Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 10
10 „Sjómenn eru almennt tækni- sinnaðir og fylgjast vel með. Þeir gera að sjálfsögðu kröfu um að hafa aðgang að fjöl- breyttum afþreyingarmögu- leikum á sínum frívöktum,“ segir Guðmundur Bragason sölu- og markaðsstjóri hjá Són- ar ehf. í Hafnarfirði. Guðmundur stofnaði Sónar ásamt Vilhjálmi Árnasyni árið 2005 og sérhæfir það sig í sölu og þjónustu á siglingatækjum. „Við leggjum metnað okkar í að eiga eða geta útvegað öll þau tæki sem þarf til notkunar um borð í skipum við Ísland og sækjumst eftir því að eiga gott samstarf við notendur þeirra til þróunar lausna sem geta gert rekstur útgerða hagkvæmari og vinnuumhverfi íslenskra sjó- manna þægilegra og ör- uggara,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að fyrstu gervihnattasjónvörp hafi komið í íslensk fiskiskip í kringum síð- ustu aldamót, fyrst í þau allra stærstu, en æ fleiri hafi í tímans rás sett upp sjónvarpskúlu, sem er forsenda þess að ná út- sendingum um borð. „Þessar kúlur eru mjög víða, einkum þó í stærri og millistórum skipum. Þær henta ekki fyrir allra minnstu bátana,“ segir hann. Netnotkun á sjó fer vaxandi Hann bætir við að sjómenn vilji í sinni vinnu úti á sjó hafa svip- aða möguleika á að fylgjast með sjónvarpsefni, sem og nýta fartölvur sínar og farsíma. Með því að setja upp sjónvarpskúlu næst allt sjónvarpsefni sem sent er út um gervihnött og eins geta menn fylgst með út- sendingum frá RÚV. Enn sem komið er nást ekki fleiri ís- lenskar stöðvar á miðunum. Guðmundur Bragason sölu- og markaðsstjóri Sónar ehf. Sjómenn eru tæknisinn- aðir og fylgjast vel með Sjómenn vilja svipaða möguleika á að fylgjast með sjónvarpsefni, sem og nýta fartölvur sínar og farsíma, hvort heldur þeir eru í landi eða úti á sjó. Með því að setja upp sjónvarpskúlu næst allt sjónvarpsefni sem sent er út um gervihnött. Guðmundur Bragason sölu- og markaðsstjóri hjá Sónar ehf. í Hafnarfirði. A fþ rey in g til sjós

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.