Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 17
17 30% af tekjum vegna skemmtiferðaskipa „Það er ekki bara að komur skemmtiferðaskipa skipti okkur hjá Hafnasamlagi Norðurlands verulegu máli, heldur aukast umsvif hjá ýmsum aðilum sem tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti veru- lega,“ segir Pétur en um 30% af heildartekjum samlagsins má rekja til skemmtiferðaskipa og hefur hlutfallið aukist ár frá ári. Fyrsta skipið lagði að bryggju um miðjan maí og það síðasta sem viðdöl hefur á þessu sumri kemur 23. septem- ber. Pétur segir að undanfarin ár hafi oft komið skip til Akur- eyrar í maí og það síðasta jafn- vel verið á ferðinni þegar komið er fram í október. Flest komi þó skipin yfir hásumarið, frá miðj- um júní og fram í miðjan ágúst. Það verður því nokkur nýlunda í mars, næsta vetur þegar von er á skemmtiferðaskipi til Akureyr- ar. Þar verður á ferðinni hið breska Voyager sem býður upp á norðurljósaferð á þessum árstíma. Nokkrir annasamir dagar „Það verða nokkrir stórir dagar í sumar þar sem fleiri en eitt skip eru hér í einu og þá má búast við miklu fjöri,“ segir hann. Sem dæmi þá verða á Akureyri fjög- ur stór skemmtiferðaskip þann 1. ágúst næstkomandi. „Það verður nokkuð annasamur dag- ur geri ég ráð fyrir og mikil um- svif víða. Það verða allir á tán- um svo allt gangi snurðulaust fyrir sig,“ segir hann. Pétur segir að umferð skemmtiferðaskipa hafi jafnt og þétt aukist í áranna rás, en þegar litið sé til baka hafi aukn- ingin numið 9% á milli ára undanfarin 20 ár. „Það er í raun ekki útlit fyrir annað en svona verði það áfram í nánustu fram- tíð, en auðvitað er aldrei á vísan að róa í þessum efnum og ýmis ljón geta orðið á vegum,“ segir hann og nefnir að mörg skipa- félög hafi í auknum mæli beint skipum sínum til Asíulanda undanfarin ár og þá geti ýmsar álögur, skattar og gjöld haft áhrif á rekstur skipanna. „En við erum engu að síður bjartsýn á að skipin haldi áfram að steyma hingað á norðlægar slóðir og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að svo verði,“ segir hann. 10 skemmtiferðaskip væntanleg í sumar í Fjarðabyggð Í sumar eru væntanleg til Fjarðabyggðar 10 skemmti- ferðaskip, þar af 9 á Eskifjörð en 1 á Norðfjörð. Heildar brúttó- tonnatala þessara skipa er um 210.800 tonn og taka þau um 5.700 farþega og eru með um 2650 áhafnarmeðlimi. Steinþór Pétursson, fram- kvæmdastjóri Fjarðabyggðar- hafna segir að Eskifjörður sé til- tölulega nýr í þessum geira hafnsækinnar starfsemi, en þangað kom fyrsta skipið árið 2012. Tvö skip komu í fyrrasum- ar og 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg í sumar. „Það er ekki gott að segja fyrir um hvernig þróunin verður á næstu árum, en tvær bókanir hafa þegar borist vegna ársins 2015 og vonir standa til að framhald verði á fjölgun skipa til Eski- fjarðar. Við höfum enn litla reynsla á þessu sviði og því er ekki vitað nákvæmlega í hvað ferðamenn vilja helst sækja en væntanlega er það mannlíf, menning, náttúra og söfn svæðisins. Það mun reyna á það núna í sumar,“ segir Steinþór. Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.