Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 8
8 Á tíu ára tímabili fækkaði skráðum slysum sjómanna úr 400 árið 2004 í 282 árið 2013. Hér er um að ræða slys sem ýmist voru tilkynnt til Sjúkra- trygginga Íslands eða til Rann- sóknarnefndar sjóslysa sem hefur verið sameinuð rann- sóknarnefndum flugslysa og umferðarslysa í stofnun sem í dag heitir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Hugarfarsbreytingin skilar mestu „Það er margt sem veldur því að tekist hefur að draga úr slys- um til sjós og þar skiptir kannski einna mestu máli ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur orðið,“ segir Jón A. Ing- ólfsson rannsóknarstjóri sjó- slysa hjá hinni nýsameinuðu stofnun. Hann bendir á að um- fjöllun og almenn vitund um öryggismál til sjós hafi aukist en einnig er starfsumhverfið mun stöðugra nú en áður. Starfsald- ur hefur hækkað og þar með aukist reynsla þeirra sem starfa um borð. Sömu einstaklingar vinni nú lengur saman en áður þegar tíðkaðist jafnvel að kippa mönnum um borð undirbún- ingslaust. „Það er enginn vafi að Slysavarnaskóli sjómanna hefur haft mikið að segja um fækkun slysa og þær kröfur sem nú eru gerðar um að sjómenn fari á öryggisnámskeið hjá skól- anum á 5 ára fresti halda mönn- um við efnið. Í dag færð þú ekki lögskráningu á skip nema að hafa farið á slíkt námskeið. Allt þetta hefur mikið að segja.“ Jón segir að nokkur fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar í þess- um efnum hafi meðal annars tilnefnt öryggisfulltrúa um borð í skip sín, sem hafi það hlutverk Hugarfarsbreyting hefur stuðlað að fækkun sjóslysa Rætt við Jón A. Ingólfsson rannsóknarstjóra hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa Jón A. Ingólfsson, rannsóknarstjóri sjóslysa hjá Rannsóknarnefnd samgöngumála hvetur sjómenn og útgerðir til að tilkynna öll atvik til nefndarinn- ar. Ö ry g g ism á l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.