Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Page 62

Víkurfréttir - 19.12.2013, Page 62
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR62 Guðmundur telur að stelp-urnar fái ekki þá viðurkenn- ingu sem þær eiga skilið. „Það er ekki langt síðan að kvennaíþróttir fóru að fá meiri umfjöllun. En þessi mikla sigurganga hefur ekki verið mikið auglýst. Sér- staklega ekki fyrir utan bæjar- mörkin,“ segir Guðmundur en hann telur að ótrúleg sigurganga Keflvíkinga í kvennaboltanum eigi sér enga hliðstæðu hérlendis í hópíþróttum. Guðmundur leyfði blaðamanni Víkurfrétta að glugga í ritgerðina en þar kennir ýmissa grasa varðandi sögu kvennakörfunnar í Keflavík en ekki er til mikið á prenti um sögu kvennaboltans. Hér er stiklað á stóru varðandi glæsta sigra og hvað það er sem gerir Keflavík að stórveldi í kvennaboltanum. Keflavík hóf skipulagðar körfu- boltaæfingar fyrir stúlkur árið 1978. Stúlkurnar tóku fyrst þátt í keppni árið 1981 en þá eingöngu í 3. flokki. Það var svo árið 1984 sem Keflavík mætti fyrst til leiks með meistaraflokk, þá í 2. deild sem þær unnu í fyrstu atrennu. Fyrsta tímabil Keflavíkurstúlkna í efstu deild var tímabilið 1985-1986. Það tók kvennalið Keflavíkur þrjú ár að ná í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en það var tímabilið 1987-1988. Stelpurnar unnu tvöfalt það ár og reyndar næstu þrjú árin. Síðan þá hefur liðið ekki endað neðar en þriðja sæti í deild. Fáir yngri flokkar voru í boði á landinu þessi fyrstu ár kvennabolt- ans í Keflavík. Í dag eru sjö yngri flokkar kvenna sem hægt er að keppa í til Íslands- og bikarmeist- aratitils og svo meistaraflokkur. Kvennakörfuboltinn í Keflavík hefur frá því að þær komust í efstu deild tekið þátt í öllum þeim yngri flokkum sem hægt var. Keflavík er það lið í kvennaflokki sem er sigursælast á Íslandi frá upp- hafi þrátt fyrir að hafa byrjað að stunda körfubolta 32 árum eftir að kvennakörfubolti hófst á Ís- landi. Þegar rýnt er í hvernig Kefla- víkurkonur hafa staðið sig síðan þær hófu leik í 1. deild árið 1985 er árangurinn eftirtektarverður. Ekk- ert lið kemst með tærnar þar sem kvennalið Keflavíkur hefur hælana. Næsta lið er 100 titlum frá Keflvíkingum Kvennakörfuboltinn í Keflavík hefur samtals unnið 143 Íslands- meistara- og bikartitla í öllum flokkum, en næsta lið þar á eftir er með 43 titla. Kvennalið Kefla- víkur hefur frá því að það hóf leik í efstu deild aldrei lent neðar en í þriðja sæti. Keflavík hefur orð- ið Íslandsmeistari 15 sinnum í meistaraflokki í 28 tilraunum sem gerir 53,5% sigurhlutfall í titlum talið. Í bikarkeppninni hefur Kefla- vík leikið til úrslita 20 sinnum af 28 skiptum og unnið 13 sinnum, það gerir 46% sigurhlutfall. Ekkert annað félag getur státað af slíkum árangri. Þegar árangur yngri flokka er skoð- aður kemur í ljós að Keflavík hefur tekið þátt í 135 Íslandsmótum og sigrað í 71 þeirra, það er sigurhlut- fall upp á 52,9%, Einnig er keppt í bikarkeppni í yngri flokkum kvenna, þó ekki öllum, en Keflavík hefur tekið þátt í 75 bikarkeppnum og unnið 37 þeirra 49,3% sigur- hlutfall þar. Árangur síðustu þriggja ára í körfu- bolta kvenna sýnir að Keflavík hefur unnið 21 Íslandsmeistara- titil af 24 sem keppt var um eða 87,5%. Í bikarkeppninni hefur Keflavík unnið 10 titla af 15 eða 67%. Í heildina gerir þetta 31 titil af 39 mögulegum eða 79,5% af öllum titlum sem keppt hefur verið um í kvennakörfubolta á landinu. Vinna með stæl, tapa með sæmd Keflavík hefur tileinkað sér speki sem Ellen Wies þjálfari í Orono High School í Bandaríkjunum byrjaði með. Hennar speki snýst um að eiga lið sem er sífellt að keppa að sigrum í sínum keppnum. Iðkendum er kennt að svindla ekki og niðurlægja ekki andstæðinga. Bera virðingu fyrir dómurum, and- stæðingum og áhorfendum. Liðið vinnur með stæl, og tapar með sæmd. Keflavík mun alltaf mæta til leiks með harðfylgið, duglegt lið sem spilar sem ein heild. Fé- lagið leitast við að þróa sjálfstæði í ungum iðkendum sem fara frá yngri flokka starfi félagsins með góðar minningar sem og að þau þurfi að hafa fyrir öllum hlutum í Vinna með stæl, tapa með sæmd Ótrúleg sigurganga kvennakörfunnar í Keflavík Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson lauk fyrr á þessu ári námi í íþróttafræði frá Háskóla Reykjavíkur. Þegar kom að því að velja ritgerðarefni til þess að landa gráðunni sótti Guðmundur í íþrótt sem er honum afar kunnug, nefnilega körfubolta. Guðmundur hefur allt frá unga aldri verið viðloðinn körfuboltann í Keflavík og þá sérstaklega hjá konunum. „Ég hef fylgst með þeim í mun lengri tíma en mig óraði fyrir. Fyrst sem pjakkur sem hékk uppi í íþróttahúsi, síðar sem kærasti leikmanns og svo sem eiginmaður sjúkraþjálfara liðsins.“ -íþróttir pósturu eythor@vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.