
að eða ef gögn vanti eða svör við
einhverju. „Þú getur gleymt því
hérna. Það er mjög sérstakt ef að
maður fær til dæmis svar við tölvu-
pósti. Eða ef þeir ætla að hringja til
baka, það bara gerist ekki. Svo hafa
þeir aldrei rangt fyrir sér.“
Laugulaug í garðinum
Í þessu samhengi nefnir Lauga
einnig að þegar fjölskylda hennar
flutti í hverfið sem þau búa núna
báðu þau um einkasundlaug og
sagt að það væri lítið mál. Gæti
tekið þrjár til fjórar vikur. Þegar
fjórir mánuðir voru liðnir voru þau
enn með stóra holu og sandhól í
garðinum eftir framkvæmdir en
enga sundlaug. „Þá lét ég nú aðeins
í mér heyra og sagði við eigand-
ann að í Evrópu væru þetta svik
vegna þess að við vorum búin að
borga fyrir laugina síðan frá byrjun
framkvæmda. Næsta sem að við
fréttum er að vinnuveitandi Mika-
els, DHL, hefur samband við okkur
og okkur tjáð að leigusali okkar
hafi ekki verið sáttur við það sem
að ég hafði sagt og hefði rift leigu-
samningnum. Eftir þónokkur sím-
töl og pósta okkar á milli hætti
hann við að rifta samningnum og
sundlaugin var tilbúin tveimur
mánuðum seinna. En það var alveg
þess virði að bíða eftir henni í 6
mánuði. Við köllum hana Laugu-
laug“ segir Lauga.
Léttbylgjan og
jólakveðjur á RÚV
Nú líður að jólum og þótt þau séu
ekki haldin hátíðleg að kristinna
manna sið þá er þjóðhátíðardagur
Bahrain er 16. desember og þá er
allt skreytt hátt og lágt. Lauga segir
að fyrir fjölskyldu hennar séu það
jólaskreytingar. „Ég er afskaplega
mikið jólabarn og held í hefðir og
skreyti snemma. En það er ekki
auðvelt og dálítið einkennilegt að
skreyta hérna og skella sér í sund-
laugina sama dag í 27 gráðu hita.
En það má segja að Léttbylgjan sé
búin að hjálpa mér mikið með jóla-
skapið og til að fá almennilega jóla-
stemningu hlusta ég á jólakveðj-
urnar á vefsíðu RÚV.“
Áramótin í Dubai
Jólahaldið hjá þeim verður eins og
heima á Íslandi. Tvær dætur Laugu
sem eru í skóla á Íslandi koma út
til þeirra og þau verða með ham-
borgarhrygg á aðfangadag. „Við
erum meira að segja komin með
hangikjöt sem við ætlum að hafa á
jóladag. Á milli jóla og nýárs ætlum
við svo að vera með matarboð fyrir
þá fáu Íslendinga sem eru hérna í
Bahrain. Áramótunum ætlum við
svo að verja í Dubai. Þar vorum
þar í fyrra og flugeldasýningin var
næstum eins flott og á Íslandi á
Ljósanótt,“ segir Lauga brosandi
að lokum.
Yifrlitsmynd yfir hluta Bahrain Aðalmoskan
Sebastian Sigfús
við Laugulaug
Lauga, Sebastian og Þóra Snædís